Vikan


Vikan - 23.04.1959, Síða 26

Vikan - 23.04.1959, Síða 26
ÉG \ SON Framhald af bls. 23 bréf, en gert er gert. . .“ Rödd hennar skalf. ,,£>ú verður að segja mér það.“ Loksins tók hann til máls, en leit enn ekki upp til hennar. „Láttu mig í friði, Rhoda.“ „Nei," sagði hún gröm, ,,ég fer ekki. Þú getur ekki gert mér þetta. Ég verð að vita sannleikann. Hversvegna gerðir þú þetta? Hversvegna?" Loks kinkaði hann kolli. „Já,“ sagði hann, „þú hefur rétt fyrir þér. Ég verð að segja þér sann- leikann.M Hún lét fallast i stólinn við rúmið og leit á hann, meðan hann hóf máls: „Þetta er rétt hjá þér. Gavin er ekkl til —“ hann gagnaði, en bœtti síðan við: „—lengur. „Lengur?“ bergmálaði hún. „Hann dó, þegar hann var átta ára,“ sagði hann. Aftur skildi hún ekki. Hún heyrði suð fyrir eyrunum. Dudley hélt áfram: „Hann var indæll drengur," sagði hann. „Ljós yfirlitum með blá augu og fallega rödd. Og hug- rakkur. Hann vissi ekki hvað það var að vera hræddur. Þessvegna dó hann.“ Hún heyrði eins og í vímu hvernig slysið hafði borið að — hestur, sem honum hafði verið bann- að að ríða, og félagi hans, sem manaði hann... „Hann lá í heila viku með brotinn hrygginn, án þess að ærnta," heyrði hún Dudley segja. „Ef hann hefði lifað, hefði hann einmitt orðið sá maður, sem ég sagði þér frá. Ég átti erfitt með að sætta mig við dauða hans, þessvegna lét ég hann lifa í þessum bréfum — sem ég skrifaði sjálfur." „En um jólin sagðist þú hafa heimsótt hann.“ ,,Ég heimsótti gröf hans.“ Hún hafði fengið skýringuna, en hún gerði að- eins illt verra. Það var enn verra að berjast gegn minningu en lifandi manni. „Er það þessvegna, sem þú vilt ekki eiga börn?“ spurði hún. „Vegna þess að þú ert hræddur um, að þau komi til með að standa Gavin að baki?“ Þegar hún hafði sagt þetta, leit hún ögrandi á hann. Hún sá, að hann náfölnaði, þegar hún nefndi nafn Gavins, og einkennilegt bros breidd- ist yfir andlit hans. „Ef til vill,“ sagði hann rólega. „Þá er það satt?“ sagði hún skelfingu lostin. „Þú vilt ekki eignast börn?“ Þögn hans var nægilegt svar. „Þetta er brjálæði,“ hreytti hún tít úr sér. „Þetta er hreinasta brjálæði. Hversvegna ættum við ekki að eignast börn? Jafnvel þótt þau verði ekki goðum lík ...“ Hann sagði enn ekkert, en brosti þessu ein- kennilega brosi. Hún brast í grát, en hélt áfram máli sínu, sundurlaust, full örvæntingar. „Var það þessvegna, sem þú eignaðist ekki börn með fyrri konu þinni? Neitaðir þú einnig henni um þau? Varð hún einnig að hlusta á sög- ur þínar um Gavin? Engin lifandi kona getur sætt sig við þetta. Ég get ekki.. . ég get þetta ekki lengur.“ Þannig lauk hjónabandi þeira. Þegar Dudley var kominn á fætur, fékk hún þegar skilnað. Eftir skilnaðinn hélt Rhoda tíl Kaliforníu. í miðdegisverðarboði þar rakst hún á fyrri konu Dudleys. Hún heyrði nafnið nefnt meðan á borðhaldinu stóð, og þegar hún leit upp, sá hún smávaxna, dökkhærða konu, með brún augu og einkar viðkunnanlegt andlit. Eftir borðhaldið, fékk Rhoda vinkonu sína til þess að kynna sig fyrir henni. „Vilduð þér tala við mig?“ sagði fyrsta kona Dudleys. „Einslega, á ég við? Ég sé það á yður. Komið heim til min til morgunverðar á morgun.“ Rhoda kom. „Ég geri ráð fyrir, að Dudley hafi sagt yður frá Gavín?“ sagði fyrri kona Dudleys. Rhoda leit undrandi á hana. „Sagt mér frá honum?“ Hún hló .við. „Hann talaði ekki um annað.“ „Einmitt ?" sagði hin konan, „það var ein- kennilegt." „Því þá?“ sagði Rhoda. „Hélduð þér, að hann hefði gleymt honum?" „Já, hann hegðar sér að minnsta kosti, eins og hann hefði gleymt honum. Hann hefur aldrel skrifað honum, eða látið heyra frá sér á nokkurn annan hátt.“ Rhoda skildi ekki hvert hún var að fara. „Eg skil ekki —“ „Ekki orð. Ekki lífsmark, frá þeim degi er við skildum. Ekki einu sinni á afmælisdögum." „Ég skil ekki,“ sagði Rhoda undrandi. „Þér talið um hann, eins og hann væri lifandi...“ „Já, auðvitað er hann lifandi. Sagði Dudley yður, að hann væri dáinn?“ „Já. Þekkið þér . . . sjáið þér drenginn?“ Frúin brosti. „Auðvitað. Hann er sonur minn.“ „Sonur yðar? En —“ „Hvað er að?“ konan gekk að Rhodu, „Þér eruð svo æst. Hvað er að?“ „Ekkert. Það er bara — að — Dudley sagði mér einu sinni, að Gavin væri óskilgetinn." „Gavin? Þvilíkt og annað eins.“ „Þetta er væntanlega ekki misskilningur ? Það eru ekki til tveir synir? Hann átti víst ekki son, áður en hann giftist yður — lítinn dreng, sem dó ?“ F'ramhald á bls. 24. Með því að spara með líftryggingu öðlist þér öryggi, sem tryggir framtíð yðar og fjölskyldu yðar. Séuð þér líftryggður, er f jármagn fyrir hendi, þegar þörfin er mest. Við langvinn veikindi eða tap á vinnugetu, greið- ir félagið iðgjöldin. Þér þurfið ekki að endur- greiða það fé, þegar heiisan batnar. &§ji Draga má allt að 2.000,00 króna iðgjald frá tekj- um við skattaframtal. Gerið yður grein fyrir, hver áhrif það hefur til lækkunar á skatti yðar. liynnið yður kjör og iðgjöld okkar. Það getur tekið mörg ár oð byggja upp þaö öi'yggi, sem fœst á einum degi meö LIFTRYGGINGU ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. AUSTURSTRÆTI 10 — SÍMI 17700 — REYKJAVÍK. — UMBOÐSMENN UM ALLT LAND — Byggið upp öryggi fyrir heimili yðar á einum degi 26 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.