Vikan - 23.04.1959, Side 27
ORÐ í TÍIVIA TÖLUÐ
Hugsjónalitlir liáskólaborgarar.
Enda er blær skólalífsins ann-
ar eh margir gerðu sjer vonir
um, er þeir komu þar sem gest-
ir í fyrsta sinn. Það liggur ein-
hver ólyfjan í loftinu, og hefir
hún deyfandi áhrif á sálarlífið.
Mjer finst við ganga í svefni.
Það vantar lifandi áhugamál;
maður saknar hinnar hressandi
hafgolu, sem ætti að leika í
kringum svona marga unga
menn. Jeg hefi líka heyrt því
fleygt, að íslenzkir stúdentar
sjeu álitnir hugsjónalitlir menn.
Það er eitthvað að. 1 fyrsta lagi
ríkir hjer í skólanum óheilbrigð-
ur hugsunarháttur. Hann er sá,
að forðast beri að læra meira,
en það, sem minst má komast
af með eða jafnvel minna. Jeg
veit ekkert hvaðan þessi hugs-
unarháttur er runninn. En lík-
legt þykir mjer, að þeir, sem
nauðugir sitja, og hafa setið, í
skólanum, eigi sök á honum.
Það lifir oft lengst sem skemmst
ætti að lifa, en virðist svo sem
þessi hugsunarháttur hafi byrr
undir báða vængi. Er það full-
ljóst hversu skaðlegur hann er
fyrir siðferðislegt þrek, og
verða þeir harðast úti, sem
verða vildu bestir menn; því
flestir verða honum að bráð.
Jóhann heitinn Sæmundsson, pró-
fessor. Skólablað Mentaskólans, 1. 4.
1926.
Kveðið til þrastar.
Nú þrösturinn voróðinn syngur
sinn
um sólina bjarta og fríða.
Það vekur mig árla ómurinn,
sem andar um geiminn víða.
Þú situr við gluggann —, jeg
söngvana finn
að sál minni friðandi líða.
Ó, vertu æ hjá mjer, vinur-
inn minn,
á vorin, þá hugraunir svíða.
Þær hverfa við unaðaróminn
þinn,
er á þig jeg fæ að hlýða.
Ó, þröstur. Þú syngur í sál
mína inn
sumarið ljúfa og blíða.
Friðjón Skarphéðinsson, dóms-
málaráðherra. Skólablað Mentaskól-
ans, IV. 1. 1928.
„Afleiðingarnar leita orsakanna
meðal tækifæranna“.
Afleiðingar einkunna þessara
eru úlfúð, öfund og dúxasýki
— kendir, sem aldrei verður
nógsamlega bölvað, — meðal
nemenda innbyrðis en andúð og
óvild til kennara þeirra er eink-
unnina gáfu.
Hræðsla við lága einkunn leið-
ir af sjer allskonar glundroða
og á sök á mörgu skrópi og af-
sökun. Lág einkunn hvetur
menn ekki til að gera betur,
heldur þvert á móti. En versti
ókosturinn á yfirheyrslu- og
einkunnafyrirkomulaginu er sá,
að það kemur smátt og smátt
inn hjá nemendum röngum
skilningi á náminu, þeim, að
þeir sjeu ekki að læra fyrir
lífið heldur fyrir kennarana og
skólann. Menn hætta að lesa,
nema þegar þeir búast við að
geta komið upp . . .
.... Jeg ætla mjer ekki að
koma með neinar tillögur. Það
geta þeir gert, sem hafa helg-
að líf sitt skólamálum. En jeg
vildi aðeins benda á leið, sem
mjer finst að yrði happasælli.
Það er að leggja niður einkunn-
ir, bæði daglegar og mánaðar-
legar. 1 stað þeirra mættu koma
rækilegri árspróf og tíð smá-
próf skrifleg á vetuma, og í
stað yfirheyrslukenslu ætti að
koma bekkjarkensla, sem sum-
ir kennarar hafa þegar tekið
upp. Hygg jeg að sú breyting
mundi verða námi og lífi þessa
skóla drjúgum hollari en mín-
usahræðsla og einkunnalestur . .
Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi.
Skólablað Mentaskólans, II. 2. 1927.
Til heimalings.
Gerðu þjer nú lífið ljett,
þótt löngun togi.
Guð mun ráða gæfudegi,
gæt að þá hann rís úr legi.
Símon Jóh. Ágústsson, prófessor.
Skólablað Mentaskólans, I. 3. 1926.
Nú fann ég hvað er að. Bíllinn er
benzinlaus.
OHH, loksins fékk hann kjarkinn.
EINANGRIÐ^
Þér fáið einangrunarkostnaðinn end-
urgreiddan á fáum árum í spöruðu
eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir
yður sjálfa og þjóðfélagið i heild að
spara eldsneyti svo sem unnt er, og
þar að auki er hlýtt hús (vel einangr-
að) mun notalegri vistarvera en hálf-
kalt (illa einangrað).
í eftirfarandi töflu er útreiknaður árlegur sparnaður í hita-
kostnaði, ef einangruð er 10D m- steinplata yfir íbúðarhæð og
þak yfir plötu er óeinangrað. ,
Sé platan ó- einangruð kostar hita- tapið árlega Sé hún ein- angruð með steinull af þykkt: verður hita- kostn. kr. og sparnað- urinn kr. Og einangr- unarefnið kostar: kr.
6 cm steinull 400,00 2.100,00 4.400,00
kr. 2.500,00 9 cm — 270,00 2.230,00 6.000,00
12 cm — 225,00 2.275,00 8.000,00
Útreikningarnir eru framkvæmdir í samræmi við það sem venja
er til um slíka útreikninga, og er olíuverðið reiknað kr. 1,00
pr. liter.
Lækiargötu . Hafnarfirði . Sími 50975
VIKAN