Vikan - 07.05.1959, Page 11
TOT
Lolíta er nafn á bók, sem hefur
verið metsölubók undanfarna mán-
uði í Bandaríkjunum og valdið mikl-
um deilum. Sumir segja að hún sé
hneykslanleg og klúr — aðrir segja,
að hún sé listaverk. Eitt er víst, að
bókin hefur vakið marga til umhugs-
unar á aðkallandi vandamáli um all-
an heim.
Bókin hefur verið þýdd á átta
tungumái, en er bönnuð í Frakk-
landi og í mörgum bókasöfnum I
Bandaríkjunum. Það stendur nú til
að hún verði gefin út í Bretlandi,
nema hún verði bönnuð þar líka.
Söguhetjan Lolíta er aðeins á þrett-
ánda ári, en hún er samt komin á
kynþroska aldur. Hún málar á sér
varirnar, hugsar um að ganga í aug-
un á piltunum og hegðar sér eins og
hún væri ung stúlka. Hún hefur haft
mök við pilta og jafnvel fullorðinn
mann.
Lolita er aðeins skáldsagnarper-
sóna — samt er hún raunverulega til.
Hún gæti verið hér í Keykjavík —
jafnvel átt heima í sömu götu og
við.
Um vornótt féll hrím og héla þung
svo hélkalt á blómin veik og ung . . .
Æskan vorið og hið tæra morgun-
sár er það sem skáldin yrkja bezt og
fegurst um.
Ekkert er jafn vakandi í minning-
unni og hugsað til með jafn miklum
trega og liðin æskuár. Það er þvi
raunalegt til þess að vita að til skulu
vera þeir, sem ekki fá notið æskunn-
ar, eða jafnvel glatað henni með
öllu.
Ekkert er jafn fagurt og sólbjart-
ur vormorgun, þegar „Hið bliða vor
sig býr i skrúð“ en ekkert er vor-
gróðrinum hættulegra en frostnótt-
in.
Það vorar fyrr en áður hér á okk-
ar kalda landi — og unglingarnir
eru meira bráðþroska en áður var,
bæði hér og i öðrum norðlægum lönd-
um.
Stúlkubörn verða oft það sem kall-
að er fullþroska á aldrinum 13—14
ára og einstöku jafnvel fyrr. Þetta
er sú staðreynd sem mörgum for-
eldrum gengur erfitt að skilja, ekki
síst þegar um uppvaxandi dætur
þeirra sjálfra er að ræða, því það er
vitanlega óskhyggja allra foreldra
að börnin þeirra, sérstaklega dæt-
urnar, séu börn sem lengst, enda
margar sem eru það í þessa orðs
bezta skilningi. En það er ekki um
þær sem vandamálið snýst — heldur
þetta nýorðna „fullorðna fólk“ sem
skilur ekki fyllilega sjálft sig og er
hinum eldri enn meiri ráðgáta. Þess
vegna — oft í vandræðum sínum —
gera þessir unglingar einskonar upp-
reisn til að reyna að sýna heiminum
að það sé orðið fullorðið fólk. Alltaf
leiðir þetta til einhverra vandræða
eða erfiðleika og ef foreldrarnir eru
ekki vandanum vaxnir að leiðbeina
og hjálpa út úr ógöngunum — oft
tií hreinnar glötunar.
Á útigangi.
Víða um heim og einnig hér á landi
eru margar ógiftar mæður, sumar
aðeins skólastúlkur 14—16 ára
gamlar.
Af hverjum 100 börnum, sem fæð-
ast hér á landi, eru um og yfir 25
óskilgetin.
Það er eins með þetta og annað,
maður sljóvgast fyrir ömurlegu hlut-
skipti annara, sérstaklega ef það er
algengt, en varla er hægt að hugsa
ITA
sér meiri plslargöngu fyrir ung-
lingstelpu, en að standa ein uppi i
algjörðu umkomuleysi með afkvæmi
sitt.
Það er ekki aðeins að verða svik-
in af þeim sem treyst hefur verið í
barnaskap og blindni, heldur er ekki
um annað að velja en að þvælast með
barnið sitt manna á milli — eða
brjóta eitt sterkasta lögmál náttúr-
unnar og kasta ósjálfbjarga barni
sínu frá sér.
Úr þessari eldraun kemmst enginn
óbrenndur, hver kosturinn sem tek-
inn er.
Á giftingaraldur að haldast
óbreyttur f
Svo eru hin tilfellin sem ekki eru
eins alvarleg þótt þau séu oftast ó-
heppileg. Það eru trúlofanir ungl-
inganna. 1 sumum löndum hefur það
komið til mála að lækka giftingar-
aldur og hvetja unga fólkið til að
gifta sig fyrr. 1 Englandi (svo mað-
ur geti nefnt tölur) er fjórða hver
brúður yngri en 21 árs þunguð, áður
en hún giftist. Þótt tölurnar tali þessu
máli eru ekki allir sammála um að
læka giftingaraldur. Þeir sem á móti
mæla byggja skoðun sína á því, að
þótt unglingarnir séu líkamlega
þroskaðir, hafi þeir sjaldnast sam-
svarandi andlegan þroska, þeir séu
þess vegna ekki undir það búnir að
taka á sig þá miklu ábyrgð sem
hjónabandinu fylgi.
ómari nokkur í enskum skilnaðar-
rétti sagði nýlega: „Þetta er fimmta
skilnaðarmálið, sem ég hef til með-
ferðar í dag þar sem hjónin hafa
gifzt yngri en 20 ára.“ Þessar skiln-
aðartölur sýna bezt nauðsyn þess,
að aldurstakmarkið sé haft óbreytt.
Það má lengi deila um hver sé bezta
lausnin á þessu vandamáli, og jafn-
vel og hver sé aðal ástæðan.
Kirkuleiðtogar og valdhafar víða
um heim ræða þetta vandamál og
leita úrlausna.
Sumir halda því fram að það sé
fyrst og fremst skortur á ábyrgðar-
tilfinningu og sómatilfinningu hjá
yngri kynslóðinni sem mestu valdi,
rn ekki að það sé svo miklu fyrr
kynþroska en t. d. næstakynslóð á
undan.
Ef við reynum að leggja niður
fyrir oklcur úrlausn á þessu máli má
segja að það sé ekki aöeins ákjósan-
legt, heldur sjálfsagt að vekja sem
mest ábyrgðartilfinningu og sóma-
tilfinningu hjá öllum ungmennum,
þar sem þetta tvennt er hyrningar-
steinn undir líf þeirra og starf, en
við megum ekki forðast þegar kom-
ið er á kynþroskaaldurinn að ræða
við unglingana eins og fullorðið fólk,
s^m það að vissu leiti er, og leitast
við að gefa þeim ófullkomnu ráð
sem við þó getum gefið þeim til þess
að forðast aðal árekstranna.
Og svo síðast en ekki sizt þetta. —
Ef i ógöngur er komið reynum þá
að hjálpa þeim sem í þeim hafa lent,
bæoi fjölskyldan og þjóðfélagið svo
að einstaklingurinn þurfi ekki að
liða kannske allt sitt líf.
HVERIMIG SEFUR ÞÚ?
Framhald af bls. 4.
málverk fyrir augum manns og boli
burt hinum óþægilegu hugsunum. En
þá má maður ekki líta myndina sem
einungis eina heild, heldur athuga
hana í smáatriðum, fagra blóma-
breiðu, bát á sgilingu eða fagran
fjallasal.
Endurtaktu þessa tilraun, ef hún
heppnast ekki í fyrsta sinn. Þú veizt,
hvað hugsanir geta verið reikular,
þegar maður er að sofna. Sé svefn
þinn hundraður af einhverju ákveðnu
vandamáli, sem þú ert að fást við,
reyndu þá að hugsa um eitthvað ann-
að á sama augnabliki. Takist þér það,
skiptu þá aftur og farðu að hugsa
um það þriðja. Með því að likja þann-
ig eftir hinum reikulu hugsunum
þínum, sem þú hugsar, þegar þú ert
að sofna, muntu oftlega finna hvíld.
Sé ástandið alvarlegt verður þú að
læra að „slappa" af. Enginn getur
sofnað án þess.
Það ei' rétt að leggja áherzlu á,
að óttinn við að geta ekki sofnað er
ein af aðalorsökum svefnleysis.
Flestir vita hvernig þessu er varið.
Þú lást vakandi meginhluta nætur í
nótt, ef til vill líka í fyrrinótt. Og í
nótt hugsarðu: Eg sofna ekki frem-
ur í nótt en endranær.
Á þennan hátt nær óttinn tökum á
þér og svefnleysi það, er átti sér
kannske eðlilegar orsakir, áttu nú
stöðugt yfir höfði þér.
Þetta skaltu aldrei láta henda þig.
Þó maður geti ekki sofið eina og
eina nótt, hvað gerir það til. Þú ert
aðeins dálítið illa fyrirkallaður dag-
inn eftir. Það er hægt að láta sig
hafa það, og enginn hefur enn dáið
úr svefnleysi! Segðu við sjálfan þig:
Fyrst ég svaf illa í nótt, þá sef ég
þess betur næstu nótt. Þessi ályktun
er rétt, og það er fyrst þegar óttinn
grípur um sig, að þetta náttúrulög-
mál fer úr skorðum.
Þegar þú ert búinn að sannfæra
sjálfan þig um, að það gildi einu,
hvort þú sefur í nótt eða ekki, byrj-
aðu þá að draga andann sem sof-
andi maður, þ. e. dragðvi andann
hægt að þér, en andaðu hratt frá
þér. Það er alltaf góð regla að líkja
eftir hinu eðlilega, ef það kemur
ekki af sjálfu sér. Og sjáðu til hvort
þú ekki sofnar.
Svefninn er einn hinn mikilvæg-
asti þáttur í lífi voru, hann endur-
nýjar stöðugt líkama og sál og sér-
hver maður, sem ber heilsu sina fyr-
ir brjósti, ætti að kynna sér öll
vandamál í sambandi við hann. Og
hafi maður gert það mun manni
skiljast, að takmarkið hlýtur að vera
svefn án meðala. Það er ekki þai-
með sagt, að litla, hvita taflan geti
ekki orðið mörgum til mikillar
hjálpar, til þess að gleyma sorgum
og áhyggjum, sem fólk verður
snögglega fyrir eða þegar sjúkdóm-
ar og þjáningar koma i veg fyrir
eölilegan svefn. En það er í alla staði
hollara að sofa án notkunar svefn-
meðala. Það skaltu festa þér í minni.
Erik Olaf-Hansen
VIKAN
11