Vikan


Vikan - 07.05.1959, Side 26

Vikan - 07.05.1959, Side 26
Lykill að . . . Framhald af bls. 18. Eustace rétti henni aðra örkina af hinu fjögurra mánaða gamla bréfi Marellu til hans. Hún las það og rétti honum aftur og hann kuðlaði því snöggt saman, fleygði því í ar- ininn og horfði á það brenna. „Heyrðu nú, Eustace,“ sagði Vero- túca, „ég þekki Marellu betur en þú. Þetta líður hjá. Taktu þetta ekki svona alvarlega. Hvenær kemur hún til bæjarins?“ „Hún kemur síðdegis í dag. Hún sagðist koma um fjögurleytið og fara þegar heim til sin. Ég veit ekki, hvort ég ætti að fara heim til henn- ar og tala við hana.“ Jú, það væri ágætt. Gerðu það,“ sagði Veronica. Eustace tók hatt sinn og fór. Klukkan tuttugu mínútur yfir fimm hringdi siminn hjá Veronicu. f»að var Eustace. Hann virtist tauga- östyrkur. „Veronica —“ sagði hann. „Hún hefm- gert það.“ .Jlvað segirðu ? Hvað hefur hún gert?“ Veronica stirðnaði upp. „Hún hefur skotið sig,“ sagði Eu- stáce. Nokkur stund leið áður en Vero- nica gæti komið upp orði. „Vesalings Marella,“ sagði hún hrærð, „og aumingja þú. Hefurðu gert nokkuð í málinu?“ ,fÉg hef hringt til Scotland Yard", sagði Eustace brostinni röddu. „Ég verð að vera hér, þangað til þeir fcoma.“ Siðdegis daginn eftir, þegar Eu- stace sat og drakk te með Veronicu Mailow, kom leynilögreglumaður frá Scotland Yard. Eustace hafði búist við, að hann yrðí spurður ýmissa spurninga og hann var undirbúinn. Leynilögreglumaðurinn afþakkaði iebolla, sem Veronica bauð honum. „Herra Maninway“, sagði hann, „cg hefi nokkrar spurningar, sem ég vildi gjarna leggja fyrir yður. Þær cru þó aðeins formsatriði. Við tók- um reyndar af yður skýrslu síðdegis í gær, en þér voruð eðlilega í upp- námi. ’Ég vil nú biðja yður að segja mér nákvæmlega allt, sem skeði, eft- ir að þér fóruð frá frú Mailow og tjélduð til húss frú Gallery i St. Johns Wood.“ Eustace hóf frásögnina. Hann var alveg hissa á hversu rólegur hann gat verið. „Ég hringdi fyrst til frú Gallery og hún var ekki enn komin heim,“ sagði hann. „Því næst tók ég leigu- bil og ök þrjá fjórðu hluta leiðar- innar. Ég greiddi bílstjóranum og hélt áfram fótgangandi. Eg kaus að ganga, því að ég vildi hugsa betur, hvað ég skyldi segja. Mér þótti erfitt að þurfa að eiga þetta samtal við frú Gallery. Eins og þér vitið stendur húsið við mjög langa götu. Ég sá bifreið hennar beygja fyrir hornið og nema staðar fyrir framan það. Mér reikn- ast svo, að ég hafi verið í um það bil hundrað metra fjarlægð frá hús- inu. . IÉg sá hana greiða bilstjóranum og ganga síðan upp tröppurnar að tíyrunum. Mér virtist hún vera dá- lítið- reikul í spori. Hún opnaði tösk- una sína, tók upp lykilinn og missti hann á tröppurnar. Mér virtist hún undarlega ringluð. Hún beygði sig niður, tók lykilinn upp, opnaði dyrn- ar og gekk inn, en bifreiðin ók á brotl. Nokkrum mínútum síðar gekk ég upp tröppurnar. I sama mund og ég letlaði að hringja dyrabjöllunn, upp- götvaði. ég,. að dymar voru ekki lok- aðar. JÆér datt í hug, að hún hefði ef til vill séð mig, og látið dyrnar þess vegna standa opnar. Eg gekk inn. Á næsta augnabliki heyrði ég skot- hvell. Ég varð óttasleginn og mér komu í hug þau orð, sem hún hafði sent mér daginn áður — að hún gæti ekki lifað án mín. — Frú Mai- low sá bréfið. En svo herti ég upp hugann og hljóp inn í dagstofuna og sá hana liggjandi þar í sömu stellingum og þer sáuð hana.“ „Ég vildi gjarna fullvissa mig um, að ég hafi tekið rétt eftir,“ sagði lög- regluforinginn. „Þér voruð í hér um bil eitt hundrað metra frá húsinu, þegar þé sáuð frá Gallery borga bíl- stjóranum, ganga upp tröppurnar að aðaldyrunum, taka lykilinn upp úr töskunni, missa hann, taka hann upp aftur og fara inn, en sáuð bílinn fara eftir það. Eruð þér alveg viss um þetta?“ „Já, fullkomlega,“ svaraði Eustace. „Ég legg mikla áherzlu á þetta atriði," hélt lögregluforinginn áfram, „og ég skal segja yður hvers vegna. Við höfum komist að þvi, að frú Gallery lét smíða annan lykil að aðal- dyrunum fyrir nokkrum mánuðum. Hver fékk þennan lykil — voruð það þér, hr. Maninway ?“ „Jú, það er rétt,“ sagði Maninway án þess að hika. „Frú Gallery gaf mér lykil að húsinu, en ég hef sakn- að hans nú um mánaðartíma. Ég veit ekki, hvernig ég glataði honum.“ Lögregluforinginn kinkaði kolli og hélt áfram: „Þér voruð í tæplega eitt hundrað eða jafnvel sextíu til 80 metra fjarlægð frá húsinu, þegar þér sáuð frú Gallery taka upp lyk- ilinn o. s. frv„ og opna —- og dyrnar stóðu opnar, þegar þér kornuð?" „Já,“ sagði Eustace. „Mér þykir leitt að þurfa að biðja yður að koma með mér á lögreglu- stöðina, hr. Maninway,“ sagði lög- regluforinginn. „Ég er með bifreið hérna fyrir utan. Ég skal segja yður, að við höfum talað við bílstjórann, sem ók frú Gallery í gær. Hann skýrði svo frá, að hann hefði opnað dyrnar fyrir hana með einum af hans eigin lyklum. Frú Gallery uppgötvaði nefnilega, er hún ætlaði að opna, að lykillinn hennar var týndur. Hún leitaði á náðir bílstjórans og hann hjálpaði henni að opna dyrnar. Það er undarlegt, að þér skylduð ekki hafa orðið var við það. En ef til vill getið þér gefið einhverjar nánari skýringar, þegar á stöðina er komið.“ Hvít þrælasala . . . Framhald af bls. 15. þær mega ekki segja eitt einasta orð hvorki við aðrar konur né hús- bóndann. Geti þær þagað i heilt ár, er hagur þeirra nokkuð bættur og fá þær þá yfir nokkrum öðrum konum að segja — og heppnist að þegja í þrjú ár, hefur „sheikinn" lofað henni að gera hana að eftirlætiskonu sinni og bæta kjör hennar í fangelsinu að mun. En hingað til hefir engin getað þetta . . . En jafnvel hjónabönd, sem stofn- að er 'til af ást fara oftast út um þúfur — hvít kona getur aldrei orðið hamingjusöm í Austur-löndum og Arabar eru slæmir eiginmenn, og geta í þokkabót verið ótrúir lögum sam- kvæmt. Eiginkonan hefur engin rétt- indi í hjónabandinu — hún er algjör- lega á valdi mannsins. Giftist hún Araba, segir hún um leið skilið við frelsi sitt. Þess vegna, min kæra unga stúlka -— farðu ekki til Austurlanda til að gifta þig! Það er alveg áreiðanlegt, að þú myndir verða fyrir vonbrigð- um með allt. Og, taktu nú eftir, hinir forriku Arabahöfðingjar, sem óska eftir evrópskum konum, eru í langflestum tilfellum ekki ungir Herkúlesar, heldur gamlir og gigt- veikir karlar! Sjálfvirki olíubrennarinn Er fullkomnastur að gerð og gæðum. Sjö stærðir oftast fyrirligjandi fyrir flestar gerðir af miðstöðvarkötlum: Gcs: 0.75—2.00 gall/klst. Gc 1 1.50—3.00 — — Gc 2 3.00—4.50 — — Gc 3 3.00—7.50 — — Gc 4 7.50-13.00 — — Gc 5 12.00-21.00 — — Gc 6 20.00-33.00 — — Leitið nánari upplýsinga hjá oss áður en þér festið kaup annarsstaðar. OLÍUFÉLAGIÐ H.F. (€sso) Reykjavík — Sími 24380. 26 VTKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.