Vikan


Vikan - 14.05.1959, Side 2

Vikan - 14.05.1959, Side 2
Járn- og trésmíðavélar Pólskar tré- og járnsmiðavélar, sterkar og vandaðar, afla sér aukinna vinsælda hér á landi sem annars staðar. Bandsagir Þykktarheflar Afréttarar Slipivélar Hjólsagir Sambyggðar trésmíðavélar Rennibekkir Borvélar Frœsivélar Heflar Vélsagir Lofthamrar Snittvélar Loftpressur o. fl. Hverfisgötu 42. — Sími 19422. Vígbúizt gegn óvæntum atburðum á heimilinu, hafið alltaf við hendina UHU límið, límir allt Orð í tima töluð „. . . Dansklunduð yfirráð . . .“ Þess má geta jafnframt, að þessi kensla í dönskum bókmentum er kák eitt og aðeins til að sýnast. Því að við lesum altof lítið eftir hvern höfund til þess að kynnast honum til nokk- urra muna. Og gagn það, sem við ættum að hafa af bókmenntasögunni, hverfum alveg fyrir því, hve mikið þululærdómssnið og yfirborðs- bragur er á kenslunni í henni. Við erum að vísu látin lesa og læra utanbókar um fáeina höfunda frá 19. öldinni og nokkra fleiri. En hvað hefur það að segja? Okkur hundleiðis bókin, eins og eðlilegt er, og enginn lærir neitt að gagni úr henni. Það, sem minnisstæðast kann að vera úr þessari bókmenntasögu, er ef til vill það, hve ótrú- lega margir af höfundunum, sem í henni eru nefndir, eru „Præstsönne fra Jylland" — og eitt- hvað meira. Það er sanni næst, að dönskunni er skipaður of veglegur sess með öðrum námsgreinum skólans. Því það er ekkert smáræði, að læra hana sex vetur. Og mönnum verður á að spyrja sjálfa sig, hvernig geti á þvi staðið, að lögð er svona mikil áhersla á námsgrein, sem ekki er erfiðari og þarf- ari en danskan er. Helst veður fyrir svarið, að aðal-áherzlan liggi í þvi, að dönskukenslan sje orðin nokkurskonar hefð í skólanum, að hún sje arfur frá fornum tímum, þegar dansklunduð yfir- ráð rjeðu kenslumálum hjer á landi. Jóhann Salbeg Guðmundsson, (sýslumaður), Skólablað Mentaskólans, VII. 1. 1931. o----o „. . . til bölvunar öllum . . .“ Hin leiðandi ljós á sviði stjórnmálanna ættu að vera menn útskrifaðir úr Menntaskólanum. Það- an ættu menn fullir áhuga á umbótum og upp- byggingu lands og þjóðar að koma. En hver er reynslan í þessum efnum? Héðan úr skóla koma menn uppbelgdir af er- lendum öfga- og ofbeldisstefnum, sem þeir síðan gagnsýra þjóðfélagið með, til bölvunar öllum and- legum og menningarlegum framkvæmdum og framförum. Og margir öfgaflokkar í stjórnmálum og öðru hafa fyrst fæðst innan veggja Menntaskól- ans,. og enn þann dag í dag telja sumir þessara flokka aðalstyrk sinn þar sem eru stúdentar héð- an úr skóla og benda mönnum á það, sem dæmi um ágæti stefnu sinnar. Og hinn ungi mennta- mannalýður, sem hlotið hefir sitt pólitíska uppeldi í félögum Menntaskólans, brosir af ánægju yfir áliti forystumanna hinna pólitísku flokka á hon- um . . . Áskell Löve (grasafrœðingur), Skólablað Menntaskólans, X. If.—5. 1935. o----o Sléttubönd. Fremur dyggðir, aldrei er óvin málsins sanna. Harmur bezti, varla ver vondar hvatir manna. Haukur Kristjánsson, (lœknir), Slcólablað Menntaskólans, X. 3. 1935. o----o Ýmsar fyrningar úr Menntaskólablöðum. Eitt sinn var um það rætt í 5. B, að Páll Svein- son gæti ekki kennt frönsku, því að hann hefði ekki komið til Frakklands. Þá varð Pétri Pálma- syni að orði: „Aldrei hefur séra Bjarni komið til himnaríkis!“ Jóhannes Áskelsson: Þegar Katla gaus hér um árið barst askan til margra nálægra landa og meðal annars komu þykkir „öskubakkar" til Svíþjóðar. HEILDVERZLIJN H. A. TULINIUS VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.