Vikan - 14.05.1959, Qupperneq 10
Þriggja herbergja íbúð í norsku
sambýlishúsi
1) Norðmenn hafa gert ýmsar merkilegar tilraunir mcð sambýlishús eftir
stríð. Þeir hafa umfram allt lagt sérstaka alúð við hina hagkvæmu hlið
málsins — nýtingu flatarmálsins og ekki síður hitt, hvað allur aimenn-
ingur getur leyft sér.
Ibúðir í norskum sambyggingum eru yfirleitt minni en gengur og ger-
ist hér. Hér er sýnishom af þriggja herbergja fbúð, sem er að flafarmáli
80 fermetrar. Nýting flatarmálsins er að mörgn leyti athygiisverð en þó
em á vankantar eins og oft. vill verða. Örin sýnir, hvar gengið er inn af
stigaganginum. Fatahengi er til vinstri og gengt þaðan beint í eldhús. Eitt
er athyglisvert: Mjög litill hluti gólfflatarins fer undir ganga. Sá kostur er
að ganga í svefnherbergi hjóna úr stofunni. Með þvi er hægt að losna við
langan og leiðinlegan gang, en gallalaust er það þó ekki að þurfa að ganga
gegnum stofu til þess að komast f svefnherbergið.
Ilaðherbergið er sett inn í miðju hússins. Mörgum finnst það ærinn
ókostur að hafa ekki baðherbergið við útvegg og glugga. En ekki verður
alltaf á allt kosið og fyrir vikið fæst mjög skemmtilegur borðkrókur, sem
raunar er borðstofa, milli eldhúss og stofu. Efsti hluti skilveggjarins milli
borðkróksins og baðherbergisins er úr möttu gleri og fæst þannig birta inn
f baðherbergið. Sérstök ástæða er til þess að vanda loftræstingu f baðher-
bergi þar sem svona hagar til.
Svalirnar era byggðar inn að hálfu leyti og er það mjög gott. Á mörg-
um hérlendum sambýlishúsum er ekki hálft gagn að svölum, vegna þess
að þeim er tyllt utan á vegginn, svo vindar nái sér þar sem bezt. niður.
2) Baðherbergið. Baðkerið er með „svimtu“ og hægt að draga plasthengi
fyrir það. Efst í veggnum — milli eldhúss og baðherbergis er gluggi.
8) Séð inn í eldhúsið úr borðkróknum. Það er rúmgott og bjart. Norskar
eldhúsinnréttingar eru ekki verulega frábmgðnar íslenzkum.
4) Bamaherbergið. Hér er gott pláss fyrir tvö börn, a. m. k. þangað til
þau em komin vel á legg. 1 herberginu em praktisk og sterk húsgögn.
mm—S5 i 1 i
,
m *•
■
' ■.?'
■
2
Arkitektar:
Christiansen
og
Bosland.
5) Stofan, séð frá
svefnherbergisdyr-
unum. Næst til
vinstri sér í for-
stofu og lengra til
vinstri í hinn rúm-
góða borðkrók.
Handan við heila
vegginn þar á milli
er baðherbergið;
tvöföld vængja- f"
hurð opnast út á f
svalirnar. J
i