Vikan - 14.05.1959, Side 14
Aga Khan IV. í hásœti ■— vinstra megin við hann situr Amira bróðir hans
en til hægri prins Sadruddin föðurbróðir hans.
AGA K
drottnari og andlei
Múhame
Begum og Aga Khan 3.
Ismailitar eru sértrúarflokkur,
grein út frá Sjia, sem aftur er önnur
aðalgTein Muhameðstrúarmanna.
Hinn andlegi titill yfirdrottnara
þeirra er — iman — hinn veraldlegi
— Aga Khan. — Þeir halda því fram,
að Ali, sem giftur var Fatimu dótt-
ur Muhameðs spámannsins hafi ver-
ið útvalinn af Allah sem eftirmaður
Múhameðs, — iman —.
Hann átti að vera yfirmaður
hinna trúuðu og einnig að skipa spá-
mannlegt sæti Múhameðs.
Ali var þvi hinn fyrsti iman. Síð-
an hafa komið fram nokkrir imamar,
en ágreiningur er um tölu þeirra.
Ismailitar eru þeir kallaðir, af þvi
að þeir vænta endurkomu eins hinna
elztu imama, er hét Ismail sem
lausnara sins, sem á þeirra máli er
Mahdi.
Það er nú liðið hálft annað ár,
síðan Karim hinn 21 árs gamli
Harward-stúdent, sonar-sonur Aga
Khans m. var krýndur sem imam
og Aga Khan IV. og tók þar með
við andlegri og veraldlegri forsjá 20
milljóna manna samkvæmt fyrir-
mælum í arfleiösluskrá afa síns, hins
volduga imams Aga Khans III.
Ættorni Aga Khans IV. má rekja
til spámannsins.
Hasan Ali Shah, sem varð Aga
Khan I., var afkomandi Fatímu, dótt-
ur Múhameðs spámanns. Hann var
fæddur í Persíu um 1800 og giftist
dóttur Persakeisara. Þeirra son var
Aga Khan II., er giftist egypskri
prinesssu. Einkasonur þeirra var svo
Aga Khan HI. og sonarsonur hans er
Karim hinn nýkrýndi Aga Khan IV.
Hln kristna móðir ismamsins.
Karim er sonur Ali Khan og prins-
essu Joan, sem er fyrsta kona Ali
Khan, hún er komin af enskum há-
aðli, dóttir Churstown lávarðar.
Hertoginn af Bedford, sem nefndur
hefur veriö í sambandi við Margréti
Bretaprinsessu og Karim eru systra-
synir.
Móðir hans valdi honum riafnið
Karim, sem þýðir betlari, þvert ofan
í vilja manns síns og tengdaföður.
Kai’im er nafn, sem allir eiga gott
með aö nefna, hvaða tungumál sem
þeir tala, voru rök móðurinnar. Það
er stutt, og það er einfalt, og það
er að finna í Kóraninum. Joan prins-
essa er gáfuð og vel menntuð kona.
Hún var ávalt í miklum metum hjá
tengdaföður sínum og eftir honum
haft, að hún sé ein fegursta og sið-
fágaðasta kona, sem hann hafi
kynnzt.
Á milli þeira rikti einlæg vinátta,
þótt þau væru skilin, hún og sonur
hans.
Ég tilheyri bæði austri og vestri . . .
Karim var 14 ára að aldri og
Amim bróðir hans árinu yngri þegar
foreldrar þeirra skildu. Móðir þeirra
lét sér mjög annt um uppeldi þeirra
og var stöðugt samvistum við þá.
Jafnvel þegar þeir þurftu að dvelj-
ast í heimavistarskólum. Þá flutti
hún með þeim og bjó rétt hjá skól-
anum, sem þeir dvöldust i.
Sem ungur drengur hóf Karim
nám sitt við Le Rossey-skólann 1
Sviss, sem oft er kallaður „hinn kon-
unglegi skóli“ vegna þess, hve marg-
ir prinsar og konungsefni hafa dval-
ist þar við nám.
Á styrjaldarárunum tók hún syni
sína með sér til Nairobi, Kenya i
Afriku, þar sem hún lét kenna þeim
bænir Múhameðstrúarmanna, helgi-
siði þeirra og venjur.
Enda þótt hún sjálf sé kristinnar
trúar, leggur hún mikla áherzlu á, að
synir hennar fræðist sem bezt í öllu,
sem þeirra trú býður og boðar.
Öll hin æðri trúarbrögð eiga margt
3ameiginlegt, segir prinsessan, en
Múhameðstrúin er trú feðra sona
minna.
Hjá Ismailitum eru konur jafn-
ingjar karla. Þær fá sömu menntun
og eru löglegir meðlimir æðsta ráðs
þeirra. Það er öðru máli að gegna
með aðrar greinar Múhameðstrúíir-
manna.
Faðirinn heimsfrægur munaðar-
seggiu-.
Það virðist engin óánægja meðal
Ismailita yfir þeirri ráðstöfun Aga
Khan III. að láta son sinn Ali Khan
víkja fyrir sonarsyninum.
,,Mér er ómögulegt að ætla, að fað-
ir minn geti borið óvildarhug til
mín,“ var svar Karims við þeirri nær-
göngulu og ósmekklegu spumingu
eins blaðamannsins, hvort hann héldi,
að faðir hans væri afbrýðissamur
gagnvart honum, þar sem gengið
\æri fram hjá honum sem -imam-.
Það getur ekki hjá því farið, að hið
óhóflega gleðilíf og svall kvennabós-
ans Ali Khan hafi markað spor I
líf og huga sonar hans. Karim er
mjög hlédrægur og varfærinn og það
jafnvel um of, að því er margir telja. '
Það gengur ekki sporlaust yfir
gáfað ungmenni eins og Karim, sem
er búinn að sýna, að hann er bæði
framgjarn og kröfuharður við sjálf-
an sig, að vita, að meðan hann er
þetta ungur að árum og ekki enn bú-
inn að sýna og sanna heiminum, að
hann haldi fast við þá lífsstefnu,
sem hann hefur þegar valið sér og
sem afi hans hefur sýnilega treyst
honum til að halda, muni skugginn af
hinu ábyrgðarlausa lífi föður hans
hvíla yfir honum i hugum fólksins.
Það er þetta, sem gerir hann tor-
14
VIKAN