Vikan


Vikan - 14.05.1959, Qupperneq 20

Vikan - 14.05.1959, Qupperneq 20
GYÐJA Ferðin upp fljótið hafði verið mjög hættuleg og spennandi, en ég komst samt heilu og höldnu til borgarinnar, þar sem landsstjórinn hafði aðsetur sitt. Hann var geysilega áhugasamur listaverkasafnari og sögusagnir gengu um það, að á velgengnisárum sínum hefði hann notað pólitiska að- stöðu sína hvað eftir annað til þess að krækja í ómetanlega listafjársjóði og beitt hreinu ofbeldi. En árangur- inn var sá, að hann átti marga fá- gæta, dýrmæta og mjög gamla, kín- verska listmuni. Ég kom hins vegar aðeins í þeim tilgangi að líta á nokkur handrit. Ég hafði aidrei heyrt um jarðlíknesk- ið af Gyðju Miskunnseminnar, en af tilviljun spurði ég landsstjórann spurningar, sem varð til þess að hann sagði mér eina merkulegustu sögpi, sem ég hef á ævi minni heyrt. Við sátum í dagstofunni og litum yfir handritin, er ég nefndi hið stór- merka safn hans. ,,Æ“, sagði hann og veikt bros lék um varir hans, ,,í dag er það mitt, en á morgun til- heyrir það ef til vill einhverjum öðrum. Enginn á listaverk í meira en hálfa öld. Þess konar hlutir eiga sín örlög. Andi listamannsins lifir áfram í/ þeim. Einkum ef allt hans líf og starf var fullkomnað í einu listaverki. Þannig er það með jaði- styttuna mína af Gyðju Miskunn- seminnar." Hann bað mig að koma með sér upp í turnherbergið, en þar geymdi hann sína dýrustu fjársjóði. „Hver er listamaðurinn ?“ spurði ég- „Ungur, næstum óþekktur maður að nafni Chang Po. Gamla príorinn- an í Cockcrow klaustrinu sagði mér frá honum. Ég varð að gefa klaustr- inu og þeirri gömlu gríðarstóra jörð áður en hún fékkst til að láta stytt- una af hendi. En \> f varð ekki fyrr en nunnan, sem átti jaðigyðjuna, var dauð.“ Styttan, sem var hálfur meter á hæð og hafði einkennilega hvítleitan litblæ með grænum blettum, stóð í miðju herberginu í glerskáp, en í kringum hann var gerði úr steypu- járni svo þungt, að enginn gat hreyft það. „Gangið í kringum hana,“ sagði landsstjórinn," og takið eftir ástinni, að raun um, að hún fylgir yður stöð- ugt með augunum." Ég hafði líka einhvern veginn á tilfinningunni, að jaðistyttan horfði á mig, hvar sem ég gekk eða stóð. Hún var með raunasvip. Litla gyðj- an virtist hafa verið tekin til fanga á átakanlegum flótta. Hún hélt hægri handleggnum hátt upp, en hún sá aftur fyrir sig yfir öxlina. „Hvaðan fékk nunnan hana?“ spurði ég. „Tátið á hana einu sinni enn,“ sagði landsstjórinn,“ og takið eftir ástinni, harminum og hræðslunni í augnaráði ! hennar.“ Hann þagnaði um stund. „Við skúlum fara niður,“ sagði hann skyndilega, svo skal ég segja yður alla söguna." Nunnan, sem hét Meilan, hafði skrafað og sagt frá öllum smáatrið- um, en landsstjórinn hafði grafist fvrir um sannleiksgildi allra aðalat- riða og fundið þau sannleikanum samkvæm. Samkvæmt frásögn príor- innunnar hafði nunnan verið mjög fáskiptin og ekkert sagt um sjálfa ;sig fyrr en á banadægri sínu. Þetta hlýtur allt saman að hafa ! skeð fyrir tæplega hundrað árum. Þá var Meilan ung og hamingjusöm ; stúlka óg bjó í ríkulegu húsi í Peking. Hún var mikið dekurbarn, enda einka- barn háttsetts embættismanns. Fað- ir hennar, sem var strangur dómari, 20 MISKUNNSEMINNAR elskaði hana takmarkalaust. En eins og hjá öllum efnuðum fjölskyldum í Kína er fullt af skyldmennum í hús- inu. Þeir skyldmennanna, sem höfðu fengið gott uppeldi, tóku þátt í stjórn heimilisins, en hinir störfuðu þar sem þjónustufólk. Einn góðan veðurdag kom ungur frændi í húsið. Hann hét Chang Po og var sextán ára að aldri, kátur, kjörugur, lífsglaður og gáfaður ná- ungi. Fjölskyldan varð þegar i stað afar hrifin af honum og húsfreyjan ákvað, að honum skyldi falinn sá starfi að sjá um gesti, þótt hann væri hvorki læs né skrifandi. Hann var einu ári eldri en Meilan og þar sem þau voru bæði börn, léku þau sér mikið saman og hlógu og töluðu, því að Chang Po gat sagt Meilan heilmikið af sögum úr sveita- Hfinu. Eftir nokkrar vikur dofnaði hrifn- ing fjölskyldunnar, því að drengurinn virtist allt annað en auðveldur viður- eignar. Hann var gleyminn og gerði skyldur sínar hroðvirknislega og þoldi illa ofanígjafir, er honum hafði orðið á skyssa. Þá lét móðir Meilan bann fara að vinna í garðinum, og það virtist loks vera það, sem drengn- um líkaði. Chang Po var fæddur til þess að skapa sjálfur, en ekki að læra það, sem heimurinn hafði að kenna. Hann gat búið til hina dásamlegustu hluti með hinum litlu og fíngerðu höndum sínum — fallegar pappírsluktir, skemmtileg og lifandi leirdýr. Er Chang Po var átján ára, var hann orðinn stór og fallegur, og öll fjölskyldan elskaði hann nema hús- bóndinn á heimilinu. Milli frænd- systkinanna hafði myndast gagn- kvæmur trúnaður og vinátta, enda þótt augljóst væri, að aldrei gæti orðið hjúskapur milli tveggja af sömu ætt. Dag nokkurn tilkynnti Chang Po húsfreyjunni, að hann hafði ráðizt í læri til jaðismiðs og hún samþykkti það, þvi að hún sá, að hann eyddi alltof miklum tíma með Meilan. En Chang Po hélt áfram að búa i hús- inu og þegar hann kom heim úr vinnunni, hafði hann meira að segja frænku sinni en nokkru sinni fyrr. „Meilan,“ sagði móðir stúlkunnar dag nokkurn, „þið eruð nú orðin full- orðin, Chang og þú. Enda þótt hann sé frændi þinn, ættuð þið ekki að vera svona mikið saman." Sama kvöld sátu Meilan og Chang Po saman á steinbekk í garðinum. „Chang,“ sagði hún og roðnaði of- urlítið. „Mamma segir, að við meg- um ekki vera of mikið saman, af því að nú séum við fullorðin. Hvað á hún við með því“ ? Chang Po lagði handlegginn utan um mittið á henni. „Hún meinar að það sé eitthvað, sem gerir þig feg- urri í mínum augum með hverjum deginum og vekur þrá mína að sjá þig. Það er eitthvað, sem gerir mig hamingjusamari í návist þinni, en einmana og sorgmæddan, þegar ég er í burtu frá þér. Meilan, við tilheyr- um hvort öðru!“ Stúlkan kjökraði. „Þú veizt, að við getum aldrei gift okkur og foreldrar mínir munu sjá mér fyrir eiginmanni áður en langt um líður.“ „Ég veit aðeins þetta,“ sagði Chang Po og dró hana að sér. „Síðan him- inn og jörð voru sköpuð höfum við tilheyrt hvort öðru, og ég sleppi þér ekki. Það getur ekki verið rangt af mér að elska þig.“ Meilan reif sig lausa og flýði inn í herbergið sitt. Um nóttina lá hún vakandi og hugsaði um það, sem móðir hennar og Chang höfðu sagt. Eftir þessa nótt var hún gjörbreytt. Þeim mun meir, sem þau börðust gegn ást sinni, þeim mun betur fundu þau, að þau voru henni ofurseld. Þau reyndu að forðast hvort annað, en allt kom fyrir ekki. Og eftir þrjá, langa daga hittust þau aftur. Þau höfðu engar framtíðaráætlan- ir. Þau elskuðu hvort annað, og þeg- ar foreldrar Meilan töluðu um, að hún ætti nú að giftast þessum eða hinum baðst hún undan því. Þár sem hún var einkadóttir þeirra, höfðu þau ekkert á móti því að hafa hana hjá sér dálítið lengur. Chang Po varð stöðugt duglegri við vinnu sína. Þar sem hann var mjög efnilegur, tókst honum brátt að fullkomna sig í listinni. Hann elsk- aði að skera í jaði og vann markvisst, þar til verkið var fullkomnað. Tigið fólk tók eftir honum og lagði leið sína á verkstæði meistara hans. Nú nálgaðist afmælisdagur keis- aradrottningarinnar og föður Meilan langaði til að gefa henni gjöf, sem eitthvað var varið í. Hann komst yfir óvenjulega stórt stykki af jaði, af fínustu gæðum og fór með það til kennara og meistara Chang Po. Er hann sá verk hins unga manns, varð hann stórhrifinn af hinni sérkenni- legu fegurð þeirra og stakk upp á VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.