Vikan


Vikan - 14.05.1959, Side 21

Vikan - 14.05.1959, Side 21
því, að hann skyldi skera út Kuan Yin, Gyðju Miskunnseminnar, fyrir keisaradrottninguna. Chang Po gladdist mjög yfir þessu og hóf verk- ið. Enginn mátti sjá styttuna fyrr en hann var búinn með hana. Kuan Yin varð fullkomið listaverk. Chang Po hafði heppnast nokkuð, sem engum handverksmanni hafði tekist áður — í hinum fíngerðu eyr- um dingluðu hreyfanlegir eyrnar- hringir. Faðir Meilan var hæstánægð- ur. Jaðigyðjan yrði merkisgripur, jafnvel innan um alla dýrgripi keisaradrottningarinnar. ,,Já,“ sagði Chang Po hreykinn. „Hún var minn innblástur." Chang Po hafði nú unnið sér frægð, en samt fékk hann ekki það, sem hann óskaði sér mest. Án Meil- an var lífið autt og tómt. Hann glat- aði vinnugleðinni og meistaranum til mikillar raunar, gat hann ekki skap- að neitt fleira. Nú var Meilan orðin tuttugu ára, og ekki mátti dragast lengur að hún yrði manni gefin. Gerður var samn- ingur við tigna og áhrifamikla fjöl- skyldu, festar voru stofnaðar með hátíðahöldum og skipzt var á gjöfum. Þau urðu nú utan við sig af örvænt- ingu og ákváðu að flýja saman. Kvöld nokkurt tók Meilan nokkuð af skart- gripum sínum og læddist út í garð- inn að hitta Chang. Til allra óham- ingju sá gamall þjónn til þeirra og þar sem hann áleit það skyldu sína að forða fjölskyldunni frá hneyksli, reyndi hann að aftra för Meilan. Chang átti engra kosta völ. Hann ýtti gamla manninum til hliðar, en þá vildi það til, að hann hrasaði og ska.ll höfuð hans á steini. Við þessa óhuggulegu sýn urðu þau óttaslegin og flýðu sem skjótast. Morguninn eftir, þegar líkið fannst, varð faðir Meilan öskureiður og sór, að hann myndi ekki gefast upp fyrr en hann hefði fundið Chang Po og stefnt hon- um fyrir rétt. Ungu elskendurnir flýðu suður á bóginn, sniðgengu stórborgirnar og komust loks að Yangtse-fljótinu og fóru yfir. „Ég hef heyrt, að nóg sé að gera fyrir jaðismiði í Kiangsi," sagði Chang Po. „Heldur þú, að viturlegt sé af þér að vinna að handverki þínu framar?" spurði Meilan. „Verk þín munu þekkjast og koma upp um okkur. Væri ekki réttara, að þú snerir þér að ljóskerum og leirmyndum eins og í gamla daga?" „Ég held, að við þurfum ekki að óttast neitt. Kiansi er í tvö hundruð mílna fjarlægð frá Peking. Þar þekk- ir okkur enginn." „Þá verður þú að breyta stil þin- um Reyndu að fella séreinkenni þín niður. Þú skalt bara vinna nógu vel til þess að fá einhverja viðskipta- vini." Chang Po gretti sig, en sagði ekk- ert. Átti hann að eyðileggja list sína eða láta listina eyðileggja sig? Hann hafði aldrei hugsað út í þecta fyrr. Hann seldi skartgripi Meilan og heppnaðist að koma sér upp verk- stæði og birgðum af óunnum jaði- steini af ýmsum gæðum. Hann byrj- aði á að búa til nokkra óbreytta eyrnahringi og hálsmen, en jaði er steinn sem þarfnast sérstakrar með- höndlunar. Það myndi vera hrein- as.ta synd að gera eyrnahringi úr jaði, þegar hægt var að smíða úr honum apa, sem er að stela ferskj- um. Og síðan skar Chang Po — í laumi og með afleita samvizku — nokkur lítil, undurfögur listaverk, sem viðskiptamennirnir rifust um. „Vertu varkár, elskan mín," á- minnti Meilan. „Þú ert að verða þekktur aftui'. Ég er hrædd, og ég á von á barni." „Á barni!" hrópaði hann. „Þá er- um við orðin að fjölskyldu!" Barnið fæddist, og Paoho Jaði — en það var nafnið, sem Chang hafði gefið vei'kstæði sinu — fékk góðan oiðstír. Fólk kom langar leiðir að til þess að kaupa verk hans. Dag nokk- urn kom maður á verkstæðið til hans, leit í kringum sig og sagði: „Ertu þú ekki Chang Po, ættingi Chang um- boðsmanns í Peking?" Chang Po neitaði harðlega, en maðurinn leit á hann vantrúaður og sagði: „Þú talar Peking-málýzkuna ágætlega. Ertu kvæntur?" „Það kemur yður ekki við.“ Meilan hafði haft auga með mann- inum í leyni, en eftir að hann var farinn, sagði hún Chang, að hann væri ritari af skrifstofu föður henn- ar. Daginn eftir kom maðurinn. „Þú veizt ef til vill ekki, að Chang Po er morðingi og hans er leitað," sagði hann. „Einnig er hann sakaður 'um að hafa numið dóttur umboðsmanns- ins á brott og stolið skartgripum hennar. Ef þú vilt fullvissa mig um, að þú sért ekki Chang Po, skaltu kalla á konuna þína hingað inn og þá get ég séð, hvort hún er dóttir umboðsmannsins eða ekki." „Vilduð þér gera svo vel að hypja yður út af mínu verkstæði strax," sagði Chang Po. Maðurinn hélt á brott með sigur- bros bros á vör. Meilan og Chang Po tóku sínar dýrmætustu eigur í flýti og flýðu. Er þetta skeði, var barnið aðeins þriggja mánaða. Þegar þau komu til Kanshien, neyddust þau til að nema staðar, því að barnið var orðið veikt og þau orð- in félaus. Chang Po varð að leita uppi jaðikaupmann til þess að selja honum eitt listaverka sinna, hund, sem lá og hringaði sig með annað augað lokað. „Þetta er Paoho-jaði," sagði kaup- Framhald á hls. 27. Hvaö kostar innbú yðar í dag? Er hrunafrygging yðar nógu há ? Samkvæmt lauslegri áætlun, sem gerð hefur verið nýlega, mun meðal innbú hafa kostað 50.000 krónur 1950, en sama innbú mundi kosta 100.000 kr. í dag. Við viljum því beina þeim ummælum til allra heimila og einstaklinga að endurskoða og hækka bruna- tryggingar sínar miðað við núverandi verðlag. Þetta er hægt að gera með einu símtali. j£X\ SAIMIVII EJMHJTrnS.'^TŒo CBHM(BÆJIB Sambandshúsinu — Reykjavík — Sími 17080 IJMBOÐ I ÖLLIJM KAUPFÉLÖGUM LANDSINS VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.