Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 5

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 5
Mannþröng var niður við Reykja- víkurhöfn. Menn veifuðu vinum og eettingjum sem voru að leggja af stað í langferð. Um borð í skipinu stóðu þrír ungir menn. Tveir höfðu nýlokið stúcLentsprófi, einn, sá yngsti af þeim félögum, 13 ára gamall, var að halda utan til tónlistarnáms. Þeir stóðu þarna þrír, hressilegir á svip með fiðring tilhlökkunar ihnan aftur til Vínarborgar og dvaldist þar samfleytt til 1939. Hann lauk prófi með ágœtis vitnisburði 15. júni það ár. Bjöm féll vel inn í hið glaða and- rúmsloft Vínarborgar og eignaðist marga góða vini og átti marga glaða kvöldstundina með lífsglöðum Vínarungmennum. Meðan á námi stóð, lék Björn oftsinnis með félög- BJDRN □LAFSSDN ■í sér, en líka skrýtilega tómleika- kend í brjóstinu, vegna þess að þeir voru að kveðja um langa hríð. Pilt- amir þrír eru nú ailir vél þekktir borgarar þessa bœjar. Einn er Hörð- ur Bjarnason, nú húsameistari ríkis- ins, annar Pétur Ölafsson, nú for- .stjóri ísafoldarprentsmiðju og sá yngsti bróðir hans Björn Ölafsson fiðluleikari og konsertmeistari. Leiðir þeirra þriggja skildu þegar utan var lcomið; Pétur og Hörður urðu eftir í Þýskálandi, en Björn litli fór til Vínarborgar og hóf þar nám í fiðluleik hjá ágœtum kenn- ara, Heller. Ekki er frítt við að Birni hafi leiðst, svo mikill Islendingur sem liann er, og heimakær, en nám- ið tók hann mjög alvarlega, en glað- ar stundir átti hann milli námsins hjá barón og barónsfrú Von Jaden, sem margir íslendingar þekkja að góðu einu. Nám Björns var í fyrstu eitt ár, og liann kom aftur heim og lauk prófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 193J/. Sama árið fór hann um sínum kammermúsik, sem síð- an hefur verið honum hugleikin mjög. I Vín lék Björn opinberlega fiðlu- konsert Beethovens, og oft lcom hann fram sem einleikari og þegar nám- inu var að Ijúka var honum boðin staða við Vínarfilharmoníuhljóm- sveitina. Björn fór heim til Islands til þess að heimsœkja œttmenni, og œtlaði utan aftur, en þá brast styrj- öldin á, og Björn varð hér landfast- ur, guði sé lof, segja þeir, sem vit hafa á og til þekkja, enda framlag hans síðan til íslenskrar músik- menntar ekki ómerkilegt. Var hon- um boðið að gerast kennari við Tón- listarskólann í Reykjavík og gerði liann það, og var fyrsti íslenski fiðlukennarinn í Tónlistarskólanum. Siðan eru liðin tuttugu ár, og enn er Björn kennari við Tónlistarskól- ann. Nemendur hans eru orðnir margir, þeir róma allir kennslu Björns, sem talin er frábœr. Nú mœtti hálda að Björn hefði látið staðar numið i starfi sínu fyrir íslenska menningu. En því fer víðsfjarri. Maðurinn kemur víða við, svo margir mulrast starfskrafta hans. Hann er konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitarinnar, og hefur verið það í öllum liljómsveitum sem hér hafa starfað, hann er stofnandi og stjómandi Nemendahljómsveitar Tónlistarskólans, sem nú skipa 30 strengir, og tálin er merkilegt fyrir- tœki og gagnlegt, því þar fá ungir tónlistarmenn sína fyrstu samœfingu sem hljómsveitarleikarar. Þá er Björn einleikari, hefur oft leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit- inni, og hann er stofnandi Strengja- kvartetts Bjöms Ölafssonar. Ekki hefur Björn Ölafsson skilið eftir sig mörg spor erlendis, svo sem margir listamenn okkar gera. Hann hefur verið of önnum kafinn við upp- byggingu raunhœfra hluta liér heima, svo að hœfileikar hans hafa hvergi nœrri getað notið sín. Því miður fyrir hróður okkar litla lands. Það er okk- ar lán, en hans ólán að vera fœddur í litlu landi, þar sem hœfileikamenn á hverju sviði eru venjulegast svo gjörnýttir, að mennirnir verða klofn- ir og festa ekki rœtur í neinu ein- stöku. Þessvegna hefur Island ekki getað látið heiminum í té merkileg- an fiðlara, hann er rekinn hér á landi með einkarétti. Honum er snú- ið i þessa áttina eða hina, það þarf að stofna Sinfóniuhljómsveit, það þarf að kenna ungu fólki að hand- leika fiðlubogann, og það er hrópað á hann til þess að reyna með óðrum að hálda líftórunni i Sinfóníuhljóm- sveitinni, það þarf að gera þetta og hitt, og smátt og smátt liverfur tími hins frábœra einleikara inn i marg- vísleg verkefni, sem þó öll eru til góðs fyrir músíklifið í landinu. En alls ekki að öllu œskileg fyrir ein- leikarann Björn Ólafsson. Það er fá- tœkt land, sem getur ekki gefið öðr- um þjóðum snillinginn, en notar sjálft ekki snilli lians svo sem vera ber. Og eins og aðrir menn eldist hann, svo að það er hver að verða síðastur að koma auga á einleikar- ann. Og svo hljóta menn að spyrja sem svo: Því liœttir mað- urinn ekki þessum skratta og fer bara að spila á fiðlu? Vinir lians segja að hann sé sá fómfúsasti mað- ur sem þeir þekkja, og samviskusamasti og það eru eiginleikar sem fleiri mœtti prýða í þessu kynjálandi. Hann er strang- ur við sjálfan sig og gerir um leið kröfu til annara. Hann veit vel, live mikil þörf er fyrir állar hendur til þess að skapa tónlistinni i landinu öryggi, og svo mun vera að aðrir tónlistarmenn líti til Björns og fari að dœmi hans. Hann er orðinn fyrir- mynd annarra um starfsgleði og reglusemi, og þegar slíku hefur einu sinni verið varpað á eins manns herðar, er ekki gott að losa sig við það. Þá mmnist maður ósjálfrátt eins œvintýris Grimmsbrœðranna. Um unga manninn sem fór að finna djúpvitra fuglinn Griff, og hitti á leið sinni mann sem hafði þann starfa að bera menn á bakinu yfir fljót eitt mikið. Bað sá piltinn spyrja fuglinn hvernig i óskupunum liann mætti komast undan þessu starfi, en lausnin var ofur einföld, hann átti að setja nœsta mann, sem hann bæri á bakinu, niður t mitt fljótið, og mundi sá þurfa að talca við starf- inu. Því miður, fyrir Björn, mun liann að líkindum ekki setja 'samstarfs- menn slna um uppbyggingu tónlistar- lífsins, niður í mitt fljót, frumstarfs- ins og hann mun því hálda áfram að vera állt í öllu. Hann á sér draum. Að Reykjavík eignist Binfóníuhljómsveit skipaða 68 færum hljóðfœráleikurum og tel- ur að höfuðborginni beri skylda til að hálda slíku fyrirtœki gangaaidi. Og hann mun sjálfsagt sjá sinn draum rœtast, sinn draum og svo margra mætra og framsýnna manna, sem eru ekki með augun fyrir aftan rassinn á sér. Og á meðan þetta er að verða, œfir hann sig á hlaupum. Hann sér ekki eftir starfi sínu. Enginn skyldi hálda það. En það er hverjum manni sárt að geta ekki sinnt sínu hjartans hugðarefni. Eng- inn skyldi krefjast þess af sjómanni með sáltvatn í œðum, að hann labbi sig með árarnar upp í sveit og byrji að búa. Þótt tónlistin sé Birni heilög, gef- ur hann sér stundum hvíldartíma. Fer hann þá gjarna upp í sveit. Hann elskar að vera úti í náttúrunni, og Pramh. á bls. 26. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.