Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 10

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 10
Þegar börnin eru mörg og farin að stálpast þarf ærið húsrúm, ef allir eiga að vera ánægðir. I>að hefur reynzt heppihsgt, að hafa í slikum tiifellum fremur fleiri herbergi og smærri. Ef stofa og daglegur íveru- hluti fjölskyldunnar er rúmgóður, geta bömin komizt af með lítil svefn- herbergi. Húsið hér á siðunni er raunar byggt við framandi aðstæður og úr ólíkum byggingarefnum en þeim, sem við eigum að venjast. Mest- ur hluti hússins er á tveim hæðum, en stofan er einskonar milliþrep. Það er gengið nokkrar tröppur niður í hana úr borðstofunni og siðan nokkrar tröppur niður á neðri hæðina. I*ar eru fleiri svefnherbergi og þar sem það er í þessu tilfelli arkitekt, sem hefur byggt þetta hús, þá hefur hann að sjálfsögðu vinnustofu sina þar niðri. Þegar fjölskyldan er sfór Tjtlitsmyndin af húsinu ber með sér, að það fellur vel inn i umhverfið. Aðalbyggingarefnið er gulur múrsteinn og timbur. Hér- lendis væri notuð steinsteypa i staðinn fyrir múrsteininn, en timhur kæmi til mála að not.» á framhliðina eins og hór er gert. Gluggarnir á neðri hæðinni eru i rullri stærð og væri þar sem bezt hægt að hafa aðra minni íbúð. Hér er eitt af barnalierbergjunum. Móti birtunni við glugg- ann hefur verið sett vinnuborð, sem hægt er að lesa við og jafnvel smiða. Glugginn nær alveg yfir gafl herbergisins. Rúmið er byggt fast og sömuleiðis borðið og skápurinn undir því. tJr borðstofunni er gengið sex tröppur niður í stofuna. Hér sjást tröpp- urnar og sá endi stofunnar, sem veit að eldhúsinu og borðstofunni. Skilveggurinn milli eldhúss og stofu er úr gulum múrsteinum og sófi hefur verið byggður inn í hornið sem myndast við hliðina á tröppunum. Þó að það komi ekki húsinu við, er sérstök ástæða til þess að benda á stóllinn á þessari mynd, sem virðist vera mikil gersemi. Á myndinni til hægri sér inn í hinn enda stofunnar og þar er arinn, m'kill og voldugur. Gluggi er á endilöngum hliðarveggnum, sem ekki sést á myndinni. Tjöldin á hinum hliðarveggnum eru ekki fyrir gluggum, heldur eru það grísk veggteppi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.