Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 15
PRESTURINN segir Amen, það eru sungnir nokkrir sálmar, og þau eru gift. Þau eru ung og ástfangin, framtíðin blasir við, og þegar þau koma út frá prestinum er sólskin á götunni, og þau hlaupa allt í eina, hönd i hönd á móti brosandi fóiki. Og tíminn líður. Þau hafa eignast litla íbúð, og eiga nokkra stóla og ýmislegt annað. Hann hefur fasta atvinnu og hann kemur heim á hverju kvöldi og þau setjast i eldhúskrókinn og snæða. Maturinn hennar er aíbragðs góður, segir hann, þau hafa verið gift svo stutt. Hún lítur til hans hornauga, þegar hún byrjar að þvo upp, og hann stendur rösk- lega á fætur, tekur þurkuna og hjálpar henni. Þau eru sæl, því úti er sumarsólin, þótt komió sé að kvöldi, sólskin eins og daginn þann þegar hann sagði já og hún sagði já, og þau hlupu hönd í hönd út frá prest- inum. Svo er það eitt kvöld, þegar hann er að hlusta á tónleika í út- varpinu og hún er að prjóna, eitthvað litið, að hún hvíslar að honum leyndarmáli, og kvöldið kemur yfir ung hjón sem haldast í hendur og brosa við augum hvors annars. Hann lætur hana hafa peninga til innkaupa um hver mánaðamót. Sjálfur lumar hann 'á nokkrum aurum fyrir sjálfan sig. Svo er 'það eitt kvöld þegar hann kemur heim, að hún segir honum að peningamir end- ist ekki lengur. Hann hefur sjálfur orðið var við það, að peningarnir standa stutt við, og segir að það sé ekki gaman að dýrtíðinni. Svo setj- ast þau i litlu stofuna og fyrsti skugginn þrengir sér inn til þeirra. Mánaðamótin eru alls ekki komin, og hún þarfnast kjóls vegna ástands síns, og hvar eiga þau að fá peninga? Þegar svipað stendur á, segja flestir eftir stutta umhugsun. Getum við ekki selt eitthvað? Og svo er farið að athuga hvort ekki sé hægt að selja eitthvað. Hann á stól, sem hann lét smíða sér þegár hann var ókvæntur. Getum við selt þennan stól? Daginn eftir er hringt i mann sem alltaf er til viðtals við þá sem þurfa að selja eitthvað, og það er: FORNSALINN MARGIR, hérlendis, líta á forn- salann sem einhvern leiðinda- gaur, sem bezt væri að vera laus við, en nota heldur „sjoppur þeirra undir ísbari“. Á flestum menningarlöndum, er fornsalinn mjög nauðsynlegur mað- ur og milljónamæringar og ríkir lista- verkasalar og safnarar heimsækja verzlanii' þeirra enda hafa þeir oft á boðstólum merka muni og gamla. Þegar ég fór á stúfana og ákvað að fara þess á leit við einhvern forn-1 salann að hann segði Vikunni eitthvað um þessa starfsgrein, varð fyrir okkur hann Guðmundur Auðunsson á Klapparstígnum, ættaður af Eyr- arbakka. Guðmundur mun vera með þeim elstu sem kaupa og selja gamla muni hér í Reykjavík. Hann er að ganga um gólf i verzl- un sinni hann Guðmundur, þegar við ljósmyndarinn göngum inn án þess að berja. Guðmundur tekur okkur elskulega, en segir að það sé nú lítið um þessa starfsgrein að segja. — Færðu eklti stundum merkilega muni og fágæta, spyrjum við. — Onei, ekki, fólk lætur sjaldan eða aldrei góða muni frá sér. Ég hefi víða komið í hús manna en hefi litið séð af merkilegum munum, og þó munu þeir til. Einu sinni fékk ég þó grip sem var verulega eftirsóttur og var ekta antíkvara. Það var tveggja manna setusófi. Hann, var að því fróðir menn töldu, franskur, frá tið Lúðvíks 14. Þetta var fagur grip- ur og verðmætur og það var ein- kennilega fagurt snitti á honum, all- ur var hann útskorinn og hinn merki- legasti. Ég keypti hann af hjónum hér í bænum. Þau höfðu átt hann lengi, en þegar ég fann hann, var hann uppi á hanabjálka, og lá þar engum til ánægju. Stoppið var orðið lélegt og eiginlega var hann óásjálegur — svona fljótt á litið! Það fór langur tími í að semja um verðið í það sinn, og gekk á ýmsu, því eigendurnir vissu að sóf- inn var verðmætur. Og að lokum hafðist það og ég fór með sófann. Ég setti fast verð á hann og seldi á því verði, þótt hærra væri boðið. Það var nefnilega þannig, að kona nckkur sá sófann, kom inn til mín og spurði um verðið. Ég sagði henni það auðvitað og hún sagðist vilja kaupa, og spurði hvort hún mætti borga eitt þúsund krónur strax og afganginn á morgun. Ég játti því, og konan fór við svo búið. En þann dag allan var fólk að koma og virða fyrir sér sófann og vildi kaupa, sumir buðu hærra en ég hafði sett upp, ef cg vildi rifta kaupunum við konuna. Löngu eftir að sófinn var farinn, var fólk að koma inn til mín og spyrja um hann, hafði heyrt af honum. Ég hofi svo sem oftlega fengið góða vöru, en þessi sófi var mín mesta prýði. — Hvernig er með álagningu hjá ykkur fornsölum? — Vörurnar eru misjafnar og verða jú að vera á því verði að fólk vilji kaupa. — Það þýðir það, að sá sem sel- ur fornsalanum, tapar? — Það kann að vera, og þó. Sá sem á hlut og vill selja, þá í flestum tilfellum betra með að losna við hlutinn, ef fornsalinn kaupir hann. Annars verðum við að taka það með í reikninginn, að sumir hlutir hækka í verði eftir því sem þeir eldast, aðrir missa verðgildi sitt, jafnt og þétt, og það er nokkuð mikið af svoleiðis hlut- um sem við kaupum. — Er þetta skemmtileg atvinnu- grein ? — Einum fellur, það sem öðrum fellur ekki, þó má segja að þessi starfsgrein sé heldur leiðigjörn yfir sumartímann. Þetta er hægfara bís- ness en hefur verið traustur. — Hverskonar fólk verzlar aðal- lega við ykkur? — Margskonar fólk, þó munu flest- ir viðskiptavinir okkar vera utan af landsbyggðinni. Það má segja að milljónerar komi litið í fornverzlan- ir, nema þá undir sérstökum kring- umstæðum. Ég held að hingað komi fólk með takmörkuð peningaráð. Framh. á bls. Vill maðurinn ekki meira kaffi, já tíu dropa, ég á því miður ekkert út í, þetta er enginn búskapur á manni. Hvaða bækur ég lesi helzt, það er hún Guðrún mín frá Lundi, hún kann að skrifa, kerlingin sú, hún er ekki með nein merkilegheit. Nú svo les ég sitt af hverju tagi, en Halldór Laxnes og Gunnar Gunnarsson, nei þá kann ég ekki að meta, þeir eru alltof há- fleygir fyrir mig, ég kann ekkert á þennan littiratúr, eins og þeir kalla það. Alltaf minnist ég hennar Borghild- ar minnar í Dalalífi með hlýjum huga, oft hef ég lesið bækurnar hennar Guðrúnar, en vænst þykir mér um hana Borghildi, það er nú það. Hún er nú auðvitað svona upjí og niður hún Guðrún blessunin frá Lundi, en alltaf finnst mér gaman að lesa bæk- urnar hennar. Nei, nei, ég hef aldrei hnoðað saman vísu, en karlinn minn orkti stundum, ég man ekkert £if því lengur, það var lítið merkilegt i þeim skáldskap trúi ég. Annars hitta þeir stundum á- góðar vísur, þessir karlar, atómkvæði strákanna les ég ekki, það er af og frá, þetta er tómt bull og þvaður. Ein visan, sem karlinn minn fór oft með var svona: Þetta birtir bragarskort blóma skert og nokkuð þurrt það er stirt og illa ort ekki vert að senda burt. • Ekki meira kaffi, þið ltunnið ekki að meta kaffíð ungu mennirnir —• haa þetta tesull, hreinasta gutl og ekkert annað, á efri árum ér kaffið manns eina huggun. Svona er ein visa um kaffið. Ketil velgja konurnar, kaffið svelgja forhertar, ófriðhelgar alls staðar, af þeim fjölga skuldirnar. Og svo kemur svarið: Bændur svína brúka sið • belgja vínið í sinn kvið skynsemd týna og skemma frið skæla trýnið út á hlið Já, þessi sprúttsala er eitt versta vandamálið fyrir ungu mennina okk- ar, ég er satt að segja alveg hissa, að það skuli ekki vera gert meira til þess að uppræta hana. Allt þetta tal um vínmenningu, hana þekki ég ekkert á, mér finnst bara að upp- ræta ætti sprúttsalana, það er allt og sumt, og það er yfirvaldsins að gera það. Þegar maðurinn minn heitinn var ungur var hann sjómaður, og þá drakk hann snaps og öl fyrir 3 aura í Kaupmannahöfn, nú fara strák- arnir með alla hýruna sína í sprútt- salahítina, ójá. Það ætti að flengja þá alla sam- an, bölvaða sprúttarana. Jú, jú, mikil ósköp, ég les stund- um Vikuna, þetta er skársta blað, beztir finnast mér aldarspeglarnir. Mér var sagt, að hann Jónas frá Hriflu skrifaði þá, hann er nú alltaf svo glöggur karlinn sá — ha, nú er það ekki hann, jæja, hann er ágætur samt. . ... o(j við drukkum hjá henni kaffi, svjölluðum við hana og þetta er árangurinn. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.