Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 22
G U L L I Ð
TÆ KIFÆ RI
Hánn var ekki af þeirri manngerð
sem velja sér einkaritara eftir hára-
lit. Nei, ekki Lann Bill Hargrave.
Bæði Paula og Nancy höfðu verið
nógu skynsamar til þess að vita það.
Og allir á skrifstofunni höfðu lengi
vitað, að önnur þeirra, Paula eða
Nancy myndi fá stöðuna. Það yrði
ákveðið einmitt þennan dag. Hargr-
ave var að fara á brott úr bænum og
vildi fá sér einkaritara áður.
Stúlkurnar tvær sáu hann, þar
sem þær sátu við skrifborð sin utan
við skrifstofu hans. Ef til vill var
hann einungis að líta yfir afrit af
auglýsingunum fyrir rennilásastríð-
ið. En örstutta stund virtust fingur
bans staðnæmast yfir þessum tveim-
litlu hnöppum, sem voru svo mikil-
vægir. Ef hann þrýsti á þann til
vinstri, myndi hjarta Paulu byrja að
slá örar.
Paula gat ekki haft augun af
ljósinu á sk-rifborði sínu. Hún gerði
þrásinnis skyssur á ritvél sína og
reif taugaæst úr þeim arkirnar og
tók að vélrita á ný,
Hún hallaöi sér fram yfir ritvél
sína og sagði við Nancy: „Húsbónd-
inn er önnum kafinn í dag. Hann
hlýtur að vera að fara í sérstaka
ferð með nýja forstjóra rennilása-
verksmiðjunnar. “
Hún talaði aðeins til þess að róa
taugarnar. Nancy fór sér að engu
óðslega. Hún var ekki vön því, að
Paula talaðí svo kunnuglega við
hana, Ekki síðan þær höfðu komizt
að því fyrir mánuði, að báðar kæmu
þær til greina sem einkaritarar Bill
Hargrave.
„Hann er svo myndarlegur," sagði
hún loks.
Hargrave var ungur maður, og
utctn skrifstofunnar var hann sagður
mannlegur. En það var ekki þess-
vegna, að hann var orðinn einn helztu
mannanna í auglýsingafyrirtækinu.
Hann var rólyndur og sumir
mannanna á skrifstofunni höfðu ekki
gert sér grein fyrir því, hversu á-
hrifamikill hann var að verða, þar
til hann loks fékk þessa sæmdar-
stöðu.
Stúlkurnar tvær sáu hann standa
upp frá skrifborði sínu og ganga um
gólf. Hann stóð barna með aðra hönd-
ina í vasanum á tvíhnepptu fötunum.
Hann var með lítið hvítt blóm í
hnappagatinu, og að vanda brosti
hann tvíræðu brosi.
„Sendirðu eftir miðunum ?“ spurði
hann Nancy.
„Já, ég náði í miðana," svaraði hún,
„en ...“ og hún reyndi að brosa á
sama hátt og húsbóndi hennar. Hún
varð harðneskjuleg á svipinn. „En
það fást alls ekki góð herbergi,"
sagði hún honum. „Hvað <sem ég
reyndi."
Húsbóndinn varð sannarlega fyrir
vonbrigðum. Það var auðséð.
„Ætti ég að reyna það?“ stakk
Paula fljótt upp á.
Og næstu tíu mínúturnar var
Paula sannarlega önnum kafin. „Mér
er sama,“ sagði hún við miðasalann,"
þótt þið verðið að taka miða, sem
þegar hafa verið teknir frá ...“
Nú, vinnan var vel þess virði að
strita dálítið. Og hyllin. Einkaritari
húsbóndans var vel innundir. Og i
þeirri stöðu kynntist maður fínu
fólki. Heldra fólkí. Og ilmvatnsglös-
in, blómin og sælgætið, sem oft var
skilið eftir á skrifborði hennar.
Og svo var Bill Hargrave þar að
auki húsbóndi. Það skipti eirrnig máli.
Vegna þess að hjá þessu auglýsinga-
fyrirtæki kallaði maður húsbóndann
„Bill“ og hann kallaði einkaritara
sinn „Nancy“ eða „Paulu" og bauð
henni í mat á kostnað fyrirtækisins,
þegar þau imnu lengi fram eftir.
Þetta var blásaklaust, en þetta
virtist allt svo innilegt og óformlegt.
Bæði Paula og Nancy vissu um
þessa kvöldverði. Bill reyndi að vera
sanngjarn. Hann var vanur að bjóða
Paulu eitt kvöldið og Nancy síðan
annað.
En Paula hafði verið klók. Hún
hafði brátt komizt að því, hve ó-
persónulegur Bill Hargráve gat ver-
ið, jafnvel í þessum kvöldverðarboð-
um. Og hún sá hversu erfitt var að
gera honum til hæfis þegar þau unnu
eftirvinnu — uppstökkari og hætti
við að gleyma sér og brá þá fyrir
kvörtunartón í rödd hans.
Svo að þegar Nancy hafði sagt,
„mér er sama bótt ég vinni á kvöld-
in. Eg veit, að Paulá fer venjulega á
stefnumót. Hún er vinsæl meðal karl-
þjóðarinnar . . .“ nú, Paula hafði orð-
iö þessu sárfegin: Hún hafði komizt
að því, að hvorug þeirra myndi fá
vinnuna einingis vegna yndisþokka,
og hún hafði rétt fyrir sér.
Paula kunni að hegða sér á skrif-
stofunni. Hún kom því þannig fyrir,
að hún var alltaf önnum kafin, þeg-
ar þurfti að vélrita eitthvað skyndi-
lega. „Þvi miður, það er ómögulegt."
„Því ekki að biðja Nancy?“
„Og það var gert. Þannig gat
Paula unnið fyrir Bill Hargrave og
lokið þvi fljótt. Hún var aldrei of
önnum kafin fyrir Bill.
Þegar Hargrave þrýsti loks á ann-
an þessarra hnappa, var það ljósið á
skrifborði Paulu, sem kviknaði. Hún
ætlaði að þrífa minnisblokk sína, en
tók fyrst fram spegilinn. Síðan greip
hún minnisblokkina og umglag, sem
lá á borðinu.
Hvað Nancy snerti gat hún ekki
annað en setið þarna niðurlút yfir
ritvél sinni. Nancy var ljóshærð, og
Framháld á bls. 26.
22
VIKAN