Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 24

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 24
Borðrenningur í hvítum jafa. Blöðin eru fallegri ef hafðir eru fleiri en einn grænn litur. Leggirnir og æðarnar með þeim dekksta. Berin er bezt að hafa í mismunandi rauðum litum. Bekkinn mosagulan eða brúnann ef til vill í mismunandi brún- um litum. Fallegra er að hafa kögur á endanum. FORIMSALIIMIM Framhald af bls. 15. —■ Nokkrir fastir viðskiptavinir, svo sem í öðrum verzlunum? — Ónei, ekki er hægt að segja það. . — Þarf ekki töluverða æfingu og kannski einhverja vissa hæfileika til þess að meta það sem ykkur er boðið til sölu? — Jú, en það kemur fljótt. Þegar einhver biður mér hlut til kaups, er það fyrsta að spyrja, hvað get ég selt hann fyrir mikið. Það er það fyrsta. Ég er vanur að spyrja hvað seljandinn hafi hugsað sér fyrir hlut- inn, og ef mér líkar það verð, kaupi ég, nú ef mér líkar ekki verðið, þá byrja oft skemmtilegar umræður um milliverð. Ef mér lýst vel á hlutinn sleppi ég honum ekki fyrr en í fulla hnefa. — Flytjið þið nokkurn tíma inn vörur erlendis frá eða farið þið utan til þess að heimsækja erlenda forn- sala og kaupa, áf þeim til að selja hér heima. — Ekki veit: ég til þess. — Br ekki oft sem þið sitjið uppi með hluti? — Stimdum verður maður að liggja Iengi með hlutinn, misseri, eða ár, 0g sumir seljast aldrei. 1 hitteðfyrra setti ég á vörubíl, hlass af gömlum munum. Ég ætlaði að fara með þetta á haugana. Fólk sá hvað ég var að gera, kom í hópum og bað mig gefa sér hluti. Eftir litla stund var pall- urínn tómur og ég fór ekki á haug- ana það sinnið. — Eru einhverjar vissar vöruteg- undir bezt seljanlegar? — Það er ákaflega gott að selja bcrðstofuborð og stóla, hverskonar skápa ef þeir eru á góðu verði, gólf- teppi og svefnstóla, yfirleitt selur maður allan fjárann! — Oft heyrir maður á það minnst að þið fornsalarnir kaupið stolna muni. — Ja, það er nú það. Það kemur maður með hlut og býður mér hann til kaups, ekki get ég vitað hvar mað- ui'inn hefur fengið hlutinn og ekki mundi hlýða fyrir mig að spyrja hvern og einn sem inn .kemur til þess að selja mér, hvar í ósköpunum hann hafi fengið hlutinn, hverra manna maðurinn sé, hvar fæddur og upp- alinn! Annars er það stundum svo að maður sér að seljandinn er eitt- hvað flóttalegur eða maður þekkir manninn af einhverju misjöfnu, þá kaupir maður ekki, því í flestum til- fellum kemur lögreglan, tekur af manni hlutinn og maður hefur stór- tapað á viðskiptunum. — Verðið þið varir við að fólk selji hluti sína vegna fátæktar? — Það er ekki mikið um það, aðal- lega er það fólk sem er að fá sér nýtt, eða er að flytjast af landi brott. ETTA segir nú Guðmundur. Ég er ekki alveg sammála honum um það að lítið sé af því að fólk selji vegna fátæktar. Ég held að oft, cf oft, sé hringt á fornsalann og hann beðinn að kaupa fatnað, bækur, gamla muni, og jafnvel muni sem fólk mundi, undir engum kringum- stæðum, selia, nema vegna þess að því vantar fvrir mat næsta dag. En hvað sem því viðkemur er Fornsal- inn þarfur maður, þótt hérlendis sé sú stétt manna rislítil beri maður hana saman við fornsala erlindis. JÓNAS ír-vi-’ • PARÍSARBIÁTT m • ÚLTRAMARÍNBLÁTT J #> ' li • ZlNKGRÆNT §n & J Höfum ávalt til fjölbreytt úrval af ViöurJcennt vörumerki. Útvegum einnig og seljum all- ar tegundir hljó'ðfœra Hljóöfærav. Sigríðar Helgadóttur s.f. Vesturver — Reykjavík — Simi: 11315 24 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.