Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 11

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 11
„Þessar töflur,“ hafði læknirinn sagt, á meðan Lucille var f rammi í eldhúsinu til þess að laga eitthvað að drekka, „eiga að hjálpa þér með svefn. En taktu ekki fleiri, hvað sem kemur fyrir. Fjórar eru banvænar.“ I/F/fl AÐ VEÐI Smásaga JOCK MOSHER WILBUR gamli Lawson var að dauða kom- inn. Dauf skiman frá lampanum í loftinu í herberginu, sem átti að verða síðasti í- verustaður hans, skein framan í hann, meðan hann sat þarna og horfði á mínútuvísinn á klukk- unni læðast hægt að miðnætti. Örlagastundinni. Síðan leit hann aftur yfir þægilega setustof- una og á veraldlegan auð sinn, sem hrúgað var á borðið við hlið hans. Nákvæmlega hundrað þús- und dalir. Ávísun upp á tuttugu og fimm þúsund og skínandi nýir seðlar. Þetta var það sem hann hafði nurlað saman öll þessi ár. „En þú getur ekki gert okkur þetta!“ hafði litli náunginn, sem stjórnaði banka þorpsins, sagt þegar hann gekk inn í bankann um daginn og krafðist peningana. ,,Að minnsta kosti ekki í gulli, Lawson.“ „Því ekki?“ hafði hann hreytt út úr sér. „Það stendur hérna á þessum seðlum, að bankinn greiði andvirði seðilsins í gulli eftir framvísun. Og nú framvísa ég.“ „Ertu orðinn vitlaus, inaður?“ „Hef aldrei verið óvitlausari.“ „Jæja þá,“ hafði bankastjórinn stunið. „Eg skal láta þig fá peningana. En ekki í gulli. Þú verður að fá þá í seðlum.“ „Jæja!“ hafði hann sagt. „Ef þú getur ekki annað, þá skal ég taka við þeim þannig.“ Og nokkrum minútum síðar gekk hann út úr bank- anum, eins og glæpamaður, með barminn fullan af glænýjum peningaseðlum, sem hann hafði stungið í leðursposa. Ákafi hans jókst með hverju skrefinu, hjarta hans sló örar, og hann komst í sama vanda, þegar hann fór til olíufyrir- tækisins og bauðst til þess að selja mjög verð- mæt hlutabréf, sem höfðu á örskammri stundu þotið úr tveimur dölum allt upp í sjötíu og fimm dali hvert. „Ertu orðinn vitlaus Lawson?“ „Aldrei óvitlausari," hafði hann endurtekið og þrammað út úr skrifstofunni með ávísun upp á tuttugu og fimm þúsund dali í vasanum, en nú lá hún við hliðina á peningaseðlunum á borðinu. Og þetta hugsaði hann, ætti auk notalegs heim- ilis og nýlegs bíls, að fleyta ekkju hans áfram í lífinu. Jafnvel bráðfalleg-ri konu eins og Lucille. Nægilegt til þess að borga henni allt það, sem hann hafði tekið frá henni, á meðan þau höfðu lifað þessu misheppnaða hjónabandi. Allt lá nú ljóst fyrir honum. Lucille stóð við altarið í litlu kirkjunni hérna í Ridgevale. Svo ljós yfirlitum, svo ung og falleg. Eins og yndis- leg lilja, sem fjölmörgum karlmönnum hefur vafalaust langað til þess að tína. En hann hafði ekki verið neitt við hlið hennar, annað en visin eik, sem hafði barizt við vindinn og regnið og maðkana of lengi til þess að verða maki þessarar yndislegu brúðar. En þótt einkennilegt megi virðast, hafði hon- um ekki orðið þetta ljóst fyrr en hann virti Lucille fyrir sér ásamt Roch, unga lækninum, en þau hcfðu staðið hlið við hlið í herbergi hans í gærkvöldi. Hann hafði kallað á lækninn vegna svefnleysis, og það varð hlutverk unga læknisins að láta þessu ljúka sem hægast. Svo að það yrði þá svona auðvelt, hafði Wilbur Lawson hugsað með sér, þegar læknirinn var farinn. Vegna þess að Lawson fannst hann skulda Lucille óendanlega mikið fyrir að hafa leikið svona lengi á hana — spilt fyrir henni beztu ár- um ævinnar — hafði hann ráðgert lokaleikinn á meðan hann lá þarna og beið þess, að töflurnar frá lækninum færu að verka á hann. Hann hafði tekið inn tvær í gærkvöldi, vegna þess að honum hafði fundist það bráðnauðsynlegt. Og i kvöld . . . Hann las aftur yfir einföld orðin, sem hann hafði skrifað á miða, við hliðina á peningunum. Hver eyrir átti að fara til Lucille. Hún myndi geta notað peningana til þess að ferðast eða gera hvað sem henni sýndist. Notið lífsins. Það var gott, hugsaði hann, að hann hafði talið hana á að heimsækja móður sína í vikutíma, vegna þess að ef hún hefði verið heima, hefði verið ógerningur að undirbúa lokaþáttinn. Roach læknir, hélt hann myndi segja henni sorgarfregnina. Ágætis náungi, Roach. Hann hafð'i fyrst komið heim til þeirra, þegar Lucille hafði veikzt illilega, stuttu eftir að þau giftust. Framhald á bls. 18 VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.