Vikan


Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 20

Vikan - 04.06.1959, Blaðsíða 20
Rauðhærða kvendið SMÁSAGA eftir robert brandson Þegar fólk er grafið í vesturhluta Kína, er mold hrúgað upp yfir hin- um grafna. Kirkjugarðarnir eru naumast annað en gresnar þúfur. Slíkur kirkjugarður er nyrzt í Szechwan, í borginni Hisngping, þar sém ég steig úr fljótabátnum rign- ingardag einn síðastliðinn septem- fter. Ég hafði ferðast alla leið frá Shanghai til þess að finna jarðfræð- ing að nafni Hank Tyler, sem hafði verið að leita að olíu þarna í tvö eða þrjú ár. Þar eð hann hafði ekki hug- mynd um, að ég væri að koma, beið hann mín ekki á bryggjunni. Eg steig upp i eina leigubilinn, sem sjáanleg- ur var — gamlan, rytjulegan bilræf- U. Bílstjórinn átti talsvert erfitt með að ræsa bílinn. Bíllinn var þannig úr garði gerður, að hann brenndi viðar- kolum í stað benzíns, og bílstjórinn varð að fitla eitthvað við ofn eða eitthvað þvílíkt, sem festur var aft- an á bílinn. Ég sat í ræfilslegu aftur- sætinu, gegnblautur af svita og rign- ingu, og leit yfir að kirkjugarðinum. Ég sá mann sitja þar, eitthvað hundrað metra frá mér, við hliðið á gröf á árbakkanum. Á gröfinni var hvítur kross. tJtlínur mannsins sáust ógreinilega vegna misturs og þoku, en hann var í svörtum vestur- landafötum og með bandarískan her- mannasólhjálm á höfðinu. Ég vissi strax, að þetta hlaut að vera kristni- boði, sem var að biðja fyrir látnum hróður í kristni. Ég hafði komizt að því hjá gamalli bandarískri konu í Shanghai, að í Hsingping væru tveir kristniboðar — séra Sprague og séra Fitzgibbons, annar bandarískur en liinn enskur. Gamla konan hafði raunar heimtað að ég færði konum þeirra einhverja smágripi. Bílstjórinn var enn að braska við viðarkolaofninn. Ég hallaði mér út um gluggann. ,,Séra Sþrague ?“ spurði ég. „Já, ég heiti Sprague." Rödd hans var jáfh alvarleg og andlit hans. „Ég bjóst við því. Ég er hér i heim- sókn til Tyler. Áður en ég fór frá Shanghai fékk kunningjakona yðar — frú Crabbe — mér eitthvað, sem ég átti að færa konu yðar." „Það var fallega gert af frú Crabbe," svaraði hann með semingi og brosti enn ekki. „Hún hefur víst ekki vitað, að kona mín lézt úr kól- eru fyrir ári.“ Hann kinkaði kolli í áttina til hvíta krossins. Bitt andar- tak ríkti vandræðaleg þögn. „Ég samhryggist," sagði ég. „Jæja, vilduð þér samt ekki taka við þess- um pakka. Ég held að það sé borð- dúkur. Helmingurinn er handa yður, en hinn helmingurinn handa frú Fitz- gibbons. Mér þætti vænt um ef þér létuð hana hafa þetta þegar þér sjá- ið hana næst og segið henni hvaðan það kom.“ Bitur sársauki virtist læðast fram i dökk augu hans. Varir hans hreyfð- ust, en hann sagði ekkert. „Frú Crabbe sagði, að allir hérna myndu kannast við frú Fitzgibbons," sagði ég. „Kona með sterkrautt hár.“ Sprague leit til jarðar. Ég sá ekki framan í hann. „Guð fyrirgefi mér fyrir það sem ég segi, ef Hann getur," sagði hann. „Ég vildi óska þess, að frú Fitz- gibbons væri dáin. Ég vildi, að hún og rauða hárið hennar og bláu perlurn- ar og eiginmaður hennar væru öll komin til helvítis." Hank Tyler sagði mér frá Sprague- fólkinu og Fitzgibbons-fólkinu um kvoldið, meðan við sátum á svölun- um fyrir utan hús hans og reyktum. Fyrir neðan okkur sjmtu borgarljósin í súldarmóðu. „Sprague og kona hans komu hing- að einhvers staðar úr miðvesturríkj- unum skömmu eftir stríðið. Hann er kristniboði, og þetta var fyrsta kristniboðsför hans erlendis. Hún var bráðfalleg stúlka — með langt, svart hár og stór brún augu og mjúkt, fín- gert hörund. Hún getur ekki hafa verið meira en tuttugu og tveggja eða þar um bil. Þau voru nýgift, og Sprague var vitlaus í henni. Hann var algerlega á valdi töfra hennar. „Hún lézt í kólereufaraldri eitthvað sex mánuðum slðar, og Sprague hefur verið smáskrýtinn síðan. Hann fer niður í kirkjugarðinn á hverjum degi.“ Ég spurði Hank hvernig Fitzgib- bons-fólkið kæmi sögunni við. Hann svaraði, að Sprague áliti Englending- inn og konu hans eiga sök á dauða konu sinnar. Hann kveikti sér i síga- rettu, „Fitz-fólkið var orðið rótfast hérna," sagði hann. „Það átti stórt þægilegt hús og nóg af þjónustu- fólki. Þegar Sprague-fólkið flutti til Hsingping árið 1946 átti það engan samastað. Fitz-fólkið fékk þau til að fallast á að flytjast til þeirra. „Kólereufaraldurinn skall á um það bil sex mánuðum síðar. Sprague var sjálfur ekki í bænum um þetta leyti — Fyrir norðan í einhvers konar kristniboðsleiðangri. Hann vissi ekki um veikindi konu sinnar, fyrr en hann kom aftur. Það var þremur eða fjór- um dögum eftir að hún dó. „Sprague fann þorpið heltekið af kólereu, og Fitz-húsið autt. Hr. og frú Fitz höfðu komizt undan til Chung- kmg og skilið aðeins eftir smámiða. A miðanum stóð, að þau hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að frú Sprague fengi bata, og þau hefðu séð um sæmandi útför handa henni, og að þau væru farin til Chungking, þar til faraldurinn væri liðinn hjá. „Þetta reið Sprague næstum að fullu. Þjónustufólkið fann hann liggj- andi í garðinum, þar sem hann hafði fengið einhvers konar kast. Hann var settur í rúmið og þjónustufólkið hjúkraði honum með kínverskum lyfjum, og loks jafnaði hann sig eftir svosem viku. Ég held, að hann myndi drepa Fitzfólkið núna, ef hann næði I það.“ „Það er ekki hægt að kenna nein- um um kólereu," sagði ég. „Nei, það er ekki hægt að kenna neinum um kólereu," endurtók Hank. „Sprague lítur alls ekki rökföstum augum á þetta, eins og gefur að skilja. Eins og ég sagði þér, þá er hann eitthvað smáskrýtinn. En ég skal segja þér dálítið einkennilegt: Ég held að hann viti lengra en nef hans nær. Allir hérna I þorpinu eru sannfærðir um, að Fitz-fólkið — eða eiginlega frú Fitz —- hafi gengið að stúlkunni dauðri með kjötöxi. Hreint og klárt morð.“ „Á hvaða rökum?" spurði ég. „Nóg af rökurn," svaraði hann. „I fyrsta lagi kom Fitz-f jölskyldan aldrei aftur. Þau hurfu bókstaflega fyrir fullt og allt. En það er ekki allt og sumt.“ Og Hank hélt áfram sögunni: Séra Fitzgibbons var stór og mikill, glað- lyndur Englendingur um fimmtugt. Hann var orðinn spikfeitur af öl- diykkju, ofáti og margra ára hóg- lífi. Garðyrkja var mesta erfiðisverk sem hann lagði að sér. Hann hló hrossahlátri, og allir kuniiU vel við hann. „Gleiðgosi er víst orðið yfir hann,“ sagði Hank. Konan hans gat tæplega verið ó- líkari honum. Frú Fitzgibbons var fissmá og firtin. Andlit hennar var smátt og skarplegt, munnur hennar var bein lína og rödd hennar hvell. Líf hennar snerist ekki um annað en að hreinsa „óþverra" bæði veraldleg- an og andlegan, og hún stjómaði manni sínum með harðri hendi, þjón- ustufólkinu og sóknarbörnunum af tiúarhita. „Ég held, að hún hafi brosað einu sinni á ári,“ sagði Hank. „Almátt- ugur — en hún var góð.“ Hún klæddist af sömu siðavendni — síðum, svörtum eða gráum kjól- um, frámunalega látlausum; í svört- um baðmullarsokkum; „viðurkvæmi- legum" skóm. Eina skart hennar var hárið, sem var lifandi og skærrautt, og festi úr bláum glerperlum, sem móðir hennar hafði átt og hún bar ætíð. Vegna óþverrahræðslu hennar fór hún aldrei burt úr kristniboðs- húsinu án þess að hylja andlitið blæj- um, sem héngu niður úr svörtum stráhatti. „Hún var vön að fara á markaðinn á hverjum degi, eins og sniðin út úr sögum eftir H. G. Wells,“ sagði Hank. „Það vár ekki hægt að sjá framan í hana — einungis geysimikið höfuð." Þegar Sprague-fólkið kom til þorpsins og flutti til Fitz-fjölskyld- unnar, gekk allt með sóma um hríð. „En eftir tvo eða þrjá mánuði," sagði Hank, „fór konunum tveim að koma ekki sem bezt saman. Kona Sprague var, eins og ég sagði þér, seiðandi kvenhnhnoðri. En frú Fitz var allt annað en vel við það. Að því er vix-ðist tók að kvikna með henni aíbrýði. Hún tók að koma með miður sæmandi ásakanir — hélt því fram, að kona Sprague væri að gera sér dælt við séra Fitz og þar fram eftir götunum. „Ég veit ekki hvernig andúðin jókst — og það skiptir raunar minnstu — en að því er virðist ætl- aði að lokum að sjóða upp úr, og andúðin breyttist í biturt sálarhat- ur. Það gekk svo langt, að frú Fitz neitaði að tala við frú Sprague, jafn- vel þvertók fyrir að borða við sama borð. Þjónustufólkið sagði, að hún hefði þrásinnis hótað að reka Sprague hjónin úr húsinu. Sprague var að reyna að verða sér úti um nýtt hús, þegar hann varð að fara norður í þennan leiðangur. „Þjónustufólkið heldur þvi fram, að enginn hafi séð frú Sprague dag- inn sem hún dó. Kólereufaraldurinn hafði geisað í um það bil vikutíma. Séra Fitz kom niður í eldhúsið um morguninn og sagði matreiðslu- 2ft VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.