Vikan


Vikan - 15.10.1959, Qupperneq 3

Vikan - 15.10.1959, Qupperneq 3
Hér fér ég í land, hvað sem Rasmína segir. En ef þið getið sagt mér, hvaða staður þetta er þá skuluð þið fá ókeypis áskrift að Vikunni í heilt ár. Sendið svarið í bréfi merkt: Vikan, pósthólf 149, Reykjavík. — Ég dreg svo úr réttum ráðningum, berist fleiri en ein. írelt póstlög dóma niá af slíku draga, væri það helzt, að það geti borgað sig að labba út með sending- una, eftir að burðargjaldið hefur verið ákveð- ið, og koma síðan inn með hann aftur að vörmu spori, ef svo skyldi hittast á, að burð- argjaldið lækkaði nokkuð á meðan. En það borgar sig þó því aðeins, að maður rjúki ekki í að frímerkja hana strax eftir fyrsta mat; — það er ekki hægt — samkvæmt þeirri merk- ingu, sem þér og aðrir virðast nú vera farnir að leggja í það orð. Ög enn er það Pósthúsið. Er það niikill aukakostnaður fyrir Vikuna að Siafa aukablað fyrir krossgátuna, sem hægt væri íið endursenda án þess að spilla blaðinu sjálfu? Það er dálítið kostnaðarsamt að þurfa að kaupa tvær Vikur, — sama sein bálfan mánuð, og í bvert skipti sem maður sendir lausn á krossgátunni. Maður hefur ekkert gaman af þvi að eiga Viknna og safna henni, ef eitt blað vantar. Virðingarfyllst. Ingimar Ingimarsson, Miðtúni 54, Rvik. Ekkert skal ég segja um aukakostnaðinn, en þó geri ég ráð fyrir, að þetta yrði ekki óframkvæmanlegt hans vegna. En það er annað, sem veldur, að því verður ekki við komið, og það er — vægast sagt — harla einkennileg ástæða. Þrátt fyrir alla hina miklu nýsmíði og endursmíði laga, sem hæstvirt Alþingi hefur á Islandi stundað af svo frábærum dugnaði sem raun ber vitni undanfarin ár, eigum við enn við að búa póstlög frá því fyrir aldamót. Og samkv. þeim er óleyfilegt að leggja laus blöð innan í heft blöð eða bækur, sem send eru með pósti sem „Prentað mál“. Aðeins er leyfilegt að senda kveðju til viðtakanda, og má hún vera á spjaldi eða örk, en þó ekki vera lengri en fimm orð, að mig minnir, og gildir einu, hvort hún er skrifuð eða prentuð. Síðastlið- inn vetur þufti ég — til dæmis að taka — að senda bók til útlanda og hugðist senda með úrklippu úr blaði, lagða inn í bókina. Nei, það mátti ég ekki, heldur varð ég að senda úrklippuna í öðru umslagi! Og sama er látið gilda, þótt um sé að ræða fylgiörk með blaði, merkta nafni blaðsins og tilheyrandi grein í blaðinu, sem skírskotað er til. Það má ekki. Þetta er því einkenni- legra, að slík lagaá- kvæði virðast hvergi gilda nema á íslandi. Að minnsta kosti er al- gengt, að slík lausablöð séu lögð inn í erlend blöð, — og vafalítið mega bóksalar í Reykja- vík senda slík blöð, erlend, með pósti út um land, en þó þori ég ekki að fullyrða neitt um það. Einnig er mér kunnugt um það, að erlendir bókaútgef- endur senda íslenzkum blöðum iðulega til umsagnar útgáfubækur sínar með innlögðu V I li A \ Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjórl: Gísli Sigurðsson (ábm.) Auglýsingast j óri: Ásbjörn Magnússson F ramkvæmdastj óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Simar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 149. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017 Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. lausblaði eða lausblöðum. — oft og tíðum vélrituðum, — þar sem skráðar eru nauðsyn- legar upplýsingar um bókina og höfundinn. Svona er það. Sannarlega virðist tími til þess kominn, að hæstvirt Alþingi gefi sér tíma að endurskoða þessi úreltu lög. Ég geri jafnvel ráð fyrir, að þess þyrfti ekki einu sinni með, — að póststjórnin gæti sjálf kippt þessu í lag með útgáfu nýrrar reglugerðar. Frarrúh. á bls. 25. Klippið þennan miða út og sendið. Gissur er á................................ NAFN HEIMILl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.