Vikan - 15.10.1959, Síða 7
lega smiðað, að það gat boðið byrg-
inn öllum venjulegum veðrum að
sumarlagi.
Við höfum haldgóða þekkingu á
skipum þessum, því að a. m. k. sex
þeirra hafa verið grafin úr liaugum
lítt skemmd. Fr'œgast þeirra er skip-
ið, sem fannst í Gauksstað í Noregi
árið 1880. Er það nœstum lieilt. Þar
fundust meira að segja einnig suðu-
pottar víkinga og hneftöfl.
Skip þau, sem forfeður okkar
höfðu til siglinga á þessum tímum,
voru nefnd knerrir og vitanlega mis-
jöfn að stærð. Hefur fróðum mönn-
mn talizt svo til, að þau hafi jafn-
aðarlega verið rúm 50 fet á lengd
og 16—17 fet á breidd og 40 lestir
að burðarinagni. Að jafnaði munu
liafa verið á þeim 20 til 30 manns.
Langskipin báru norræna meenn í
víking til rána og strandliöggs i
öðrum löildum, til árásar á sjálfan
Miklagarð, umsáturs um París, stofn-
unar borgar í Dyflinni, en knerr-
irnir til íslands, Grænlands og
Ameríku.
Það hefur verið tilkomumikil og
glæsileg sjón að sjá víkingaskip á
siglingu og ógnþungin fyrir þá, sem
máttu vænta þess að verða fyrir
barðinu á þeim; fagurlega útskorið
drekahöfuð á háum stafni, löng röð
skjalda með hliðum, þar sem skipt-
asst á gulir og svartir litir, og svo
vitanlega vopnablilc og morðþefur í
Iofti!
En þrátt fyrir allt hefðu þessu
glæsilegu skip víkinganna ekki kom-
foringja, er sýnt höfðu ótviræða
hæfileika. Skipshafnir hafa vafalaust
verið valdar úr hópi margra um-
sækjenda, jafnvígra á sverð og ár.
Þegar maður hafði vérið tekinn í
tölu skipverja, gekkst hann undir
mjög strangan aga og reglur, er hon-
um bar að hlýða. Skipverjar gátu
verið á ýmsum aldri, allt frá sextán
ára til sextugs, en enginn var þar
gildur 1 skiprúmi án þess áður að
hafa sýnt dug sinn og fræknleik.
Deilur milli skipverja innbyrðis voru
harðbannaðar; einnig var konum
bannað að stíga á skipsfjöl. Fréttir
bar að tilkynna skipstjórnarmanni
í nitstd blali
-&■ A6 falla fyrir aldur fram
(grein)
Hefnd nágrannans (bráð-
skemmtileg smásaga)
-3f- Grein um ljósaútbúnað í
heimahúsum, eftir Guð-
rúnu I. Jónsdóttur, híbýla-
fræðing
Annar hluti af sögu Agatha
Christie, Vitni saksókn-
arans
Þáttur Ævars R. Kvaran
um víkinga
Þáttur dr. Matthíasar Jón-
assonar
•&■ Fjölmargt annað efni til
skemmtunar og fróðleiks
sjálfum. Herfangi öllu bar að safna
saman, og siðan var því skipt eða
það selt samkvæmt settum reglum.
Allt slikt herfang varð persónuleg
eign hlutaðeigandi manns, þ. e. a. s.
það var ekki hluti þeirra eigna
inannsins, sem i arf skyldu ganga
til niðja samkvæint norrænum lög-
um. Vikingurinn gat krafizt þess, að
herfangið væri grafið með honum,
ef honum bauð svo við að horfa.
Það var sumardag einn árið 789,
er enskir bændur gengu að friðsam-
legum störfum á akri og engi, að
sýslumanninúm í Dorchester, emb-
ættsimanni konungs, bárust fregnir
af því, að þrjú skip hefðu nálgazt
ströndina. Sýslumaður brá sér á
hestbak og kvaddi nokkra menn
sína til liðs við sig og hélt rakleiðis
til hafnarinnar, þar eð liann taldi,
að hér væru kaupmenn á ferð. Hann
Framh. á bls. 26.
2), Wjattk íaó ^onaóóon
ÞYRNIROSUSVEFNINN
Þú
°g
barnið‘1
þitt
Dreymni
og stormar gelgjuskeiðsins.
Heilbrigt barn er samræmt eins
og fullkomið listaverk. En gelgju-
skeiðið er andstæðufullt og
stormasamt. Þá vakna ástriður,
sem barnið þekkti ekki. Þær
ráska þvi innra samræmi, sem
einkennir bernskuna, og ger-
breyta afstöðu barnsins til um-
hverfisins.
Fram hjá þessari breytingu
kemst enginn heilbrigður ungl-
ingur, enda væri það ekki æski-
legt. Úr andstæðum gelgju-
skeiðsins spretta fram nýir þætt-
ir eðlisins, sem ekki má vanta í
skapgerð hins fullorðna. Sú þró-
un gerist ekki i
einu stökki, og
ótímabærar á-
stríður geta
beint lienni inn
á ranga braut.
Unglingurinn
þarf að vera
dreyminn og
framsækinn i senn, ef hann á að
ná fullum þroska.
Um þessa dreymni unglingsár-
áranna fjallar Þyrnirósuævintýr-
ið. Þegar kóngsdóttirin fagra
stendur á mótum bernsku og
æsku, svífur hún inn i heim
dreyminnar eftirvæntingar, og
þegar hún kemur til sjálfs sin að
nýju, er hún fullþroska, ástfang-
in. kona. Skáldhuga alþýða hefur
um aldaraðir fellt þá reynslu sina
i listrænt form, að dreymni og
hugsjónadýrkun unglingsáranna
sé veigamikill þátlur hinnar sál-
rænu þróunar. E. t. v. kemur
þetta gleggst fram í hinu undur-
fagra Parsivalsævintýri, þar sem
hinn dreymni unglingur, ofurhug-
inn með barnshjartað, reynist
einn fær um að vinna hið mikla
afrek.
Útímabær nautnafíkn.
Jafnvægið milli dreymni og
brekkusækni er vandratað. Þegar
æska einnar þjóðar riær þvi til
fulls, hefst blómaskeið i menn-
ingu hennar. En fjölmargir ungl-
ingar ná þvi aldrci; þeir eru
geðdofa og ónæmir á töfra hug-
sjónarinnar. Ef fjöldi þeirra verð-
ur yfirgnæfandi, mótar hið
grunna sálarlíf þeirra afstöðu og
samfélagsháttu kyrislóðarinnar í
heild. Hún sækist þá fyrst og
fremst eftir stundarnautn, eftir
að njóta sem fyrst allra nautna
hinna fullorðnu og lileypur þann-
ig yfir hin dreymnu unglingsár.
Unglingar af þessu tagi fylía
hinar margumtöluðu knæpur hér
á landi, þar sem tíminn líður
fram hjá áreynslulaust. Knæp-
an verður þeirra andlegi vettvang-
ur, hún ræður lífsviðhorfi þeirra
og ræktar smám saman með þeim
hugarfar knæpukúnnans: at-
hafnalausa bölsýni og græðgi í
likamsnautnir. Við það staðnar
andleg þróun unglingsins.
Þessi geðdofi fjötrar margan
ungling, lokar sál hans fyrir
menningaráhrifum, setur græðg-
ina í stað hrifningarinnar, þorst-
ann i stað eldmóðsins. Hver kyn-
slóð dregst með fjölda slikra ein-
staklinga. Ein tegund þeirra er
ofdrykkjusjúklingurinn. Einmitt
hann finnur uppeldishlutverk sitt
á knæpunni. Hann jiykist hafa
kafað til botns og skilið fá-
nýti menningarinnar og er nú óð-
fús að miðla æskunni af þeirri
speki. Ofdrykkju fylgir sterk til-
hneiging til ofstækis, en geðdofa
unglingar eru áhrifagjarnir, þvi
að þá skortir hæfileikann til
gagnrýni. Þvi reynast þeir oft
furðu-leiðitamir, þó að freistar-
inn beri merki slöngunnar allt
of sýnilega. Það er algeng sjón á
knæpum höfuðstaðarins, sem
unglingar sækja mest, að eldri
maður setjist drukkinn að borði
þeirra, raupi af glæsilegum af-
rekum, kenni þeim að blanda úr
rassvasapelanum og drekka
fyrsta áfengið. Til slikrar sjálf-
boðinnar kennslu má margur
drykkjuinaður rekja ólán sitt. ..
Áfengisnautn unglinga.
Þegar nautnafiknin nær yfir-
tökum, áður en unglingurinn hef-
ur náð fullum andlegum og sið-
ferðislegum þroska, verður hún
taumlaus og óseðjandi. Unglingn-
um finnst þá allt tilvinnandi að
svala henni. Því tælir hún marg-
an hálfþroska ungling út i jijófn-
að, saurlifnað og svik, grefur und-
an sjálfstæði hans og gerir hann
að auðsveipum þræli sinum. A-
fengisnautn unglinga er gleggst
dæmi um þetta. Fjárþörfin, sem
hún veldur, þrengir svo að þcim,
að margir megna ekki að full-
nægja henni á heiðarlegan hátt.
Það er þvi ekki alls kostar rétt,
sem margir afbrotaunglingar bera
fram sér til afsökunar, að þeir
hafi verið undir áhrifum áfengis,
þegar þeir frömdu þjófnað. Þeir
stálu einmitt til þess að geta veitt
sér áfengið.
Framh. á bls. 26.
7