Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 9

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 9
konu, sem þér getið ekki átt neitt sameiginlegt með? Leonard Vole fórnaði höndum óstyrkur. — Ég get satt að segja ekki sagt yður það, — hef ekki hugmynd um það. Eftir fyrstu heimsókn mína þrábað hún mig að koma aftur og kvaðst vera einmana og óhamingjusöm. Hún gerði mér það ómögulegt að neita. Hún sýndi svo greinilega, að henni þótti vænt um mig, að ég komst í slæma aðstöðu. Sjáið þér til, Mayherne, ég er veikgeðja að eðlisfari, — ég á ákaflega erfitt með að segja þvert nei. Og mér er sama, hvort þér trúið mér, en eftir þriðju eða fjórðu heimsókn mína fór mér raunverulega að Þykja vænt um gömlu konuna. Móðir mín dó, þegar ég var .á barnsaldri, og ég var alinn upp hjá fænku minni, sem líka dó, áður en ég varð fimmtán ára. Ég býst við, að þér mund- uð bara hlæja að mér, ef ég segði yður, að ég hafi haft ánægju af þvi að láta dekra dálítið móðurlega við mig. Mayherne hló ekki. Þess í stað tók hann af sér nefklípurnar í annað sinn og þurrkaði af þeim, — merki þess, að hann var i þungum þönkum. -—- Ég tek skýringu yðar gilda, Vole, sagði hann loks. — Ég býst við, að hún sé sálfræðilega senni- leg. En hvort kviðdómur mundi hafa sömu skoðun, er önnur saga. Haldið vinsamlegast áfram frásögn yðar. — Hvenær bað ungfrú French yður fyrst að yfirlíta fjármál sín? — Eftir þriðju eða fjórðu heimsókn mína. Hún hafði mjög takmarkað peningavit og hafði áhyggj- ur vegna einhverra hlutabréfa. Mayherne leit snögglega upp. — Gætið yðar, Vole. Þjónustustúlkan, Janet Mackenzie, kveður gömlu konuna hafa haft gott vit á fjármálum, og framburður bankamanna, sem hún skipti við, er samhljóða. — Ég get ekki gert að því, sagði Vole hrein- skilnislega. — Hún sagði mér þetta. Andartak horfði Mayherne þegjandi á hann. Þótt hann hefði alls ekki i hyggju að segja frá mann komast að þvi, að hún væri vel efnum búin. Emily French hafði verið viljasterk kona, sem var reiðubúin að greiða það, sem hún girntist, fullu verði. Þessar hugsanir þutu gegnum heila May- hernes, en hann lét ekki á neinu bera, heldur spurði: — Og sáuð þér um fjármálin að beiðni hennar? — Já. — Kæri Vole, sagði málfærslumaðurinn, ég ætla að spyrja yður mjög alvarlegrar spurningar, sem er mikilsvert, að ég fái hreinskilnislegt svar við. Þér voruð fjárhagslega illa staddur. Þér höfðuð fjármál gamallar konu að annast, — konu, sem að eigin sögn hafði lítið eða ekkert vit á pening- um. Kom það fyrir nokkurn tima eða á nokkurn hátt, að þér notfærðuð yður aðstöðuna? Gerðuð þér sjálfur i þessu sambandi einhver þau viðskipti, sem ekki mundu þola dagsins ijós ? — Hann bægði burt svarinu. — Bíðið stundarkorn, áður en þér svarið. Okkur eru tvær leiðir færar. Annaðhvort getum við haldið á loft nákvæmni yðar og heiðar- leik í sambandi við fjármál gömlu konunnar og jafnframt bent á það, hve ósennilegt það sé, að þér hefðuð farið að fremja morð til að ná í peninga, þegar þér gátuð fengið þá með svo óendanlega auðveldari leiðum. Ef á hinn bóginn er eitthvað í þessu sambandi, sem sækjandinn getur nælt í, — þaö er að segja, ef þér hafið prettað gömlu kon- una á einhvern hátt, þá verðum við að snúast þannig til varnar, að þér hafið ekki haft neina ástæðu til að fremja morðið, þar eð konan var þegar orðin yður peningauppspretta. Ég bið yður að hugsa málið vel, áður en þér svarið. En Leonard Vole svaraði þegar í stað: — Umsjón mín með fjármálum ungfrú French var i alla staði heiðarleg. Ég bar hennar hag fyrir brjósti eins vel og vit mitt leyfði, eins og hver sá mun sjá, sem athugar þau mál nánar. — Þakkir, sagði Mayherne. — Þér hafið létt af mér byrði. Ég ætla að slá yður þá gullhamra að trúa því, að þér séuð of skyni borinn til þess að Þér látið sem þér vitið ekkert um erfðaskrána .. Hann sá í anda ungfrú Frencli, heillaða af unga, myndarlega manninum — og í sífelldri leit að einhvcrju yfirskini til þess að fá hann til að koma aftur í heimsókn. — Er yður ekki kunnugt um það, Vole, að ung- frú French lét eftir sig erfðaskrá, þar sem þér eruð aðalerfinginn? — Hvað segið þér? Fanginn spratt á íætur. Skelfing hans var engin uppgerð. — Guö minn góður! Hvað segið þér? Ánamaði hún mér 'pen- ingana? Mayherne kinkaði kolli með hægð. Vole hneig niður á bekkinn aftur og tók höndum fyrir andlit sér. — Þér látið sem þér vitið ekkert um erfða- skrána? — Læt sem? Það eru engin látalæti. Ég hafði ekki hugmynd um hana. — Hvað munduð þér segja, ef ég segði yður, að þjónustustúlkan, ungfrú Janet Mackenzie, sver og sárt við leggur, að þér hafiö vitað um hana, — að húsmóðir hennar hafi sagt henni skýrt og skorin- ort, að hún hafi ráðgazt við yður um málið og sagt yður áform sitt? — Segja? Að hún færi með ósannindi! Nei, ég fer of hratt yfir. Janet er roskin kona. Hún var húsmóður sinni sem tryggur varðhundur, og henni féll ekki við mig. Hún var afbrýðisöm og tortrygg- in. Ég mundi ætla, að ungfrú French hefði trúað Janet fyrir ætlun sinni og að annaðhvort hefði Janet misskilið eitthvað, sem hún sagði, eða þá, að hún hefði með sjálfri sér verið sannfærð um, að ég hefði fengið ungfrú French til að gera þetta. Ég býst fastlega við, að hún sé farin að trúa því sjálf, að ungfrú French hafi sagt henni það. — Þér teljið ekki, að henni falli nógu illa við yður til að ljúga um þetta mál? Leonard Vole virtist hryilingi og furðu lostinn. — Nei, alls ekki. Hvers vegna ætti henni að vera það? — Ég veit ekki, sagði Mayherne hugsi. — En hún er mjög bitur í yðar garð. Ungi maðurinn stundi aftur. — Ég er farinn að skilja, tautaði hann. — Það er óhugnanlegt. Þeir munu segja, að ég hafi fengið hana til að gera erfðaskrána, síðan hafi ég komið heirn til hennar um kvöldið og fundið hana eina. — Svo íinna þeir hana daginn eftir. — Guð minn góður, það er óhugnanlegt! — Það er rangt hjá yöur, að hún hafi verið ein, sagði Mayherne. — Eins og þér munið, ætlaði Janet út um kvöldið. Hún fór, en kom aftur um klukkan hálftíu til þess að ná í snið af blússuerm- um, sem hún hafði lofað vinstúlku sinni Hún fór inn um bakdyrnar, upp á loft og náði í sniðið — og fór strax aftur. Hún heyrði óm af samtali í setustofunni, og enda þótt hún gæti ekki greint, hvað sagt var, er hún reiðubúin að sverja, að hún heyrði rödd ungfrú French og einhvers karlmanns. Framhald í nœsta blaöi.' því, hafði trú hans á sakleysi Leonards Vole auk- izt að mun við þetta. Hann kannaðist nokkuð við hugarfar roskinna kvenna. Hann sá í anda ung- frú French, heillaða af unga, myndarlega mannin- um — og í sífelldri leit að einhverju yfirskini til þess að fá hann til að koma aftur í heimsókn. Hvað var eðlilegra en hún hefði þótzt hafa litið fjár- málavit og beðið hann að hjálpa sér? Hún var nógu mikil heimskona til að gera sér ljóst, að það kitlar hégómagirnd sérhvers karlmanns að fá slíka yfirlýsingu um yfirburði sína. Þannig hafði farið fyrir Leonard Vole. Ef til vill hafði það ekki held- ur verið henni á móti skapi að láta þennan unga segja mér ósatt um svo mikilvægt atriði. — Að sjálfsögðu, sagði Vole ákafur. Sterkasta vopn mitt er, að ég hafi enga ástæðu til að fremja morðið. Ef við hugsum okkur, að ég hafi sótzt eftir kunningsskap gamallar, auðugrar konu með það í huga að hafa út úr henni fé, — en það virðist vera inntakið af því, sem þér hafið sagt, — hefði þá ekki dauði hennar áreiðanlega eyðilagt áform mitt? Málfærslumaðurinn horfði fast á hann. Ósjálf- rátt tók hann enn á ný ofan nefklípurnar og þerr- aði þær. Það var ekki fyrr en hann hafði sett þær upp aftur, að hann hóf máls: 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.