Vikan


Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 15

Vikan - 15.10.1959, Blaðsíða 15
félögum á landinu, að landhelgisgœzlan hafi komið fram af einurð og festu í öllum málum og það sé orðin um þau þjóðareining. Og þeir, sem eru með eitthvert kjaftæði um það, að stjórnin á landhelgisgæzlunni sé öðruvísi en hún á að vera, þeir eru bara að reyna að koma illu af stað. Það getur vel verið, að það sé satt, að ein- hverjir af þeim, sem stjórna landhelgisgæzl- unni, séu lcannski ekki á marga fiska, og séu í sjóliðsforingjaleik, og séu kannski ekki mjög merkilegir. En ég þori að ábyrgjast, að þeir eru ekki eins miklir kjánar og flestir þeir, sem til þekkja, halda fram, að þeir séu. Og þó þeir væru það, finnst mér, að það, sem mestu máli skiptir, sé, að menn séu ekki að gaspra með það, þóað þeir viti citthvað, sem er öðrum til einhverrar skammar, heidur reyni að þegja um það. Það er sko alveg á- byggilegt, að það borgar sig ekki að vera að skipta um menn í embættum, þvi það koma bara nýir asnar, sein byrja kjánaskapinn uppá nýtt. Sumir af þeim gömlu gera ekki sömu delluna nema tvisvar- þrisvar og byrja svo á cinhverri nýrri. Og það er áreiðanlega betra að hafa mann, sem er í flotaforingjaleik, yfir landhelgisgæzlunni eins og núna, heldur en til dæmis mann, sem stendur i miðilssam- bandi við Bedúínahöfðingja og arabíska ess- reka eins og Sigurður Jónasson, því það verð- ur þó að minnstakosti reynt að hafa skipin á floti, meðan Pétur ræður yfir þeim. Magalegur. ÞAÐ ÞORI ég að hengja mig uppá, að eftir svosem lnindrað ár þá verða menn hissa á þvi, þegar þeir lesa um það i gömlu blöð- unura, að íslendingar hafi orðið fokillir útaf því, þó Ameríkani segði þeim að liggja svo- litla stund á maganum og teygja frá sér hend- ur og fætur svolitla stund suður á velli. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þeir, sem rjúka upp útaf svoleiðislöguðu, hafa áreið- anlega verið reiðir útaf einhverju öðru og notað bara tækifærið tilað rjúka upp og steyta görn útaf þessu. Kunningi minn, sem vinnur i stjórnarráðinu, lenti einu sinni iþví i fyrra að fá kýli á bakið og varð að liggja á maganum i fimm daga. Hann sagði mér, að það hefði náttúrlega verið þreytandi til lengdar. En hann fann ekkert fyrir þvi, að hann yrði reiður. Og þegar maður hugsar útí það, að þetta voru ekki nema fimmtán— tuttugu mínútur, sem Iíaninn lét þá liggja á maganum suðrá velli, þá finnst manni næsutm hlægilegt, livað mikið veður þeir gera útaf þessu, — nerna þetta hafi verið nienn, sem rjúka upp útaf hverju sem er. Svoleiðis menn eru náttúrlega til alstaðar, og það er ómögulegt að koma neinu tauti við þá, það er sama, hver á hlut að máli. Og mér finnst, að það ætti að segja þeim upp og láta þá vinna einvherstaðar, þar sem þeir þurfa ekki að umgangast útlendinga, þviað svona uppstökkir hrokabelgir eru landinu ekki til neins sóma. Og ég þekki stelpur, sem hafa verið mikið á vellinum, og ein af þeim sagði við mig, þegar hún var búin að lesa þessa vitleysu, að fyrst það væri gert svona uppistand útaf því, þó Kani léti nokkra karlmenn liggja á maganum i kortér, þá mundu menn segja eitthvað, ef þeir læsu um það, sem þær lentu i stundum, og dytti ekki einusinni i hug að kæra útaf þvi, og væru þær þó kvenmenn. Aumingja lélega leikkonan. ÞAÐ SAGÐI mér leikari, sem ég hitti um daginn, að nú væri alvarlegt hafari útaf því, að það liefði verið sagt upp leikkonu hjá Þjóðleikhúsinu, sem væri af einni helztu leikaraætt landsins, og það væri sennilegt, að þessi uppsögn færi í liart. Og þegar ég spurði liann, hvort liinir leikararnir ætiuðu þá ekki að stræka, svoað hún fengi jobbið ai'tur, sagði hann, að það dytti þeim ekki í hug, afþvi þeim þætti hara gaman að því, þegar eitthvað leiðinlegt kæmi hver fyrir annan. Ég hitti líka frænda þessarar konu, sem er að vesenast i því, að hún verði ráðin aftur hjá Þjóðleikhúsinu, og spurði liann að þvi, hvort lienni hefði þá ekki verið sagt upp, vegnaþesshvað hún væri léleg leikkona. Og hann sagði, að jiað væri sko alveg ábyggilegt. Og það væri einmitt þessvegna, sem það væri svona mikið svínari að segja henni upp. Góðar leikkonur geta alstaðar fengið að leika, en það væri ekki liægt að ætlast til þess, tildæmis af Leikfélagi Reykja- vikur eða ungmennafélaginu i Hveragerði, að þau færu að ráða til sín lélegar leikkonur. Og mjög slæmar leikkonur geta heldurekki farið með leikflokk útum land tilað sýna, bæði afþvi þær geta ekki fengið neina góða leikara tilað fara með sér, og líka af þvi, að fólk útá landi mundi ekki koma tilað sjá leikrit, sem góðir leikarar væru i, ef þessi leikkona léki með þeim. Og þessvegna sagði þessi frændi leikkonunnar, að það væri ein- mitt Þjóðleikhúsið, sem ætti að hafa slæmar leikkonur, þvi það væri ekki hægt að ætlast til þess af neinum öðrum og einhverstaöar yrðu slæmar leikkonur að vera einsog aðrir. Og það væri sko alveg áreiðanlegt, að Þjóð- leikhúsið skyldi komast að þvi fullkeyptu, ef það réði hana ekki aftur. — Og ég get vel trúað, að þessi maður hafi rétt fyrir sér og að það sé einmitt' tilþessað skaffa svona fólki vinnu, sem Þjóðleikhús eru höfð. Að minnstakosti þekki ég Dana, sem hefur sagt mér, að það sé líka svoleiðis við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, að þar sé liað ekkert aðalatriði að hafa góða leikara. / október, 1959, J. M. S. Ef íbúðin er lítil og tæplega pláss fyrir skrifborð, koma ýmsar lausnir til greina. Það má smíða bókaskáp á stuttan veggbút og hafa hurð með hjörum að neðan fyrir nokkrum hluta hans. Þegar hurðin er opnuð, eiga að vera járn til að halda henni í láréttri stöðu, — og bar er komið allra sæmi- legasta skrifborð. Forstofan vill verða vandamál í mörgum íbúðum. Stundum hefur henni bókstaflega verið sleppt og þá komið beint inn í stofuna. Öðrum líkar ekki við það og hallast að því að finna eitthvað, sem kynni að lífga upp forstofuna. Það er mjög algengt, að forstofur eru þröngar, — stundum aðeins mjóir gangar, — og kem- ur þá ýmislegt til greina til þess að bæta úr því. Eitt er að koma fyrir stórum spegli, eins og sést á mynd- inni. Þá þarf að vera fallegur veggur á móti. Þetta get- ur gerbreytt lítilli forstofu, en gallinn er bara sá, að speglar eru dýrir. í NÆSTA BLAÐI verður grein uin lýsingu og ljósa- útbúnað eftir Guðrúnu Jónsdóttur híbýlafræðing. Þessa spengilegu dömu hittum við ekki alls fyrir löngu, — já, það var einmitt í íbúðinni, sem við birturn myndir úr í síðasta blaði. Hún heldur á öskubakka og stóð raunar á gólfinu, enda er hún um það bil 60 sm á hæð. Hún er mjög afrísk á svip, og þó er hún vfst úr tekk-viði frá Síam og búin til í Danmörku. og húsbúnaftur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.