Vikan - 15.10.1959, Síða 25
Hvers vegna eigum við ekki börn?
Framh. af bls. 5.
jafnvel umhverfið, mataræði, þreyta og annað á-
móta getur einnig orsakað ófrjósemi.
Alkóhól oggeðveilur_______
Vínanda, níkótín og eiturlyf verður einnig að
taka til greina. — Oft, þegar læknirinn finnur
ekki líkamlegar orsakir ófrjósemi, verður hann að
kynna sér andlegt ástand manna og kvenna.
Hjón koma oft saman til kvennalæknisins, þegar
þau hafa ekki eignazt börn í nokkur ár. Rannsókn
leiðir í ljós, að ekki er hægt að finna neinar líkam-
legar orsakir ófrjósemi þeirra. Þau þrá mjög að
eignast barn, og vo'nbrigðin geta hreinlega valdið
truflun. Oft getur skynsamlegt og fræðandi sam-
tal verið nægilegt til þess, að hjón geti eignazt
börn.
Hafa ber það í huga, þegar annað hjóna hefur
verið ófrjótt um margra ára bil og þau taka sér
tökubarn, að það getur orðið til þess, að Þau verði
skyndilega frjó. Ekki verður ljóslega skýrt, af
hvaða orsökum þetta stafar, en ljóst er, að órsak-
irnar eru algerlega sálrænar. Fyrri eftirvænting
og spenna, vegna þess að hjónin gátu ekki eignazt
barn, er skyndilega horfin. Oft er nægilegt, að
hjónin fari í smáferð og skipti um umhverfi, til
þess að þau eignist síðar barn.
SektarmeSvitund ...
Dr. Kaplan verður að kynnast vel sjúklingum
sinum, ef hann á að geta hjálpað þeim, og sjúkl-
ingarnir verða að trúa honum fyrir duldustu leynd-
armálum sínum.
Kvennalæknirinn þarf ekki að vera útlærður
geðlæknir, en hann verður að vera góður mann-
þekkjari og bjartsýnn.
Konur, sem þjást af sektarmeðvitund sakir ó-
frjósemi sinnar, eru oft hræddar og kvíðafullar og
forðast að segja honum allan sannleikann.
Dr. Kaplan kann ágætisráð við slíku. Hann seg-
ir sjúklingnum, hversu vænt honum þyki um það,
að sjúklingurinn sé svona hræddur við hann. —
Þá er ég sáttur við tilveruna, segir hann. — Þegar
ég var lítill drengur og lá veikur í rúminu, var ég
logandi hræddur við lækninn Og þá hét ég því, að
ég skyldi verða læknir, þegar ég yrði stór, — lækn-
ir, sem allir væru hræddir við. Og þegar ég horfi
á yður, sé ég, að mér hefur tekizt þetta. —
Mér er i rauninni óskiljanlegt, hvernig nokkur
getur óttazt þennan vangjarnlega mann með brúnu
augun, — en kímnin sigrar, og Kaplan lánast að
ná nánara sambandi við sjúkling sinn en áður.
Þessu lyktar með því, að bæði læknirinn og sjúkl-
ingurinn reka upp ekellihlátur, — og þá er loks
hægt að snúa sér að efninu.
PÓSTURINN.
Framháld af bls. 3.
En eins og er, þá er þetta kjánalega ákvæði
mjög bagalegt og stórfurðulegt, að viðkomandi
aðilar skuli ekki hafa breytt því fyrir löngu.
Virðist í fyllsta máta óréttlátt, að við skul-
um ekki njóta sömu þæginda og réttar og
aðrar þjóðir, — jafnvel ekki innan okkar
eigin póstumdæmis, og verður ekki séð nein
skynsamleg ástæða fyrir því.
* jBfSSSB*hS«SI»a 1
Dagkrem, næturkrem —
og alls konar andlitskrem.
Kæra Vika.
Viltu vera svo góð að fræða mig örlitið um
snyrtivörur til andlitssnyrtingar? Mig langar til
að vita, hvernig á að nota dagkrem, næturkrem
og alls konar andlitskrem, sem ég vcit ekki
nöfn á, og hvort gott sé fyrir húðina að nota
þetta. Kæra Vika, ég vona, að þú bætir úr fá-
fræði minni i þessum efnum.
Þin Sísi.
Hvernig er skriftin?
Hvað á ég að vera þung? Ég er sextán ára og
163 sm.
Sísí mfn góð. Þú mátt ekki móðgast við
Vikuna, þótt hún treysti sér ekki til að
veita þér þær upplýsingar', sem þú ferð
fram á. Hins vegar ræð ég þér að snúa þér
til sérfróðra kvenna í einhverri af snyrti-
stofuin borgarinnar, þær munu eflaust reyn-
ast fúsar til að miðla- þér af reynslu sinni
og þekkingu varðandi „dagkrem, næturkrem
og alls konar andlitskrem“. Sjálf notar Vikan
ekkert af slíkum varningi — og lítur þó
allsæmilega út, virðist þér það ekki?
En eitt get ég sagt þér. Það ætti engin að
nota þessi krem, nema nauðsyn beri til,
því að í rauninni eru þau eins og hver önn-
ur lyf, og því ekki holl hörundinu að
nauðsynjalausu eða í ofnotkun. Og sextán
ára stúlka á ekki að hafa neina þörf fyrir
fegurðarlyf, ef allt er með felldu. Sé það
ekki, er hyggilegast að ráðfæra sig við
heimilislækni sinn, því að óhrein húð á
þeim aldri stafar oftast af einhverjum æsku-
kvillum, sm annaðhvort læknast von bráð-
ar af sjálfu sér eða auðvelt er að losna við
með aðstoð annarra lyfja en fegurðarlyfja.
..Skriftin er mjög sæmileg — mætti raunar
vera dálítið samfelldari og Stafagerðin
samræmdari.
Og svo er það þyngdin. Sísí mín, — stúlka
á þínum aldri á alls ekki að hafa neinar
áhyggjur af slíku, því að ef þú ert heilsu-
hraust og þér líður vel líkamlega, þá er
þyngdin algert aukaatriði. Þú ret á því skeiði,
sem líkamsvöxtur kvenna — og þá vitanlga
einnig þyngdin — tekur örum breytingum,
og það er ekki aðeins óhyggilegt, heldur
getur það og verið beinlínis hættulegt að grípa
þar fram í með einhverjum óeðlilegum ráð-
stöfunum. Ef þú átt hins vegar í einhverjum
j óþægindum sökum offitu eða þú ert holda-
I minni en eðlilegt getur talizt, er þér ráðlegast
! að ræða um það við heimilislækni þinn. Sé
! svo ekki, þá skalt þú borða eins og þig lystir
og ekki hafa minnstu áhyggjur af líkams-
þyngd þinni eða vexti. Það brytist hvort
tveggja á sinn eðlilega hátt, — sannaðu til.
Og loks er það blessað útvarpið.
Kæra Vika.
Víst getur þú nú ekki frætt mig um það,
hvernig á þvi stendur, að svo mikil brögð hafa
verið að því alllengi að undanförnu, að endur-
flutt eru útvarpskikrit, sem áður voru flutt fyr-
ir kannski rúmu ári eða svo? Er það til í mál-
inu, að slíkur hörgull sé á nothæfum útvarps-
leikritum erlendum, að gripa verði til þessara
sifelldu endurtekninga, eða á nothæfum þýð-
endum? Eða hefur leiklistardeiLd útvarpsins,—
slik deild er til, er ekki svo? — ekki nægan
mannafla til að kynna sér erlend útvarpsleik-
rit með tilliti til flutnings? SjáLfum finnst mér
fyrsta ástæðan sennilegust, ef maður miðar við
gæði — eða hið gagnstæða —- þeirra erlendu
leikrita, sem flutt eru og siðan endurflutt; af
þeim virðist sannarlega oft mega ráða, þótt
fyrir komi heiðarlegar undantekningar, að ekki
sé þar um auðugan garð að gresja, þótt ótrúlegt
megi kalLast.
Að vísu niá láta gilda hér hið fornkveðna, að
sjaldan sé góð visa of oft kveðin. En það verðnr
þá líka að vera góð visa. Og satt hezt að segja,
bá finnst mér ekki, að endurtekningarnar séu
fyrst og fremst miðaðar við gæði þessara út-
varpsleikrita, þvi að flest þeirra er alveg nóg
að heyra einu sinni. Og hvað sum þeirra að
minnsta kosti varðar, er jafnvel það eina sinn
einu sinni of oft. Þá er og flutningurinn ákaf-
lega upp og niður, og virðist á stundum sem
leikararnir hafi varla gefið sér tíma til að lesa
leikritið yfir, áður en farið er með það að
hljóðneinanum, hvað þá meira, enda þótt oft
sé auðheyrilega um vel undirbúinn og vand-
aðan flutning að ræða.
Miður ánægður hlustandi.
Ég verð að viðurkenna, að ég er yður að
mörgu leyti sammála, en hins vegar er ég
yður ekki fróðari um orsökina, sem þess-
um hvimleiðu endurtqkningum veldur. Ég
er að vfsu ekki kunnur erlendum bókmennt-
um á þessu sviði, en ég trúi því þó ekki, að
þar sé slíkur skortur, að hann réttlæti þetta.
Hingað til hefur húsnæðisskorti ríkis-
útvarpsins mjög verið kennt um flest það,
sem að því hefur verið fundið, og má vera,
að hann eigi nokkra sök á þessu, — að hús-
rúm til leikæfinga hafi verið mjög takmark-
að. Sé svo, þá stendur þetta til bóta, þar
sem stofnunin er nú í þann veginn að
flytjast í nýtt og rýmra húsnæði. Við bíðum
og sjáum, hvað setur.
ÓLUKKANS LYKILLINN.
Framh. af bls. 11.
eina leiðin niður stigann. Þarna kemur vinur okk-
ar, lögreglumaðurinn!
Stór og herðabreiður náungi í einkennisbúningi
stóð i dyrunum og leit á þá félaga. Þjófurinn lagði
nú árar í bát, hann hafði beðið smánarlegan ó-
sigur .. .
— Það er leiðinlegt að komast svona auðveld-
lega inn í hús og ekki út aftur, sagði lögreglumað-
urinn og leit á hann brosandi. Nei, er þetta ekki
gamli vinurinn okkar, hann Meyer! — eða Lund
eða Lundby, — reyndar síðast Holmgaard. Hvað
hét hann núna? Hann leit spyrjandi á Holgersen . . .
— Innkaupastjóri ölgerðar. sagði Holgersen,
ætlaði að borga fyrir pöntun. I stað þess tók hann
veskið mitt fullt af seðlum. En hann hefur vist
ekki haft mikla ánægju af þeim.
— Ætli það, sagði lögreglumaðurinn og brosti
til Holgersens:
— Bráðsnjöll hugmynd að kasta lyklunum út
um gluggann og hringja í okkur!
ORKA - lÍFSGlEH
Jíaldhrcinsað Þ0RSI"
UFSA
IVSI
í liinum þægilegu flöskum frá okkur
sem fást í flestum lyfja- og matvöru-
búðum.
IÝSI H.F.
VIKAN
25