Vikan


Vikan - 12.11.1959, Síða 3

Vikan - 12.11.1959, Síða 3
DOMGREIN0 AÐ LÁNI Hvernig væri, að þið reynduð að tala við hlutaðeigandi húsráðendur — blátt áfram og illindalaust — og færuð fram á, að þeir lokuðu að minnsta kosti gluggum hávaða- salanna? Þið getið sagt þeim, að ykkur sé mjög í mun, að vandinn leysist á sem vin- gjarnlegastan hátt, og þeir hljóta að sjá, að við svo búið má ekki standa. Bregðist þeir hins vegar illa við vingjarnlegum og sann- gjörnum tilmælum, þá er sennilega ekki nema um hina leiðu leið að ræða, enda á það fólk, sem ekki fæst til að sýna öðrum minnstu tillitssemi, það ekki skilið, að aðrir taki óverðskuldað tillit til þess. Kæra Vika. Er það satt, að lög- regluþjónar séu valdir eftir sitjandastærð? Einn úr strætinu. Nei, það held ég hreint frá. Ég held, að ekki komi annað til mála en ýmislegt annað komi þar til greina, einhverjar aðrar stærðir og stærðarhlutföll. Hví í ósköpunum skyldu þeir vera valdir eftir sitjandastærð? Það held ég hreint frá! Ekki íþróttina sjólfa um að saka . . . Kæra Vika. Mig langar til að spyrja þig, hvers vegna glíman er kölluð þjóðaríþrótt. Að mínum dómi er hún fyrst og fremst íþrótt fyrir tudda, — ef íþrótt skyldi kalla. Áhorfandi. Sögulega séð er glíman þjóðaríþrótt ís- lendinga, og verður ekki um það deilt. Um göfgi hennar kunna að vera skiptar skoðanir, en ég tel hana fagra og göfuga íþrótt í sjálfu sér. Hitt er svo annað mál, að allt má níða. Þannig má til dæmis leika tónverk, sem er fagurt í sjálfu sér, að fæstum eða engum, sem ekki hafa heyrt það flutt á annan hátt, getur til hugar komið annað en verkið sé ólistrænt klúður. Og eins er um það, að svo illa og þjösnalega má glíma, að þeir, sem ekki hafa kynnzt íþróttinni í öðru formi, telji hana — íþrótt fyrir tudda. Þar er ekki íþróttina sjálfa um að saka. heldur iðkendur hennar. Og svo er hér bréf um abstraktlist. Kæra Vika. Segðu mér eitt. Hvernig getur maður vitað, hvort abstraktlistaverk er í rauninni listaverk — eða bara svindl? Þér kann að þykja kjánalega spurt, en það er að gefnu tilefni. Maður nokkur, sem er góðkunn- ingi mannsins míns, fór þess á leit við hann, að hann keypti málverk af ungum listamanni, sem hann taldi ..ákaflega snjallan", enda hefur honum verið mikið hrósað í blöðum. Sótti kunninginn þetta fast, enda fór svo, að maðurinn minn keypti málverkið og galt fyrir það myndarlega fjárupp- hæð. Við sjáum ekki heldur eftir peningunum, það er ekki það. Við viljum bæði gjarna rétta ungum og efnilegum listamönnum hjálparhönd, fyrst við erum þess umkomin. En það er þetta: Eigum við að hengja málverkið upp í íbúð okkar eða ekki? Ég get ekki lýst því. Það er alls konar mislitar skræpur, sem við fáum ekki annað séð en klesst hafi verið á strigann af handahófi, og skín víða í hann beran á milli. Nánast til tekið þá þykir okkur það ekki nein híbýlaprýði, en vitanlega er- um við ekki neinir listfræðingar. Á maður þá að Framhald á bls. 30. I-------------------------------------- ¥ IKM Útgefandi: VIKAN H.F. Ritstjóri: Gísli Sigurðsson (óbm.) Auglýsingastjóri: Ásbjörn Magnússson F ramkvæmdas t j óri: Hilmar A. Kristjánsson Verð i lausasölu kr. 10. Áskriftarverð kr. 216.00 fyrir hálft árið, greiðist fyrirfram. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 33. Símar: 35320, 35321, 35322. Pósthólf 148. Afgreiðsla og dreifing: Blaðadreifing, Miklubraut 15, simi 15017 Prentun: Prentsmiðjan Hilmir h.f. Myndamót: Myndamót h.f. ForsíÖan: Þaö er gullfalleg þrenn- ing á forsíöu Vikunnar aö þessu sinni -— eöa finnst ykkur ekki ? Hundurinn og kötturinn eru aö vísu litlir vinir fremur en aðrir hundar og kettir en stráksi er góökunningi beggja og lionum tekst œvinlega aö tryggja friösamlega sambúö. Dunlop — gúmmíbjörgunarbátar Sz*> ÍJtgerðarmenn, sem þurfa að útbúa skip sín með gúmmíbátum eða endurnýja, fyrir næstu áramót ættu að leita upplýsinga hjá okkur sem allra fyrst. Dunlop tryggir gæðin — Verðið hvergi hagstæðara. — Stuttur af’reiðslutími. Vélar & skip h.f. Hafnarhvoli — Sími 1 81 40. STÆRÐIR: 4 manna 6 — 8 — 10 — 12 — 15 — 20 — 23 — 25 — V I Iv A N 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.