Vikan


Vikan - 12.11.1959, Síða 5

Vikan - 12.11.1959, Síða 5
— Þetta er önnur sængin, sem við byggjum, Hina fyrstu átti ég, þessa átt þú, hina þriðju að kominn. Andrés stóð upp og heilsaði hon- um. Skap hans léttist við að sjá þennan mann. — Vertu ókvíðinn, sagði hann. — Það er önnur í vöggunni og livorki primsignd né skirð! Hann kallaði til nokkurra piltanna að bera hana inn. Sunnefa gekk óbótanum um beina, bar fram mat og vínkönnu. Hann ýtti diskinum frá sér og tók til sin trogið allt, neri brosandi hend- urnar og valdi sér bita. — Þér hafið misst af því, Halldór ábóti, að sjá brúðhjónin í sínu stássi, sagði Sunnefa. — O, þau eru, vænti ég, í sínu bezta stássi núna, því sem guð gaf þeim! Engin heimsins klæði eru jivi lík! — Þá liefur dottinn svipt ykkur klaustur- inenn miklu yndi, sagði Andrés og hló. Aldrei klæðist kona því stássi fyrir ykkur! — Efra Iieims, drengur minn, efra heims! Ábótinn var með fullan munninn af kjöti, en reyndi þó að bæta á sig víninu. — Þar klæðast allir hinum eina sanna guð- vef, sínu holdi. Andrés gat ekki að sér gert að brosa. Hann bætti á hjá ábótanum og sjálfum sér. Siðan tók hann upp talsmáta ábótans og spurði: — f hvaða erindum fórstu liingað norður? — Hvaða erindum? Fyrst varð hann undr- andi, en áttaði sig, og breitt andlitið þrútnaði af bældum lilátri: — Æ, ég var að vitja um próventukerlingu sem ætlar að gefa okkur jarðartutlu! En hún er vísast dauð þegar ég lcem! Hláturinn sauð upp úr og vínið með. — Það er ljótt að skrökva, sonur minn! Hann hló og hóstaði og engdist. En skyndilega varð hann alvarlegur, leit athugandi i kring um sig, hvort nokkur heyrði mál þeirra. Sunnefa var gengin frá og enginn sat nærri. Hann laut að Andrési og hvíslaði: — Ég kom að Skarði. — Kemur það við mig? Andrés varð hrana- legur. — Ég hitti Solveigu. Hún var að búa sig til Reykhóla. — Ég hef þó séð skriptir með englum í lín- serk, sagði Sunnefa. — Það sem snýr að augum mannanna snýr ekki að augum guðs. Altarisvínið er vin í okk- ar augum, blóð i augum hans. En hvað ég vildi segja: það Iiggja hérna tvö skip fyrir neðan. — Já, frá Lynn. — Varning? — Korn og vln; eitthvað af járni og smá- vöru. — Það væri hægt að koma því. — Hvernig? — Á rekahestum. Seinna i haust. — Rekahestum? — Búa um það með timbrinu. Ekkert lengur að fá fyrir vestan. Riða með vopnaða menn um hvern fjörð, hverja vík; slá menn og drepa. Ábótinn saup drjúgt á, blikaði auga og kank- brosti til Andrésar. — Refurinn nær ekki í berin ef þau hanga nógu hátt! Én hvað ég vildi segja: heldurðu k , * «. '> f * »1 „ — tt,— t, Kafli iir verdlauiia- sbáld§ög;n Björnis Th. Bjömssonar. Bókin kemur út 15. nóvember. að Bjarni gæti hýst fyrir mig nokkrar mjöltunn- ur, litilræði af járni og víndropa? Fram i göng- ur eða svo? Jæja, ég tala við hann í fyrra- málið. — Bjarni fer utan á morgun, til Lynn; þaðan í Danmörk, á konungsfund. — Nú er lagið! Danakóngur hefur þá fylgt með í hjúskaparmálanum! Ekki hélt ég þú hefð- ir erft svona mikið af honum föður þínum, drengur minn. Nú er lagið! — Og einliver legáti hennar er sagður búa sig á páfafund! — Björn og Þorleifur eru vestur á Snæfells- nesi, Ólöf situr í orlofi á Helgafelli. Einar er á Reykhólum. Andrés þagði. Þrátt fyrir beiskjuna var hug- ur lians ófrosin vök; hlýr straumurinn lcom sífellt neðan og hélt henni opinni. — Þvi tafðist ég. Ég beið þess að hún ferð- byggist. — Er það svo að skilja, að ábótinn á Helga- felli sé orðinn hestasveinn þess á Skarði! — Hún varð mér samferða, Andrés. — Og væntanlega ætlað í brúðkaup frænku sinnar! — Ekki sagði ég það. Andrés var staðinn upp. Honum var runn- ið í skap. — Ég þáði ásjá þina er ég gerði frumhlaup mitt út að Skarði, og það hef ég þakkað þér. Mér væri enn meiri þökk í hinu, að þú nerir mér þvi ekki um nasir ævilangt. Þér ætti að vera kunnara um liagi okkar en svo! Ábótinn valdi sér bita úr troginu með hóg- læti sælkerans, kýmdi með sjálfum sér og tólc til matar á ný. Andrés gelck út úr tjaldinu. Það var orðið skuggsýnt. Unga fólkið hafði slegið upp hring- leilc niðri á túninu, einhver lék undir á lang- spil. Fyrir neðan sjávarkambinn týrðu ljósin á skipunum, risu og hnigu í hægri kyljunni. Drunginn sem hafði hvílt á honum fyrr í dag var lagztur yfir hann aftur, magnaðist við hlátrana niðri á vellinum, við rökkrið og ang- urværð fiðlungsins. Hann kallaði á einn dreng- inn og sagði lionum að sækja hesta sína. Siðan gekk hann inn i bæ til að búast. Hann stóð ferðbúinn á hlaðinu þegar Sunnefa varð hans vör. Hún hafði tekið af sér strútinn og var móð. — Ég er búin að leita þín, i tjaldinu, niðri á túninU, heima; ég hélt þú værir farinn um borð með skipherranum. Ilún tók varfærnislega um arm hans og sagði lágrödduð: sagði hún. skulum við eiga saman. — Farðu ekki. Leyf mér að tala við þig einan. Fyrir hvað léztu mig fara frá þér, Andrés? Er ég þá verri en ekkert? Það brauzt um klökkvi í rödd liennar: — Fyrst langaði mig heim að Læk, þá að Reykhólum, nú langar mig heim að Felli. Ég á hér ekki heima, Andrés. Ég á hvergi heima lengur nema þar sein þú ert! — Systir mín verður ein í vetur; þinn staður er hjá henni. — Hefur ekkert breytzt? Hann skildi við livað hún átti, en svaraði: — Ekkert breytist, Sunnefa, fyrr en þann dag ... En hann þagnaði og hætti við. Jafnvel dóms- dagur gat verið nær þeim degi. Hann lagði upp á hestinum, færði þungt sverðið aftar i belt- inu. —• Ég kem aftur á morgun, til að kveðja Bjarna og Jón Bolton. Hugaði vel að ábótanum og visaðu hommi til sængur. Hann steig á bak, bað guð að geyma hana. Það gneistaði undan járnunum á stéttinni; hestarnir voru fúsir lieim. 18. Leiðin frá Kollafjarðarnesi inn að Felli er vart stundarlöng. Lengst af er riðið með fjöru, undir forvaða í lágum sjó. Þá er liarður sand- urinn góð skeiðgata. Það er undarlegt að vera krepptur inni, þótt víðáttan sé allt um kring, sjór og lágar hliðar. Að baki þér ris veggur; það eru örlög þín í höndum annarra manna. Fyrir framan þig ris gniphátt fjall, án lögunar og ásýndar. Það er óþolið i sjálfum þér. Það er andvalcan, það er efinn, eiturkaldur, og milli þessg tvenns ert þú. Þú ert einn i dimmu næturinnar með gam- alt sverð. Þótt þú hrópir, verður ekkert berg- mál, þótt þú stingir þig til blóðs, er enginn sársauki. Og einhversstaðar á bak við þetta fjall hefur slokknað ljós. Þú finur aðeins eftir- keim af angan, voðfelldri, útlenzkri angan. Það er líkt og þú sért dáinn og munir ekkert af jörðinni nema einn lit; sérð hann i órafjar- lægð, sérð liann í gegn um þykkt spégler, og efast þó um að hann hafi nokkru sinni ver- ið til. Hann sá tvo ókunna hesta í túninu, en skeytti þvi ekki og reið hægt heim tröðina. Þung lóð- in slógúst í hurðina þegar hún féll að stöfum. Hann lieyrði i fólki sinu inni í vinnumanna- skála, en liann vildi vera einn þessa stund. í göngunum logaði á skriðbyttu; hann tók hana ofan og bar inn í stofu. Ljósið, sem hann hélt á, gerði myrkrið enn þéttara umliverfis; hann þreifaði fyrir sér með veggnum á leið inn í svefnhúsið. Skyndilega varð hann þess áskynja, að einhver var i stofunni. Hann staldraði við, lyfti byttunni og spurði fast: — Er nokkur hér? Ljósið blindaði hann, svo hann sá aðeins faðmslengd frá sér. Hann heyrði nú glögglega andardrátt úti við glugginn. Það varð löng þögn. — Ég er hér. Ég er komin. Það fór i hann máttleysi. Hann setti ljósið á kistu og studdist við vegginn. Kaldar svita- perlurnar stóðu á enninu. Smám saman lýstist fyrir augum lians. Hún stóð þétt uppi við liinn vegginn, i svartri reið- hempu, hnepptri upp í háls, hárið laust og mikið. Þau liorfðu hvort á annað i skímunni, öll stofan var í milli. — Til livers ertu komin? Rödd lians var köld. — Þarftu að spyrja mig? — Er niðurlægning mín ekki næg samt? — Ég þekki enga niðurlægingu nema eina: að láta aðra menn sveigja hjarta sitt frá þeim sem maður ann. — Þú hefur sent mann til Róms. — .Tá. — Þú situr í festum. — Það er lengra í Niðarós en Skálholt, lengst til Róms. Framh. á bls. Sí.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.