Vikan - 12.11.1959, Side 6
Ca í Ml
Ævintýrið um Elsu Martinelli, sem ólst upp í fátækra-
hverfi í Róm, en er nú með vmsælli kvikmyndaleik-
konum ítala og gift forríkum greifa í borginni eilífu.
Elsa Martinellí ólst upp i Trastevere, fátækrahverfi í
Róm. Hún var næstyngst af sjö stúlkum og einum
dreng. Faðir hennar var bláfátækur og dó, áður en börn-
in uxu úr grasi, og móðir þeirra stritaði nú fyrir börn
sín myrkranna á milli. — En nú er lítið orðið eftir af
fátæku stúlkunni frá fátækrahverfinu í Róm. Manni
væri nær að halda, að hún væri fædd til þess að bera
greifynjutitilinn, sem hún öðlaðist, er hún giftist greif-
anum Franco Mancinellí-Scottí, því að fáar stúlkur eru
Elsu fremri að fegurð og yndisþokka.
En Elsa reynir ekki að leyna uppruna sínum, og enn
segir hún ófeimin frá móður sinni og hreysinu þeirra í
fátækrahverfinu handan við Tíberfljót.
Dreymdi um falleg föt.
Fimmtán ára að aldri fékk Elsa vinnu sem afgreiðslu-
mær á litlum bar og vann þar frá því eldsnemma á
morgnana langt fram á kvöld. Eins og flestar ungar
stúlkur dreymdi hana um falleg föt, og þá sjaldan hún
fékk leyfi frá vinnunni, hélt hún til glæsihverfa Rómar
og virti fyrir sér dýrðina í búðargluggunum.
Dag einn, er hún stóð við sýningarglugga og starði
á fallegan kjól, tók eigandi búðarinnar eftir þessari
grönnu, ungu stúlku með fallega andlitið og stóru,
brúnu augun, sem minntu á Audrey Hepburn, — og hún
sá, að þessi stúlka mundi verða fyrirmyndar-sýningar-
stúlka.
Hún bað Elsu að koma inn og spurði hana, hvort hana
langaði til að reyna einn kjólinn, og tveimur klukku-
stundum siðar hélt unga stúlkan út. úr búðinni með
skriflegan samning upp á vasann. Hún var orðin sýn-
ingarstúlka.
Þetta líf átti við Elsu. Hún fór á tízkusýningar og
lærði að ganga og koma fram á tilhlýðilegan hátt, og
brátt var hún orðin fremst í flokki meðal sýningarstúlkn-
anna og eftirsótt ljósmyndafyrirsæta. Myndir af henni
birtust á forsíðum stórtímarita og blaða, og hvar sem
hún kom, dáðust menn að yndisbokka hennar og Þægi-
legri framkomu.
Það er skammt milli Rómar og Parísar, og nú var
unga stúlkan ráðin hjá blaðinu Vogue. Hún lagði hart
að sér og vann sér inn ærlegan skilding, því að enn
skipti það hana mestu. Nú gat hún sent móður sinni og
systkinum peninga mánaðarlega.
En sýningarstúlkur þurfa líka að hvíla sig, og nú
rættist einnig óskadraumur Elsu: Hún fór í leyfi til
Portefino.
— Ég hlýt að vera fædd undir heillastjörnu, segir hún.
— Það er furðulegt, hversu örlögin hafa verið mér
hliðholl.
Grein í Life.
Og ekki varð hún fyrir vonbrigðum, er hún korri til
Portefino, — en þar rakst hún af tilviljun á blaðamann
við bandaríska tímaritið Life. Hann varð svo hrifinn
af henni, að hann sendi blaði sínu myndir af^ henni
ásamt grein um hana, og skyndilega hringdi auglýsinga-
stjóri nokkur í hána frá New York og bauð henni til
Ameriku.
— Það var ef til vill kjánaskapur að láta þetta tilboð
lokka sig, segir hún. — En freistingin var of mikil. Ég
er haldin mikilli ævintýraþrá, svo að ég gein við þessu.
Til allrar hamingju var maðurinn, sem bauð henni til
Ameríku, ágætasti náungi, og innan tíðar var Elsa orðin
ein eftirsóttasta fyrirsæta í Bandaríkjunum. Hún fékk
40 dollara á klukkustund, og það er talsvert, jafnvel í
Bandaríkjunum.
Hún sat fyrir á myndum, sem birtust í stærstu blöðum
Bandarikjanna, og sifellt bárust henni ný tilboð. Elsa
undi sér vel bæði sem sýningarstúlka og fyrirsæta og
hugsaði ekki um annað, — en þá tók leikarinn Kirk
Douglas skyndilega eftir henni. Hann átti eigið kvik-
myndafyrirtæki. og nú bauð hann henni aðalhlutverk í
mynd, og kaupið var allt annað en lítið.
Þannig byrjaði Elsa að leika i kvikmyndum, og um
leið hætti hún að vinna sem sýningarstúlka.
Fyrsta mynd hennar var Villimaðurinn frá Spring
Rock, sem náði miklum vinsældum. Áhorfendur hrifust
af leik hennar, — þarna var sannarlega á ferðinni efni í
■mikla leikkonu.
Þótt ungu, itölsku stúlkunni þætti vænt um Ameríku,
iangaði hana nú samt aftur til heimalands síns, og þe|-
ar hún fékk tilboð um leik í ítalskri mynd, hélt hún t*il
Rómar.
Fyrstu ítölsku myndir hennar voru Hrísgrjónastúlkan
og Donatella. Fyrir leik sinn í hinni siðarnefndu fékk
hún Silfurbjörninn fyrir beztan leik konu á kvikmynda-
hátíðinni í Berlin 1956.
Einbýlishúsið og greifinn.
Nú var Elsa orðin svo efnuð, að hún gat gert draum
sinn að veruleika. Nú gat hún veitt móður sinni og
systkinum myndarlegt heimili. Hún keypti glæsilegt
einbýlishús í Monte Mario, sem er ein glæsilegasta gata
Rómar, og þarna bjó hún með þeim, þar til hún giftist
Franco Mancinellí-Scottí greifa.
Hún hafði kynnzt unga greifanum í samkvæmi hjá
kunningjum sínum i Róm, og Þau höfðu orðið ástfangin
við fyrstu sýn. Þeim varð brátt ljóst, að þau gátu ekki
lifað hvort án annars, og loks giftust Þau í kyrrþey.
Greifynjunni gömlu, Mancinellí-Scottí, leizt ekkert á
tengdadóttur sína. Þótt hún væri nú orðin fræg, var
Elsa enn að dómi gömlu konunnar „stúlkan frá Traste-
vere“.
— Auk þess hefur þessi Elsa Martinellí líka verið í
fangelsi, sagði hún gröm. — Hvernig getur þú hugsað
þér að giftast slikri drós?
Franco virti orð móður sinnar að vettugi, Hann vissi
mætavel, að Elsa hafði verið í fangelsi. Hún er nefnilega
skapstór mjög og á það til að aka sportbílnum sínum
einum of hratt um götur borgarinnar. Oft hefur hún
orðið að borga sekt og eitt sinn. er hún var svo óheppin
að aka á annan bíl, var hún dæmd til fangelsisvistar.
Hún varð viti sínu fjær af reiði, og fyrir vikið var
hún einnig sektuð fyrir að þrjózkast við að hlýða vörð-
um laganna.