Vikan - 12.11.1959, Síða 7
Hún flaug til A 'aoríku og lék þar í myndinni Fjórar fagrar stúlkur,
en á leiðinni heim kom hún við í Englandi og lék aðalhlutverkið í
myndinni Manueila.
Lögreglan beið.
En allt kom fyrir ekki: Þegar Elsa steig fæti á ítalska grund, biðu
hennar lögreglumenn, og nú varð hún að dúsa í fangelsi, hvort sem
henni líkaði betur eða verr.
Þegar greifynjan gamla komst að því, að sonur hennar var þegar
giftur „stúlkunni frá Trastevere“, varð hún svo reið, að hún vildi ekki
líta á son sinn framar! Auk þess breytti hún erfðaskrá sinni, svo að
hann og afkomendur hans fengu engan arf. En þeim hjónakornunum
leið alveg prýðilega, því að Elsa vann sér svo mikið inn með leikstörf-
um, að hún keypti glæsilegt einbýlishús fyrir utan Róm. Fjölskyldan á
nú margar hallir og jarðir. Franco er útlærður búfræðingur, — annað
hefur hann ekki lært, — og honum finnst hræðilegt til þess að hugsa,
að kona hans hafi ofan af fyrir þeim.
Það er alltaf leiðinlegt, þegar erjur rísa upp i merkum fjölskyldum,
og á Ítalíu, þar sem fjölskylduböndin eru sterkari en nokkurs staðar
annars, er þetta hreinn sorgarleikur.
En það var lítið barn, sem sætti Franco og móður hans. Elsa eign-
aðist dóttur, sem enn er eina aukningin við fjölskyldumeiðinn. Hvaða
amma getur staðizt fyrsta barnabarn sitt? Greifynjan bráðnaði beinlínis,
þegar hún sá mynd af sonardótur sinni, og “ú ákvað liún að heim-
sækja móður barnsins. Ef til vill hefur samtal hennar og tengdadóttur
hennar ekki verið ýkja-vinsamlegt, en þegar barnsfóstran kom inn með
Christinu litlu, gafst greifynjan gamla alveg upp og sættist fullum
sáttum.
„Ciao, ciao, bambina.“
Nú er Elsa Martinellí, „stúlkan frá Trastevere", eftirlæti Mancinellí-
Scotti-fjölskyldunnar. Reyndar er hún ekki hætt að leika í kvikmyndum,
því að hún leikur nú ýmist í London, Hollywood eða Róm, en hvorki
manni hennar né tengdamóður er það á móti skapi. Henni hefur nýlega
verið boðið að leika í nýrri enskri stórmynd, Order of Merit, ásamt Sir
Láurence Olivier, en hún er svo önnum kafin, að ekki er vist, að hún
megi vera að Þvi. Fyrst og fremst ætlar hún nefnilega að leika í
ítölsku myndinni Ciao, ciao, bambina, sem gerð er utan um hið vinsæla
dægurlag Piove, og auk þess hefur hún í hyggju að leika í ýmsum öðr-
um ítölskum myndum til þess að geta verið sem mest með manni sínum
og barni.
Elsa er framar öllu sannítölsk, — hún elskar heimilið, og henni líður
aldrei betur en í skauti fjölskyldunnar. Vænst þykir henni um hlutverk
eitt, þar sem hún leikur hefðarkonu á heimili sínu —- og Það ekki í
neinni kvikmynd. Greifynjan gamla hefur nefnilega breytt aftur erfða-
skrá sinni syni sínum I hag, og nú er Franco aftur orðinn húsbóndi á
gamla heiniilinu og hefur sig allan við að búa „stúlkunni frá Traste-
vere“ sem yndislegast heimili.
jbr. Wlattlúaö
onaóóon
Nvcfiiwkorhir
ogf iiániNÖrðii^lciknr
Þú
og
barnið
þitt
CrOtt
er að sofa í morgunmund.
„Að vekja áhuga! Þér ættuS
að koma i 1. timal Nemendurnir
hanga niður um sig, þungir og
sljóir eins og torfuhnausar. Þeir
sofa, sofa vært með lokuð atigu.
Og ef maður ýtir við þeim í þvf
skyni að taka þá upp, þá eru
þeir mállausir af svefndrunga,
eins og þeir væru timhraðir, og
geta varla opnað aitgun. Svo eruð
þér að tala um að skilja nemend-
ur og vekja áhuga hjá þeim! Eg
held yður væri nær að segja
foreldrum, að krakkarnir þurfi
meiri svefn. Eg er viss um, að
fjöldann allan af
unglingum vant-
ar tveggja tima
svefn á sólar-
hring.“
Það var reynd-
ur skólamaður
og grandvar í
dómurn, sem gaf
mér þessa ádrepu. Eg held hann
Iiafi nokkuð til sins máls. Fjöl-
margir nemendur, sem sækist
námið erfiðlega, ætla sér furðu-
skamman svefntima. Oft léttast
námsörðugleikarnir, ef hægt er
að fá nemandann til þess að sofa
reglulega og nægilega mikið.
Hitt er svo annað mál, að
kunningi minn hefur tæplega rétt
fyrir sér i því, að orð mín um
þetla myndu hafa mikil áhrif á
foreldra. Mörg heimili liafa ekki
nægilega sterk tök á unglingum
til þess að geta ráðið svefntíma
þeirra. Margir foreldrar missa
snemma tök á barninu, svo að
það er orðið vant miklu sjálfræði,
þegar það kemst á gelgjuskeiðið.
Þá megna foreldrar ekki að
sveigja unglinginn til hlýðni.
Mörg heimili eru Hka svo snauð
að menningu, að þau bjóða barn-
inu fátt annað en fæði og húsa-
skjól, foreldrar sjálfir oft úti á
kvöldum, og unglingarnir una
ekki heima i tómum stofunum.
En inn i þennan tómleika berst
ómur af glaumi götunnar og
skemmtistaðanna.
Útiráp á síðkvöldum.
Hinn glaðværi hópur jafnaldra,
sem hittist á götunni á kvöldin,
kvöldsjoppur, kvikmyndahús og
danssalir, allt þetta er ákaflega
heillandi og rómantiskt í huga
unglingsins. Það lætur hann
gleyma áhyggjum skólans og
lexíunnar og hregður upp í hili-
ingum öllum þeim ævintýrum,
sem unglingur og ungmey geta
ratað i á skuggsælu kvöldi.
Andspænis allri þessari dýrð
sýnist unglingnum svefntíminn
ekki mjög aðkallandi. Því gengur
hann oft seint til hvflu. Það er
algengt hér á landi, að unglingar
fara ekki að sofa fyrr en um
miðnætti og jafnvel síðar. Og með
þvi að þeir eru ákaflega mótan-
legir, hvers konar sið sem þeir
iðka til lengdar, þá festist þessi
vani með þeim, og þeim finnst
það að lokum óeðlilegt að sofna
fyrir miðnætti. En skólabjallan
veitir þeim samt enga ivilnun
næsta morgun. Þess vegna koma
þeir svefndrukknir í skólann og
sitja sljóir og eftirtektarlitlir i
fyrstu límunum.
Unglingi, sem vanizt liefur of
litlum svefni frá bernsku, er að
ýmsu leyti líkt farið og sjóndöpru
barni. Sjóndapurt barn gerir sér
enga grein fyrir því, að sjón þess
er slæm. Það heldur að allir sjái
likt og það, það þekkir enga
fullglögga mynd til samanburðar
við liina daufu og óljósu mvnd,
Sem það sjálft hefur af hlutun-
um. Það er ekki fyrr en sjón þess
hefur verið bætt með aðgerð eða
gleraugum, að barnið tekur eftir
því, að allur sjónheinmr hreytist
fyrir augum þess. Svefnvána
unglingur er haldinn sifelldu
sleni og þreytu — nema þegar
hann æsir taugar sinar npp með
ærslum og háreyzti, eins og al-
gengt er hjá svefnvana hörnum
og unglingum, eða þá með ýmsum
nautnameðulum, sælgeti, tóbaki
svefnvana unglingur hefur ekkert
annað ástand til samanburðar.
Hann veit ekki, hvernig unglingi
líður, sem sefur jafnaðarlega
10—11 stundir á sólarhring. Sú
þreytutilfinning og deyfð, sem
svefnleysið veldur, eru að hans
dómi eðlileg og sjálfsögð.
Svefn og viljaorka.
En j)etta vanabundna slen drep-
ur allan viljaþrótt og framtaks-
semi. Nú er jiví hins vegar þannig
farið um skólann, að liann er si
og æ að gera kröfur til vakandi
athygli og vilja nemandans. í
hverri lexiu, hverri kennslustund
fær unglingurinn ný viðfangsefni
að glíma við. Námið reynir þvi
Framh. á bls. 31.
7