Vikan - 12.11.1959, Síða 10
— Þetta er rán! Látið ekkert til yðar heyra.
Iíéttið mér peningana, og þá komizt þér hjá
meiðingum !
Ég horfði á hana ganga út og stóð upp til að
þrýsta enninu að gluggarúðunni.
Umrenningshjónin eru enn undir steinveggnum.
Sem stendur sitja konan og maðurinn hlið við hlið
upp við garðinn og horfa á vatnið renna undir
brúarbogana. Úr þessari fjarlægð er ekki hægt
að greina varir þeirra og því ómögulegt að vita,
hvort þau eru að tala saman, en yfir neðri hluta
líkamans hafa þau fataræflana. En ef þau eru að
ræða saman, hvað skyldu þau finna til að segja
hvort öðru?
FORSAGA
NÝIR LESENDUR
GETA
BYRJAÐ HÉR:
Unga gleöikonan Yvette reynir aö fremja rán. Þaö
mistekst og hún leitar til þekkts lögmanns og
býöur sjálfa sig aö launum, ef honum takist aö
fá hana sýknaöa. Hann tekur boöinu, leggur
lögmannsferil sinn t hættu, en fær hana dæmda
sýkna saka. —• Síöan er liöiö ár. Gobillot lögmaöur
er aö skrifa niöur þaö sem boriö hefir viö, frá
því aö lhann 'kynntist Yvette.
— ÞaÖ er alls ekki óliugsandi aö einhvern
tíma veröi þessi skýrsla mín aö gagni. Eg hikaöi
meira en tíu mínútur, áöur en ég skrifaöi
fyrstu setninguna. 1 rauninni er þetta svipaö
erföaslcrá . . . JfStla ég aö halda því fram, aö ég
hafi vitaö t tuttugu ár, aö þetta fengi illan endi?
ÞaÖ myndu vera ýkjur, en þó ekki meiri ýkjur
en ef ég segöi, aö þaö heföi byrjaö meö Yvette
fyrir einu ári . . .
Konan mín kom niöur rétt í þessu.
— Helduröu, aö þú komir aö sækja mig?
— Eg veit ekki?
— ViÖ gætum boröaö úti á eftir.
— Eg hringi til þtn.
Varir hennar snertu enni mitt.
— Sé þig seinna.
Hún spuröi ekki, aö hverju ég væri aö vinna.
Skipstjórinn hlýtur að vera kominn aftur með
vínskammtinn sinn, því að greina má rauða glætu
frá olíulampanum í káetuglugganum.
Það rignir enn og næstum komið svartamyrkur.
Áður en ég byrjaði að skrifa aftur, hringdi ég
til íbúðarinnar í Ponthieu-stræti, og mér sárnaði
að heyra simann hringja þar og vera þar ekki
sjálfur. Ég er að verða vanur þessari tilfinningu,
sem lýsir sér í þunga fyrir brjóstinu og kemur
mér til að þrýsta hendinni að hjartastað eins og
sjúkur maður.
Síminn hringdi lengi, eins og enginn væri heima,
og ég var i þann veginn að leggja á, þegar syfjuð
og gremjuleg rödd muldraði:
— Hvað er það?
Það lá við, að ég svaraði ekki. En án þess að
segja til nafns míns spurði ég loks:
— Varstu sofandi?
— Ert það þú? Já, ég svaf.
Það var þögn. Hvers vegna skyldi ég spyrja,
hvað hún gerði í gærkvöldi og hvenær hún kom
heim?
— Hefurðu verið að drekka?
Hún hefur þurft að fara fram úr rúminu til
að svara símanum, vegna þess að hann er ekki í
svefnherberginu, heldur setustofunni. Hún sefur
nakin. Þegar hún vaknar, hefur húð hennar
einhverh sérstakan ilm, kvenlega lykt, blandaða
tóbaks- og áfengislykt. Hún hefur drukkið talsvert
meira í seinni tíð, eins og hún hafi hugboð um, að
eitthvað sé í vændum.
Ég þorði ekki að spyrja hana. hvort hann væri
þar. Til hvers? Hvers vegna skyldi hann ekki vera
þar, úr því að ég hef óbeint greitt honum götuna
þangað? Hann hlýtur að vera að hlusta. — risinn
upp við dogg og fálmandi eftir sígarettum í hálf-
rökkri svefnherbergisins, þar sem gluggatjöldin
eru dregin fyrir.
Það eru föt hingað og þangað, á teppinu og
stölunum. glös og flöskur í víð og dreif, og um
le'ð og ég iegg símtóbð á, mun hún fara rakleitt í
ísskápinn og ná í bjór.
Hún neyðir sig til að spyrja eins og hún hefði
áhuga:
— Ertu að vinna?
Ég veit, að gluggatjöldin hjá henni eru dregin
fyrir, þegar hún bætir við: — Er rigning enn þá?
. — Já.
Það er allt og sumt. Ég leita eftir orðum til að
segja, og ef til vill leitar hún líka. Hið eina, sem
ég finn, er kjánalegt: — Dugðu nú vel.
Ég sé fyrir mér stellingu hennar á armi græna
hægindastólsins, perulöguð brjóstin, grannvaxið
bakið eins og á renglulegum ungling, dökkan
þrihyrninginn fyrir neðan naflann, sem ég af
einhverjum óstæðum er svo viðkvæmur fyrir.
— Hitti þig á morgun.
— Allt í lagi, á morgun þá.
Ég er kominn aftur að glugganum, og nú sést
ekkert annað en ljósbaugarnir á ljósastaurunum
meðfram Signu, speglun þeirra í vatninu, — á
stöku stað glyttir í biaUtar og svartar framhliðar
húsa og sums staðar ljósglæta í glugga . . .
Ég les yfir setninguna, sem ég var að skrifa,
þegar konan mín truflaði mig.
Ég ætla . . .
Ég get ekki munað, hvað ég hafði í huga. Þar
að auki býst ég við, — ef ég ætla að komast áfram
með það, sem ég þegar er farinn að nefna
skvrsluna mína — að eins gott sé að lesa ekkert
yfir aftur, ekki eina setningu.
Eg ætla . . .
Já, einmitt. Það er sennilega þetta. Ég vil fara
með sjálfan mig eins og ég fer með skjólstæðmga
mína. 1 Dómshöllinni segja þeir, að ég heíði
getað orðið sérlega góður ríkissaksóknari, vegna
þess að ég get fengið sannleikann út úr jafnvel
— Sendi einhver yður hingað?
— Nei, ég- kom af sjálfsdáðum.
— Og hvers vegna til mín fremur en einhvers
annars lögfræðings?
— Getið þér ekki gizkað á það?
10
V I Ií A N