Vikan - 12.11.1959, Page 15
Þetta hafði allt gerzt fyrir sex mánuðum, og
i sex mánuði höfðu ókunnar manneskjur búið
í hinu veglega húsi Gorees-fjölskyldunnar. Harry
var nokkurn veginn sama um það. 1 eitt skipti
enn á þessum degi fékk hann sér viskisopa úr
körfuflöskunni og yppti öxlum yfir öllu saman.
Á sömu stundu gekk maður inn í skrifstofu
hans. Goree stóð riðandi á fætur til að heilsa
gesti sinum og sá, að þar var kominn Joe Garvey,
— nýr, umbreyttur og á ytra borði fágaður Joe
Garvey.
Maðurinn tók stólinn, sem Goree bauð honum,
og settist.
„Allt í lagi i Laurel, herra Garvey?" spurði
Harry.
„Allt i lagi, herra minn. Og konan mín og ég
erum sérstaklega ánægð með landsetrið. Konunni
líkar vel við húsið. og umhverfið á prýðilega við
hana. Hún hefur þörf á að umgangast annað
fólk, og um það þarf hún ekki að neita sér
lengur. Fjölskyldur Rogers, Hapgoods, Pratts og
Troys eru búnar að koma i heimsókn til hennar,
og hún er búin að endurgjalda heimsóknina hjá
flestum þeirra. Ég get ekki sagt, að þetta stand
sé neitt handa mér, herra Goree. Gefið mér held-
ur þetta þarna." Garvey veifaði stórri hendi sinni
með splunkunýjum, skærgulum hanzka í áttina
til fjalla. „Þar á ég heima — innan um villihun-
angsflugur og birni ... En ég kom ekki hingað
in. Enginn mundi því vilja fara út í ættardeilu
við okkur. Konan mín segir, að fína fólkið alls
staðar i heiminum hafi ættardeilur. Við erum
ekki af fína fólkinu, en við viljum kaupa okkur,
eins og hægt er, inn i raðir þess. Og þess vegna
sagði konan mín við mig: Farðu til herra Gorees,
og kauptu af honum gömlu ættardeiluna á heið-
arlegan og sæmilegan hátt.“
Ikornafangarinn teygði langar lappirnar þvert
yfir herbergið, tók seðlabunka úr vasa sínum
og fleygði honum á borðið.
„Þetta eru tvö hundruð dollarar, herra Goree.
Mér virðist það sæmilegt verð fyrir deilu, sem
hefur staðið jafnlengi og yðar. Þér eruð sá eini,
sem eftir er af fjölskyldu yðar, og þér getið
þó varla farið að skjóta niður fleiri úr Coltranes-
fjölskyldunni. Ef ég tek við ættardeilunni hjá
yður, munum við konan mín vera upp frá þessu
af fina fólkinu. Þarna liggja peningarnir."
Seðlavöndullinn á borðinu opnaðist af sjálfu
sér. I dómshússalnum glumdi greinilega í póker-
peningum.
„Viskíglas, herra Garvey?" sourði Goree, og á
meðan náði hann i körfuflöskuna með hinum
ódýra drykk, sem brenndur hafði verið þar í
héraðinu. „Þér voruð náttúrlega að gera að
gamni yðar áðan, ekki satt? Þetta mundi opna
alveg nýjan markað .. . Ófalsaðar, fyrsta flokks
ættardeilur fyrir tvö hundruð og fimmtíu til þrjú
andi og kaupandi séu báðir ánægðir. Á ég að
pakka því inn fyrir yður, herra Garvey ?“
Garvey stóð upp. „Það mun gleðja konuna
mina. Þér losnið við þetta, og gamla ættardeilan
heldur áfram að vera til milli Coltranes og
Garveys. Þér vilduð kannski hripa eitthvað nið-
ur á pappírsblað. Þér eruð lögfræðingur, eða er
ekki svo? Smávegis sönnun fyrir því, að kaupin
séu gerð.“
Goree greip pappirsblað og penna. Þvöl hönd
hans krepptist utan um peningana, og allt annað
virtist nú gersamlega þýðingarlaust.
„Sölusamningur. Hér með afsala ég mér öllum
rétti í hendur .. . Með fullum afnotarétti ...“
Goree hló hátt. „Þér verðið náttúrlega að verja
hina nýju eign yðar algerlega sjálfur, Garvey!"
Ikornafangarinn tók við hinu undarlega skjali,
sem lögfræðingurinn rétti honum, og stakk því
í vasa sinn.
Goree stóð við gluggann.
„Ef þér komið sem snöggvast hingað," sagði
hann og benti með fingrinum, „skal ég sýna
yður hinn nýkeypta fjandmann yðar. Þarna geng-
ur hann — hinum megin við götuna."
Hinn langi fjallamaður beygði sig niður til að
horfa I gegnum gluggann í áttina, sem honum
var bent. Hinum megin við götuna var Abner
Coltrane ofursti á leið fram hjá. Hann var tein-
réttur, dálítið feitlaginn maður um fimmtugt,
O. Henry:
út af því, herra Goree, heldui' af því, að þér
eigið dálítið, sem konan mín og ég viljum gjarn-
an kaupa af yður.“
„Kaupa," endurtók Goree, „af mér?“ Hann hló
kuídalega. „Ég held, að yður skjátlist. Ég hef
selt yður allt, sem var í húsinu eða í sambandi
við það, og ég á ekkert annað, sem ég get selt
yður.“
„Þér gerið ekkert með það lengur, og við vild-
um gjarnan fá það. Konan mín sagði við mig:
Taktu með þér peninga, og kauptu það á heiðar-
legan hátt.“
„Látið það koma!“ sagði Goree óþolinmóður.
Garvey fleygði lina filthattinum sínum á borð-
ið, hallaði sér fram og horfði á Goree án þess
að blikna eða blána. „Það er gömul ættardeila
milli yðar og Coltranes-fjölskyldunnar," sagði
hann hægt og rólega.
Goree hleypti reiðilega brúnum. Það var and-
stætt öllum velsæmislögmálum að ræða við ein-
hvern um ættardeilu hans, og það vissi fjalla-
maðurinn jafnvel og lögfræðingurinn sjálfur.
„Það er ekki ætlun mín að móðga yður,“ hélt
Garvey áfram. „Ég minnist aðeins á þetta af
viðskiptalegum ástæðum. Konan mín hefur lesið
mikið af bókum um ættardeilur. Fínasta fólkið
hér í nágrenninu hefur svoleiðis deilu. Fjölskyld-
ur Settles og Goforths, Rankins og Boyds, Silvers
og Galoways, — allar saman hafa þær haldið
uppi innbyrðis deilum í tuttugu til hundrað ár.
1 yðar fjölskyldu var síðasta deiluefnið það, að
frændi yðar, Bill Goree, lokkaði Len Coltrane í
gildru og skaut hann niður Konan mín og ég
erum bara venjulegt fólk og erum langt að kom-
sagði Garvey. „Þarna liggja
öskraði
jafnhlægilega,
hundruð dollara. Og deilur í dálítið lægri gæða-
flokki tvö hundruð do'lara. Þannig er því farið,
er ekki svo, herra Garvey?"
Goree hló yfirlætislega.
Fjallamaðurinn greip glasið, sem Goree rétti
honum, og drakk það í botn án þess jafnvel að
depla augunum.
„Tvö hundruð,'
peningarnir."
Skyndilegt reiðikast kom yfir Goree. Hann
barði hnefanum í borðið. Einn bankaseðillinn
hrökk til og snerti hönd hans.
„Komið þér í fullri alvöru til mín?“
hann, „til að leggja fyrir mig
móðgandi, brjálaða uppástungu?"
„Þetta er þó heiðarlegur samningur," sagði
íkornafangarinn, en hann rétti út höndina til að
taka aftur peningana. Og um leið vissi Goree, að
hið skyndilega reiðikast hafði ekki verið afleiðing
af særðu stolti, heldur vonzku við sjálfan sig, því
að hann vissi, að hann var að því kominn að
stíga niður i enn meira gapandi hyldýpi, sem
hafði verið opnað fyrir honum. Og hann breytt-
ist á einu augnabliki úr reiðum heiðursmanni
í vesælan mangara, sem hælir vöru sinni.
„Engan asa, Garvey," sagði hann eldrauður í
framan og með drafandi tungu. „Ég tek tilboði
yðar, þótt mér finist tvö hundruð dollarar fjandi
ódýrt. Samningur er því aðeins góður, að selj-
klæddur siðum, svörtum lafafrakka og með háan
hatt á höfði. Goree leit á Garvey. Það var ill-
kvittnislegur undirferilssvipur á honum, og á með-
an dýrsleg augu hans fylgdu manninum á göt-
unni, rak hann upp urrandi hljóð og lét skina
í tvær raðir af löngum, gulum tönnum.
„Er þetta hann?“ spurði Garvey. „En þetta
er náunginn, sem einu sinni lét setja mig i
steininn?"
„Hann hefur verið opinber ákærandi," svaraði
Goree kæruleysislega. „Og auk þess get ég full-
vissað yður um, að hann er fyrsta flokks skytta."
„Ég get hitt auga á íkorna af hundrað metra
færi,“ sagði Garvey. „Svo að þetta er þá Coltrane.
Þá hef ég gert enn betri kaup en ég hafði búizt
við. Þér getið treyst því, að ættardeilan yðar er
í góðum höndum hjá mér, herra Goree. Ég skal
sié hetur fyrir henni en þér hafið nokkurn tíma
gert!“
Hann skálmaði í áttina að dyrunum, kinkaði
stuttlega kolli og hvarf. Og á meðan hann klifr-
aði upp í ekilssætið á kerrunni sinni fyrir utan,
sat Goree og hamaðist við að telja peningana.
Framhald á bls. 33.
V I K A N
15