Vikan - 12.11.1959, Qupperneq 21
»
Þau voru nú næstum komin á ákvörðunarstað,
og ferðin hafði verið atburðasnauð, — en það
hafði Margrét af einhverjum ástæðum ekki búizt
við, að hún mundi verða.
Þegar þau voru komin út úr borginni, hafði
hún enn einu sinni tekið upp hinn skelfilega ávana
sinn að líta um öxl. Með fárra mínútna millibili
leit hún út um afturrúðu bilsins. Var nokkur bíll
á eftir þeim? Hún sá, að Hugh gaut til hennar
augunum, og reyndi að hætta að líta aftur, en gat
ekki ráðið við það. Og um tima leit út fyrir, að
bílljós væru á eftir þeim í nokkv ’’’ fjarlægð.
Hún vildi ekki fyrir neinn mur giara áliti sínu
hjá Nortons-fjölskyldunni, en hú l gat þó ekki á
sér setið að segja:
— Hugsa sér, ef þeir finna mig á svo eyðilegum
stað?
Hugh brosti breitt. —■ Það er ekki sennilegt. En
svo stirðnaði brosið á vörum hans. — Haldið þér
kannski að okkur sé veitt eftirför núna?
— Ég, . . . ég veit ekki, hvað halda skal. En það.
. . . það er bílj á eftir okkur.
Hugh leit í spegilinn í bílnum. Hann jók ferðina.
Bílljósin, sem Margrét hafði séð. fylgdu þeim ekki.
Það varð stöðugt lengra bil milli bílsins fyrir aftan
og þeirra. En Hugh virtist ekki ánægður með
þetta, heldur sneri bílnum snöggt in á lítinn stíg,
sem lá inn í rjóður, þar sem stóðu jarðföst borð
og bekkir fyrir skógargesti.
Hann slökjíti á bílljósunum og drap á bilnum.
Þau biðu þögul milli trjánna.
Sportvagn ók fram hjá, og það var kona við
stýrið. Hún var ein í bílnum og ók greitt með
aðeins aðra hönd á stýrinu. Vélardynurinn frá
vagni hennar dó út lengra upp með veginum.
— Mér þykir mjög fyrir þessu, sagði Margrét
hrygg á svip.
— Gerir ekkert, svaraði Hugh. — En reynið þér
nú að hvíla yður. Hann ók vagninum aftur á bak
út á veginn.
Þegar þau námu staðar fyrir framan sumar-
bústað Nortons-fjölskyldunnar skömmu siðar, var
Margrét að hugsa um, hvort ótti hennar hefði nú
valdið því, sem hún í svipinn taldi mestu hættuna:
að Hugh færi aftur að efast um. að saga hennar
væri sannleikanum samkvæm. Hún gat ekki lesið
neitt úr svip hans, þegar hann sagði:
— Jæja, þá erum við komin. Þetta er sumar-
höllin yðar næstu dagana, — en aðeins þar til
við getum hugsað upp einhverja áhrifameiri að-
ferð til þess að losa yður að fullu við þessa óþol-
andi tilfinningu um ofsóknir.
Hún óskaði þess, að hann hefði ekki notað þetta
orð, en þagði. Hann gekk á undan henni í áttina
að húsinu —’ En allt í einu nam hún staðar af
einskærri undrun.
Sumarbústaður, . . . nei, það var ekki rétta
nafnið. Þetta var svo stórt, að hún varð næstum
óttaslegin. Aðeins ein hæð, en álmur út í allar
áttir, og umkringt stórum trjám. en trjákrónurnar
sköguðu víða út yfir þakið. Þetta hlaut að vera
dásamlegt hús á sóríkum sumardegi, — en
núna . . .
— Þetta er stórt hús, sagði Hugh. — Pabbi
byggði það milli 1920 og 1930, þegar allt var
ódýrara en það er nú. En okkur hefur aldrei
fundizt það of stórt. Þér hefðuð átt að sjá drengja-
hópinn, sem ég bauð hingað á sumrin.
Hann gekk upp fá þrepin að aðaldyrunum og
leitaði eftir skráargatinu.
— Gerið svo vel, Þá erum við komin. Hann
kveikti ljósið í anddyrinu. — Þér skuluð líta í
kringum yður innan dyra Það eru fimm svefn-
herbergi, svo að þér getið valið um.
Hann kastaði gráum flókahattinum sinum frá
sér á litið borð, en gekk síðan gegnum setustofuna
og fór aö fást við olíuofninn og koma ýmsu öðru
í lag, meðan Margrét skoðaði sig um. Það var
ekki hátt undir loft í stofunni, en teppi á veggj-
l*» um og bæði sófum og djúpum stólum komið
fyrir framan við arininn. Þetta hús var áreiðan-
lega betur búið húsgögnum en mörg þau, sem
notuð voru til íveru allt árið um kring. Það voru
dyr úr setustofunni í allar áttir, — Margréti fannst
það hlióta að vera allt að því ein tylft dyra.
Hugh opnaði einar dyrnar, og kom i ljós, að
þar var gengið fram i borðstofuna. Margrét gekk
á eftir honura gegnum borðstofuna fram í eldhús-
ið. Það var ekki stórt, en eins og frú Norton hafði
sagt, nægilega búið vistum til að fæða heilan her.
— Hér virðist vera allt, sem bér þurfið.
— Já, svaraði Margrét Rödd hennar skalf.
Hann horfði á hana, og það var meðaumkun í
augnarAðinu.
— Ég held, að þetta sé hið bezta fvrir yður,
sagði hann. — Ég er alveg viss um það. En iafn-
vel hmn öruggasti stnður getur virzt dálit'ð
draugnlegur. begar maður bekkir hann ekki. Viljið
þér kan"=ki koma aftur til borgarinnar með mér?
Hún tók sig á. — Nei.
— Ágætt sagði hann og rétti benni litinn bnéf-
poka. — Hér eru nokkrar töflur handa yður.
Dyrnar inn í borðstof-
una opnuðust og litli mað-
urinn með glæra andlitið
kom í ljós. Hún snéri sér
við og leit í áttina að aðal-
dyrunum. Úr svefnherberg-
inu, sem hún var að enda
við að yfirgefa, kom há-
vaxni maðurinn með ýsu-
augun.
Takið tvær, áður en þér farið í rúmið, — ekki
eina, heldur tvær. Það er áriðandi, að þér sofið
vel í nótt, og það munuð þér ekki gera, ef þér
liggið fyrst og hugsið . . . eða farið að heyra
undarleg hljóð. Það eru áreiðanlega mörg hljóð
hér, sem þér eigið ekki að ven.iast og koma yður
því kynlega fyrir. Ætlið þér að gera eins og ég
segi?
Hún kinkaði kolli. — Já. ég skal taka tvær
töflur. Og svo þakka ég yður . . . fyrir allt.
—- Þakkið foreldrum yðar fyrir að hafa stuðl-
að að komu svo fallegrar stúlku í heiminn. Og
mun;ð svo eftir símanum, ef svo færi, að þér
yrðuð af einhverjum ástæðum mjög hrædd. En
verið fyrst viss um, að góð og gild ástæða sé til
að óttast
— Já. Eruð þér að fara?
— Já, en ég hringi til yðar annað kvöld — um
áttaleytið — og þar næsta kvöld aftur á sama
tíma, — nema því aðeins, að við höfum fundið
eitthvað betra fyrir yður, þegar þar að kemur.
Hann strauk henni lauslega um kinn, en svo var
hann farinn.
Hún heyrði vélarhlióð'ð frá bilnum, þegar hann
ók rólega niður krókóttan veginn, og hún sá
bjarmann af bílljósunum. En eftir stundarkorn
var ekkert að sjá né heyra framar. Hún var ein
síns liðs.
Það leið ekki á iöngu. áður en óttinn gagntók
hana að nýju. og þóti hún berðist á móti því, gat
hún ekki að sér gert að gruna Nortons-fólkið, —
því að nú, Þegar hún var orðin ein eftir i þessu
afskekkta húsi, fannst henni Það æ undarlegra,
að þau skyldu flvtja hana einmitt hingað. Því
meira sem hún hugsað' um það, þeim mun örugg-
ari varð hún með sjáifri sér um, að einhver illur
tilgangur hlyti að iiggja að baki. En hún skamm-
aðist sin fyrir þennan grun og reyndi að bæla
hann ‘niður.
Gat hún verið örugg um sig hér? Ef til vill.
Nortons-fjölskyldan hafði fullvissað hana um það.
En þegar hún hafði verið falin hér nokkurn
tíma. . . . hvað þá? Jafnvel þó að maður gerði
ráð fvrir, að Norton gerði þetta i bezta skyni og
vildi hjálpa henni og ekki gera henni neitt illt, —
hvað þá síðar meir? Hvert átti hún að fara þá?
Hún gat ekki búið hér lengi. og Það hafði komið
í ljós, að henni tókst ekki að gabha ofsóknara
Framh. á hls. 26.
V I K A N
21