Vikan


Vikan - 12.11.1959, Side 22

Vikan - 12.11.1959, Side 22
— ©ii Sataii nppgötraði Brigitte Bardot GUÐ SKAPAÐI KfO N U N R Hin umrædda kvikmynd, sem kynnti frönsku þukkadísina Brigitte Bardot fyrir umheiminum og lagði hornsteininn að þeirri frægð, sem hún hefur notið upp frá því, heitir OG GUÐ SKAP- AÐI KONUNA, eins og flestir þeir vita, sem Iáta sig kvikmyndir varða. Myndina gerði Roger Vadim, sem þá var eiginmaður Bardot, og var hann víða á prenti nefndur „skapari“ Bardot fyr- ir vikið. Nú hefur^ Tripólíbíó fengið þessa mynd til sýningar, og eru myndirnar á þessari síðu úr kvikmyndinni. f auglýsingum uni myndina slær kvikmyndafélagið auðvitað upp nafni henn- ar: OG GUÐ SKAPAÐI KONUNA, — en hefur að undirtitli: —SATAN UPPGÖTVAÐI BARDOT. KVIKMYNDIR Ungi maðurinn á myndinni til vinstri heitir Oliver Reed og er frændi hins fræga enska kvik- myndastjóra Sir Carols Reed. Hann er 23 ára og hefur leikið í kvik- myndum í eitt ár. Kvikmyndastjór- ar hafa æ meiri áhuga á honum, enda er hann talinn efnilégur leik- ari — „af guðs náð“ — 'og talið sennilegt, að honum mundi takast að fylla skarð James Dean, átrún- aðargoðs unglinganna, sem lézt fyr- ir nokkrum árum. Okkur finnst hon- um þó svipa meira til Laurence Oli- vier, svona í fljótu bragði. — „Ég hef aldrei lært neitt í leiklist“, seg- ir Reed, — „ég bara finn hlutverk- ið..Sem stendur er hann að leika í myndinni Beat Girl. Við sáum því slegið föstu í blaði nokkru um daginn, að hinn heimsfrægi kvikmyndastjóri, leikari, tónskáld og höfundur, Charles Chaplin, sem nú er sjö- tugur að aldri, væri áreiðanlega hamingjusamasti maður heims- ins um þessar mundir. Ástæðan er sú, að gamli maðurinn bíður nú eftir sjöunda barni sínu og kvað vera í sjöunda himni. Eins pg kunnugt er, kvæntist Chaplin 56 ára gamall dóttur rithöfundar- ins O’Neil, Oonu, sem þá var 18 ára. Myndin er tekin nýlega af hjónunum á gangi í Feneyjum, og það er greinilegt, að Chaplin er hreykinn ...

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.