Vikan


Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 26

Vikan - 12.11.1959, Blaðsíða 26
VITSKERT? Framh. af bls.21. sína meS því aS skipta stöðugt um samastað og flytjast af einu gistihúsinu á annað. Átti hún þá að halda til íbúðar sinnar aftur — og eiga það á hœttu að vakna enn að nýju á Bellevue — eða kannski að sofna og vakna aldrei íramar? En þetta voru allt hugleiðingar um framtíðina. Undarleg hljóð úr skóginum komu henni til að hætta að hugsa um framtiðina, en snúa sér að stundinni, sem var að líða. Hún hafði svo sannarlega nóg með nútíðina. Hvernig gat Hugh verið svo viss um, að honum hefði ekki verið veitt eftirför frá Tíundu stræti, þegar hann hafði farið til að sækja fatnaðinn hennar þangað? Hann hafði ekki hugmynd um, hve slóttugir þeir voru. Þeir höfðu gert svo fjölda- margt, sem í rauninni virtist ókleift. Hvers vegna skyldi þeim þá ekki takast að leita hana uppi hér á þessum afskekkta stað í skóginum? Það, sem Nortons-fjölskyldunni hafði fundizt vera svo ágæt hugmynd, fann hún nú, að var vægast sagt mjög slæm hugmynd, — já, og verri en það, — þetta var beinlínis til að bjóða morð- ingjanum heim. En nú var hún komin hér og átti þess engan kost að hverfa burt, nema hún kærði sig um að fara fótgangandi gegnum dimm- an skóginn. Hún skalf við tilhugsunina um það. Það væri enn þá heppil;gra fyrir morðingjann, ef hann væri hér á næstu grösum. Klukkan var hálftólf. Hún stóð í stóru setu- stofunni og virtist minni en hún i rauninni var — eins og villt, litil stúlka um hánótt. Það voru skuggar í hornum stofumjar, og í slikum skugg- um sjá örvæntingarfullar sálir oft hina undarleg ustu hiuti Hún kveikti öll ljósin. og skuggarnir hurfu. Hún sneri sér ðkveðin að næstu dyrum. — Hún gat ekki verið róleg. fyrr en bún var búin að fara i gegnum allt húsið og fullvissa sig um, að bún væri ein. Þetta voru dyr inn I svefnherbergið. Það var breitt yfir húsgögnin, og gerði það þau drauga- leg. 1 rúminu var aðeins dýnan. Ur svefnherberg- inu var gengið inn i baðherbergi. og á þvi voru tvennar dyr. Þaðan komst hún aftur fram i setu- stofuna. Síðan gekk hún í gegnum þrjú önnur svefnherbergi. Með einu þeirra var sérstakt bað- herbergi, hin voru tvö um eitt bað. Þá var hún búin að komast að því, hvað lá að baki dyrunum fimm í setustofunni. Jafnóðum og hún kynnti sér herbergin, kveikti hún í þeim Ijós og lét ljósið loga áfram. Henni fannst birtan sér vinveitt. Ef um einhverja hættu yrði að ræða, vildi hún að minnsta kosti geta séð, í hverju hættan var fólgin. Nú átti hún aðeins eftir tvennar dyr. Hún vissl, að aðrar lágu fram í borðstofuna og eldhúsið, þar sem hún hafði áður farið með Hugh og ijós logaði enn. Þangað þurfti hún ekki að fara aftur. Svo opnaði hún siðustu dyrnar. Þær vissu út að stétt bak við húsið. Hún sveipaði kápunni þéttar um sig, þegar næturkulið kom á móti henni, og herti upp hugann til að ganga út fyrir. Það var ljós i öllum gluggum og lýsti stéttina vel upp. Hún tók eftir, að einungis varð gengið út á stéttina úr setustofunni, og það gerði hana rólegri. Nú skildi hún, við hvað Hugh hafði átt, þegar hann fyrr um daginn hafði sagt henni, að það væri einna líkast því, sem húsið stæði uppi á háum kletti. Það var bratt niður í móti á allar hliðar, og þegar hún beygði sig fram yfir grind- verkið, heyrði hún niðinn í ánni langt fyrir neð- an sig. Útsýnið hlaut að vera fallegt á sumardegl, en nú fannst henni dýpið í kring hrollvekjandi. Hún snerist á hæli, gekk inn og sneri lyklinum i skránni tvisvar. Útidyrahurðin á framhliðinni var þegar vel læst, og Margrét gætti þess vandlega, að allir gluggar væru lokaðir En það veitti henni enga sérlega öryggistilfinningu, þótt glugg- arnir væru lokaðir, því að hún sá, að auðvelt mundi að komast inn um þá aðeins með því að nota venjulegan vasahnif. Hún gekk inn i stóra svefnherbergið, en bjð ekki um rúmið. Sæneurföt voru I skáp þar I herberginu, en hún hafði ákveðið að sofa ekki I nótt — án tillits til þess, sem hún hafði lofað Hugh. Hún lagði tvo svæfla á rúmið. Hún ætlaðl að liggja alklædd á rúmdýnunni og lesa í bók. Hún gæti svo fengið sér blund í morgunsárið, þegar dagsbirtan hefði rekið óttatilfinninguna burt. Þegar hún gekk fram I baðherbergið til þess að bursta tennurnar, kom hún auga á litla bréf- pokann, sem Hugh hafði látið hana fá. Taktu tvær töflur, hafði hann sagt, — ekki eina, heldur tvær. Henni kom alls ekki til hugar að svipta sig lífi, en bréfpokinn var svo léttur, að hún opn- aði hann og hellti innihaldinu úr af einskærri forvitni. Tvær litlar töflur skoppuðu út, — gkki fleirl. Hún missti bréfpokann á gólíið. Nú, svo að hann treysti henni ekki. Aðeins tvær töflur. Eng- in hætta á, að hún tæki of stóran skammt. Hún gat auðvitað kastað sér út fyrir grindverkið og niður i fljótið eða svipt sig lifi á einhvern annan hátt. en þaö mundi ekki verða með svefntöflum. Hún lét töflurnar tvær renna niður niðurfalliö á handlauginni. Hann hafði líklega gaman af þessu og gerði gys að hinum furðulegu imyndunum óttaslegnu stúlkunnar. Hún gekk inn í svefnherbergiö og lagðist á rúmið. Það lágu tímarit á hillunni undir náttborð- inu, og hún fór að blaöa í einu þeirra. Stafirnir dönsuðu fyrir augum henni og mynduðu hinar undarlegustu fígúrur, en það komu engin læsi- leg orð út úr þessum samsetningum. Hún gat alls ekki haft hugann við að lesa. — Og allt 1 einu varð dauöakyrrð í húsinu. Hún var þegar komin hálfa leið að símanum, þegar hún gerði sér ljóst, hvað heföi gerzt. Oliu- ofninn hafði stöðvazt, það var ai't og sumt Hann hafði gefið frá sér daufan nið, meðan hann var 1 gangi, en þegar hann hætti, virtist hin skyndi- lega kyrrð svo ógnþrungin. Hún gekk aftur að rúminu og tók upp tíma- ritið. Það leið langur. langur tími . . . Hún leit á klukkuna. Hún var stundarfjórðung yfir tólf. Hún hafði verið viss um, að klukkan væri að minnsta kosti orðin tvö. Þessi nótt ætlaði að verða lengi að liða Skyndilega settist hún upp við dogg og greip andann, á lofti. Nú kom hún aftur, þessi tilfinn- 26 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.