Vikan


Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 3

Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 3
Hvernig eru sjóstengur á brsgðið? eitt orðskrípið enn, segir ,,Gamli“ í bréfi — pær annars vera á bragðið? Eða undir tönnina ... Og hvað um „vatnastangaveiði“? Ég heiti á alla þá, sem einhvern málsmekk hafa, að sjá svo um að orðskrípi þetta fari sömu leið og ísfisk- og saltfiskveiðin. Og það sem fyrst ... Vinsamlegast. Gamli. Rétt er nú það — þetta er ambaga og ónot- hæft með öllu í mæltu máli og rituðu. Það væri full þörf, að málhagir menn leituðu annars orðs og heppilegra. Og því ekki að að nota einfaldlega hið gamla og góða orð „dorg“? Ég fæ ekki séð neitt því til fyrir- i stöðu, enda þótt veitt sé á stöng. Dorg, dorg- ari — þau orð fara vel í munni og eru „Gamla“ sammála um það, að menn ættu að hætta sjóstangaveiðum sem fyrst — bæði í blöðum og útvarpi. ÚTVARPSTÓNLIST — TAUGASLAPPLEIKI. Kæra Vika. Ekki alls fyrir löngu heyrði ég móður segja frá því, að dóttir sín, sextán ára að aldri, gæti ekki sofnað nema hún hefði dynjandi útvarps- tónlist við eyrað — vel háa meira að segja. Við- staddir vissu þá um fleiri tilfelli, og allt voru það unglingar, sem áttu hlut að máli. Vissu þess jafnvel dæmi, að unglingar gátu ekki setið við nám nema með dynjandi útvarpshávaða í eyrunum. Þetta minnti mig á grein, sem ég las í sænsku blaði í vetur. Hún fjallaði um fimmtán ára dreng, sem ekki gat sofið nema við þennan útvarpshávaða. Sænskir sérfræðingar töldu þarna um alvarlega taugabilun að ræða og úr- skurðuðu drenginn til hælisvistar, en einn þeirra lét svo um mælt, að margt benti til þess, að unglingar, sem biluðust þannig á taugum, biðu þess seint eða aldrei bætur, auk þess sem slík bilun gæti orðið undirrót ýmissa lasta og afbrota. Þarna er um alvarlegt mál að ræða. Ríkis- útvarpið ætti að atliuga, hvort það gerði ekki rétt að draga eitthvað úr þessum tónlistar- glymjanda, — sem er að eyðileggja húsfrið og heimilislif manna í borg og bæ. Virðingarfyllst, H. Ólafsson. Vikan kann H. Ólafssyni þakkir fyrir bréf- ið, en það er aðeins eitt af mörgum, sem fjalla um svipað efni. Þessi sífelldi tónlistar- glymjandi, eins og bréfritari orðar það, virð- ist allt annað en vinsæll. Taugalæknar og sér- fræðingar erlendir virðast og þeirrar skoðun- ar að útvarpstónlist á vinnustað geti haft hin skaðlegustu áhrif. Svissneskur sérfræðingur lét fyrir nokkru svo um mælt í vesturþýzku tímariti, að ekki bæri minni nauðsyn til að hafa aðgát með hendi en vélum og slysahættu á vinnustað; ætti tónlistin að hafa tilætluð áhrif, yrði hún að vera svo lágræn, að rétt heyrðist, annars tvískipti hún athygli starfs- fólksins — og það yrði eingöngu að vera róleg og sefandi tónlist, helzt klassisk. • 9 FOT FRAKKAR V E S T I HEJR R A D E I L D SÍMI I -2-3-4-5 iiiwwwvimnwivt BEDFORD fyrir íslenzka sfaðhætti Einkaumboö: Samband ísl. samvinnufálaga Véladeild VIK AN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.