Vikan - 30.06.1960, Blaðsíða 12
Það var farið að vora. Gervitunglin fóru eftir braut sinni
umhverfis jörðina. Kjarnorkufræðingarnir ráðgerðu nýja
sigra á tíma og rúmi í rannsóknarstofum sínum. Þá skárust
náttúruöflin í leikinn. Það þykknaði upp, og mikill hluti him-
insins yfir Bandarikjunum huldist dökkum skýjum, — snjór,
mjúkur, jafnfallinn snjór, sem á skammri stundu breiddist
yfir landið eins og risastórt, livítt klæði, — snjór, sem teppti
göturnar, járnbrautirnar og flugvellina og lagðist eins og farg
yfir alla þjóðina. Slíkt veður getur valdið miklum óþægindum.
Útvegun á algengum vörum, svo sem mjólk og sígarettum, sem
menn gáfu venjulega lítinn gaum, var allt í einu orðin miklum
vandkvæðum bundin. Lánsamir voru þeir, sem gátu verið í
öruggu, hlýju skjóii heima hjá sér og virt fyrir sér liina
kristallstæru fegurð. En aumingja fólkið, sem neyddist til að
fara út og sökk upp fyrir hné i sköflunum, varð nú að láta í
minni pokann fyrir þessum gainla vágesti, snjónum. í Was-
hington voru snjóskaflarnir 35 senlímetra háir. Pennsylvanía
Avenue leit út eins og Síbería.
Bruce Tyman hallaði sér aftur á bak i bilnum og opnaði út-
varpið. Þulurinn tilkynnti: „í höfuðborginni eru næstum allar
samgöngur tepptar. Járnbrauta- og loftsamgöngur til og l'rá
Washington eru mjög tafsamar ...“ Tyman slöklcti á útvarp-
inu. Og nú þurfti endilega að fara að snjóa! Stefnumótið í New
Yorlc hafði verið svo vandlega undirbúið og framkvæmt með
mikilli varfærni og leynd. Flestir héldu, að hann hefði flogið
með konu sinni tii Arizona. Aðrir höfðu einhvern grun um
leyniiegan fund með nokkrum blaðamönnum. Hann hafði pant-
að klefa á fyrsta farrými með daglegu hraðlestinni Con-
gressional. Herbergi í óaðfinnanlegu gistihúsi hafði verið tekið
á leigu í nafni skýrsluritara hans. Og nú kom snjórinn!
Bíistjóranum gekk erfiðlega að komast i gegnum allar þessar
torfærur. Hann vissi ekki, hvar hann fór. Hann hugsaði: Flestir
ríkisráðherrar hefðu setið heima og hlýjað sér við ofninn í
svona veðri, en húsbóndi minn lætur ekki blindbyl ai'tra sér.
— Tyman leit á armbandsúrið. Hann þurfti ekki að lyfta hend-
inni nema í brjóstliæð, en samt veittist honum það erfitt. „Lest-
in fer eftir 14 mínútur, Harry,“ sagði Tyman. „Gerið þér nú
enga skyssu, en ég verð að ná henni.“ Þessi orð Tymans lýstu
skapferii hans mjög vel. Vilji hans var járnharður og ósveigj-
anlegur. Hann var laglegur, þrekvaxinn maður, 52 ára gamall.
Sökum atorku sinnar hafði hann komizt i ábyrgðarstöðu.
Tyman ríkisráðlierra var talinn jöfnum höndum hardagamað-
ur og kvennagull. En fyrir hverju barðist hann? í einum
blaðaleiðara liafði hann verið nefndur „Herra óstöðvandi". En
Framhahl á bls. 14.
ÞRJÁR
VERUR
í EINUl
KLEFA
Smásaga eftir Leonore Hershey