Vikan


Vikan - 30.06.1960, Side 14

Vikan - 30.06.1960, Side 14
veiur Þrjár Framhald af bls. 12. enginn vissi, hvort það var ofsaiegur stjórnmála- áhugi eða hrein og bein metorðagirni, sem gæddi Tyman slíkum krafti. Margaret, fallega, þolinmóða, gáfaða konan hans, lagði aldrei fyrir hann slikar heimskulegar spurningar. En hún hafði fundið, að eitthvað amaði að honum. Með vaxandi kvíða hafði hún gefið honum gætur síðustu vikurnar. Hún tók eftir, að hann forðaðist að kveikja í sígarettu fyrir hana, svo að hún sæi ekki, hve skjálfhentur hann var ... Fótatak hans var hikandi, og ástaratlot hans lýstu beizkju og óþolinmæði. Var það vinn- an í þessari nýju nefnd? Þvættingurinn um vara- forsetaembættið? Hvað gat það eiginlega verið? „Ég hugsa, að við komum í tæka tíð,“ sagði Harry, þegar hvolfþakið á ráðhúsinu kom í ljós og litlu síðar aðaljárnbrautarstöðin. „En ég býst við, að allar lestir séu á eftir áætlun í dag. Þetta verður ekki þægilegt ferðalag, herra.“ Á járnbrautarstöðinni var stöðvarstjórinn allur í einu svitabaði. Siminn hringdi í sífellu. Fólkið umkringdi hann og spurði liann i þaula. Hátalarinn tilkynnti: „Lestirnar, sem eru á norðurleið, verða sennilega talsvert á eftir áætlun. — Harry fór með ferðatöskur ríkisráðherrans inn í biðsalinn. „Þér skuluð bara bíða hérna, herra, ég ætla að athuga, hvað hægt er að gera.“ Tyman settist á langan trébekk. Við hliðina á honum sat undirforingi, sem reyndi að róa hina þreyttu konu sína og tvö lítil börn. Kona nokkur leit forvitnislega á hann. Það kom honum á óvart, að hún skyldi ekki kannast við hann. Sjónvarpið og dagblaðamyndirnar slétta út andlitsdrættina. Þar að auki vissi Tyman, að andlit hans var eins og stirðnað og augun með hitagljáa. Það var eins og jiað átti að vera. Vince læknir hafði útskýrt það vingjarnlega, en með læknislegri nákvæmni, að Parkinsonsveikinni fylgdu venjulega þessi sömu einkenni. Hún hafði engin áhrif á vitsmunina né tilfinninguna, en þeim mun meiri á vöðvana, — fyrst magnleysi, stirðleilci og titringur. Þetta mundi ágerast með tímanum. „Auðvitað verðið þér að gera eitthvað," hafði Vince læknir sagt. „Ég þekki sérfræðing í New York. Ef til vill getur hann .. .“ Börnin, sem sátu hjá honum á bekknum, fóru allt í einu að gráta. — Eins og forðum í stríðinu, liugsaði Tyman, — liinn almenni ótti, biðin, óþol- inmæðin. Hlutskipti þjónsins var orðið hið sama og yfirmannsins, og maður var ekki lengur eins og lifandi korktappi i sjónum, sem beið eftir, að flóðið skolaði honum á land. En á stríðsárunum hafði liann verið ungur og aldrei efazt um, að flóðið og eigin viljakraftur hans mundi nægja til þess að skola honum á land. Nú var allt breytl. Hvernig var hægt að búast við, að maður, sem varð að hafa sig allan við til að hnýta skóreimar sinar og bera gaffalinn upp að munninum, gæti komizt áfram í lífsbaráttunni? Hann lokaði aug- unum og hugsaði um Margaret. Hann langaði mest til að hlaupa út í næsta símaklefa og tala við liana, bara til að heyra rödd hennar og láta hana lnig- hreysta sig. Harry stóð fyrir frainan hann, hálfringlaður á svip. „Þetta lítur ekki vel út, herra,“ sagði hann. „Járnbrautarstarfsmennirnir vita ekki enn þá, hvenær Congressional leggur af stað eða hvort hún fer á annað borð. Morgunlestin, sem er á leið- inni til New York, er nefnilega enn þá á járn- brautarstöðinni." „Gerið þá svo vel að útvega klefa handa mér,“ sagði Tyman eftir stutta íhugun. „Kaupið fyrir mig eina viskíflösku og eitthvað til að lesa. Mig gildir einu, hver verður með mér i klefanum. Ég verð að komast til New York.“ Honum varð litið á hönd sína, og þó að liann hreyfði sig ekki, virtist hún titra. — Lestin var mjög löng, troðfull af uppgefnu, óþolinmóðu fólki, skjálfandi af kulda. í stóra klefanum lá það út um allt, úrvinda af leiðindum og þreytu. í gang- inum, sem aðskildi snyrtiherbergin frá hinum Framhald á bls. 15. 14 Rætt við Ævar R. Kvar- an um tækni í leiklist og átökum við Benedikt í leikriti Agnars Þórð- arsonar sem leikið var í útvarpið. Bennl var erfiður... E’nda Þótt nokkuð sé nú um liðið, frá því er ílutningi útvarpsleikrits Agnars Þórðarsonar lauk, halda menn áfram að ræða um persónur þær, sem þar voru mótaðar. Eru menn ekki á eitt sáttir þar, og snúast umræðurnar mest um Benedikt, sem er aðalviðfangsefni höfundar. Flestir segja: Benedikt er of breyzkur, — svona vonlaus er ekki nokkur maður, Þeir, sem hafa raunverulega kynnzt lífinu í Reykja- vík nú á dögum, viðurkenna, að Benedikt- arnir séu margir og Agnar hafi að vísu tekið saman marga lesti í einn mann, en allt eigi það sér skýringar. Það þarf meira en yfirborðslega skoðun til þess að skilja Benedikt. Þeir, sem þykjast hafa hugsað málið af gaumgæfni, segjast sjá mann, sem var eyðilagður á mótunar- skeiði í föðurhúsum. Hann fyllist van- metakennd í aðra röndina, og eiginkonan varð honum ekki sá bakhjallur sem hann þarfnaðist og hann skilur ekki, að hún treystir honum ekki. Þannig koma flókin sálfræðileg alriði og vefjast sam- an og verða til þess að skapa þær per- sónur og þau vandamál, sem leikritið fjallar um. Við höfum haft tal af Ævari Kvaran leikara, sem fékk Benedikt til meðferðar og gerði hann ljóslifandi fyrir útvarps- hlustendum. — Var þetta erfitt hlutverk, Ævar? — Mjög erfitt, en ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til Þess að spreyta mig á því. — Þú hefur orðið að sökkva þér í verkið til þess að öðlast skilning á Bene- dikt? — Eðlilega, það verður maður alltaf að gera. Ef maður er eitthvað, sem maður skilur ekki til fulls frá höfundarins hendi. þá verður maður að leita eftir skýringu á þvi, — hjá honum sjálfum auðvitað, ef hann er við höndina. Ef maður skilur ekki persónuna, þá verður meðferðin fölsk. — Hvað var Þá erfiðast við Benedikt? — Illutverkið höfðar mjög til tilfinn- inganna, en það er æviniega erfitt að túlka ofsalegan tilfinningahita í útvarpi og þá ekki síður tilfinningar, sem ætlað er að ólga undir niðri, — niðurbælda komplexa. Þess ber að minnast í því sambandi, að röddin er hér eina tæki leikarans. — Er þá í rauninni hægara að leika á sviði? — Þar hefur leikarinn a.m.k miklu fleiri tæki til túlkunar: látbragða, and- litsgerfi, búninga, tjöld, ljós o. s. frv., sem allt er ómetanlegt til sköpunar réttr- ar stemmingar, — svo að maður tali nú ekki um töfra þess að hafa beint samband við áhorfendur. Það er ólíkt betri aðstaða en standa á skyrtuermunum fyrir fram- an hljóðnema með meðleikendur sitjandi allt í kringum sig og hafa röddina eina tii þess að hafa áhrif á hlustendur. — Þetta eru þá tveir nokkuð ólíkir þættir í leiklistinni? — Það má segja, að farvegir leiklistar- innar nú á tímum séu fjórir: leiksviðið, sjónvarpið, kvikmyndin og útvarpið. E'r ólíkt auðveldara að skilja góðan leik t.d. í kvikmyndum, þar sem endurtaka má atriði að vild, þangað til leikstjóri er ánægður. Á leiksviði stendur leikarinn á eigin fótúm og verður að duga eða drep- ast, þegar á hólminn er komið. Enda krefst leiksviðið miklu erfiðari og víð- tækari leiktækni af leikaranum. Honum dugar ekki að vera „eðlilegur", — til þess að áhrif hans berist yfir til áhorf- enda, verður hann að taia og hreyfa sig með ýktum hætti, en til þess að kunna sér hóf í þeim efnum þarf margra ára þjálfun og vald á leiktækni, sem er erf- iðara að ná tökum á en áhorfendur grun- ar. — Hvernig er það með svona útvarps- leikrit, — þuríið þið að æfa það mikið? Annað er vonlaust. Illa æft leikrit verð- ur alltaf iífvana í flutningi, jafnvel þótt þrautreyndir leikarar túlki hlutverkin. Hálftímaþátt æfum við í þrjá eða fjóra daga, venjulega 2% klst. hverju sinni. — HVernig kunnirðu við þig í hlutverki Benedikt.s? — Ja, það er kannski ekki hægt að segja, að rnaður kunni alltaf vel viö sig i hlutverici jafnóaðlaðandi manns, en hitt er annað mál, að ég hef aldrei fengið tækiíæri til þess að leika svona stórt og erfitt hlutverk í útvarpið og er því vitan- lega þakklátur fyrir að fá að spreyta mig á því. Ég er viss um, að Agnar á eftir að ná langt á þessu sviði, enda vinnur hann að verkefnum sínum af mikilli alúð og alvöru. Hann er langefnilegasti leik- ritahöfundur, sem við eigum nú, og þess vegna bráðnauðsynlegt að hvetja hann til starfa. Bæði í Þjóðleikhúsinu og útvarp- inu liggja bunkar af frumsömdum, ís- lenzkum leikritum, en þvi miður er flest af því harla lítils virði. Virðast höfundar flestir ekki hafa áttað sig á því, hvaða sérstökum lögmálum bygging leikrits hlýtur að lúta og hve það er óskylt t. d. samtölum í skáldsögu. 1 mörgum leikrit- anna er höfundur mjög hlutdrægur gagn- vart persónum sínum, elskar sumar, en hatar aðrar og skapar því ýmist engla eða djöíla, sem hvorki eru fugl né fiskur og allra sízt lifandi fólk. Gott dæmi um leiksviðsverk, sem skortir algerlega eðli- lega byggingu leikritsins er ISLANDS- KLUKKA Halldórs Laxness. En það, sem bjargar því „leikriti", er það, hve ljós- lifandi allar persónurnar eru, hver með sínum einkennum. Þess vegna eru allar persónur þessa verks mjög leikhæíar. Þetta er lifandi fólk með kostum sínum og göllum og sjálfu sér samkvæmt til leiksloka. Hið mikla sagnaskáld og per- sónuskapandi bjargar þessari „myndabók" frá því að gefa upp andann á sviðinu. +

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.