Vikan - 30.06.1960, Page 15
Þrjár verur
Siðgæði æskunnar og
atómsprengjan
eftir
Dr. Matthías
Jónasson
IIEIÐRA SKALTU ...
Hið forna boðorð, að börn skuli lieiðra i'öð-
ur sinn og móður, svo'að þau sjálf verði farsæl
í lifi sinu og athöfnum, tekur grandvart liferni
feðra og mæðra sem óvefengjanlega staðreynd.
J)ýpri merking boðorðsins er sú, að æskan skuli
kosta kapps um að temja sér siðgæði eklri kyn-
slóða, aðeins þannig sé tímanlegri og eilífri vel-
ferð hennar borgið.
Nú þykir viða brugðið út af þessu. Afbrot
l>arna og unglinga gegn lögum og siðgæði cru
svo tið, að þau eru orðin eitt erfiðasta vanda-
mál margra þjóða. Skipulögð glæpastarfsemi
unglinga leggur undir sig heil borgariiverfi og
heldur íbúum þeirra í járngreip. Bandaríki
Norður-Ameriku eru þegar illræmd í þessu efni,
og þaðan berast fregnir af glæpastarfsemi ungl-
inga iit um allan lieim og verða æskulýð ann-
arra jjjóða til eftiröpunar.
Með nokkrum ugg finnur eldri kynslóðin, að
æskan er að villast af þeirri dygðabraut, sem
eldri kynslóðir vildu marka. Hin hefðgróna lotn-
ing fyrir föður og móður dvínar óðfluga, en af-
brotáhneigð brýzt fram hjá svívaxandi fjölda
unglinga. Var kynslóð feðranna e. t. v. ekki
heit og einhuga í siðgæði sínu? Gróf hún með
eigin verknaði undan þeirri lotningu, sem hún
krafðist af börnum sínum?
Alda unglingaafbrotanna hefur risið uggvæn-
tega eftir síðari heimsstyrjöld og virðist nú ó-
stöðvandi. f ])eirri styrjöld var beitt meiri
grimmd en dæmi eru til í hinni blóðugu styrj-
aldasögu mannkynsins. Og í einhverju formi
hafa börn og unglingar verið þátttakendur í
þessum ægilega leik. Þau flýðu úr hrynjandi
húsum, úr brennandi borg, undan sprengjuregni.
Þau lcsa lirífandi frásagnir af hetjudáð flug-
kappans, sem sáldraði úr flugvél sinni logandi
brennisteini yfir leikandi börn og stritandi
mæður. Þau Iieyra frásagnir af pyndingum,
þrælkun og múgmorðum.
Getum við vænzt þess, að ógnir styrjaldar, sem
gerðust þannig fyrir augum æskunnar og end-
urtaka sig í huga hennar, láti siðgæðisvitund
hennar ósnortna?
TVÖFELDNI SIÐGÆÐISINS.
í slíkri reynslu verður æskunni ])að ljóst, að
siðgæði eldri kynslóðarinnar er gegnsýrl af tvö-
feldni. Þegar eiginhagsmunir kalla að, vörpum
við siðareglunum fyrir l)orð og stýrum eftir
stundarliagnaði. í nafni rikis- og þjóðarnauð-
synjar eru livers konar glæpaverk réttlætt og
jafnvel upphafin sem dyggðir. Slík réttlæting
er handhæg yfirbreiðsla, einnig yfir persónu-
legar ávirðingar og ódæðisverk. En þó að reynt
sé að dylja þá spillingu, sem þróast ]>annig undir
verndarvæng valds og samábyrgðar, verður hún
öllum almenningi sýnileg. Spurning nútimans
i siðgæðisefnum er því sú, hvort takast megi
að halda uppi tvenns konar siðgæði: tækifær-
issiðgæði, sem fylgi valdaaðstÖðunni og þoki
jafnan fyrir stundarhagnaði valdhafans og sam-
herja hans, og algilt siðgæði, sem gildi óskorað
fyrir hinn valdalausa, auðsveipa múgamann.
Á þessu verða sýnilega nokkrir erfiðleikar.
Sú forna trú hefur rénað mjög, að það væru
forréttindi ákveðinna stétta að vera hafnar yfir
boð siðgæðisins. Það, sem einn leyfir sér í skjóli
valdsins og undir yfirskini almennrar velferð-
ar, tekur annar sér til eftirbreytni og telur sinn
rétt, eins og segir í hinu raunsæja spakmæli
séra Hallgrims:
„Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir meina sér leyfist það“.
Þessi brotalöm i siðgæði er ekki ný. Bilið
milli þess, sem er, og þess, scm ætti að vera,
Framhald á bls. 34.
Framhald af bls. 14.
hluta lestarinnar, sátu tvær konur
hvor andspænis annarri. Hin ynári
var búin að vera nokkrar klukku-
stundir i lestinni. Hún hét Suzy
Templeton og var undir vcnjulegum
kringumstæðum mjög lagleg stúlka,
23 ára gömul. En nii var brúna,
gljáandi hárið úfið, og bláu augun
voru daufleg af þreytu. Ilún skrifaði
uppliafsstafi sína S. T. i móðuna á
rúðunni. Eldri konan var nýkomin
í lestina. Það var þreytusvipur á
kringluleitu andlitinu. Hún leit iit
fyrir að vera 55—60 ára gömul. Hún
var í litlausum fötum og var að
prjóna eitthvað dökkbrúnt. Hún liét
Ellinor Lewis. Hún var á heimleið
frá Washington til New York. í
höfuðstaðnum hafði hún sótt fund
lfknarstofnana, en fór, áður en hon-
um var lokið, þar sem henni fannst
hún ekki ciga þar heima.
„Hafið þér setið lengi i lestinni?“
spurði hún stúlkuna. — „Þriár
klukkustundir.“ — „Hamingjan
hjálpi mér. Komið þér beint frá
Washington?“ — „Nei,“ sagði Snzy
hljómlausri röddu, „ég kem frá
Florida. Flugvélin, sem ég kom i,
varð að lenda hérna, þar sem hún
komst ekki lengra.“ Suzy reyndi að
stilla sig. „Ég vildi bara, að við
gætum farið að leggja af stað. Mér
finnst svona tafir ættu ekki að
koma fyrir nú á dögum.“ Frú Lewis
hristi höfuðið. — Nú á dögum. Unga
fólkið er svo hugfangið af eldflaug-
um og rafeindum og öðrum slikum
furðuverkum, að allt iinnað verður
að víkja. Allt þetta þvaður um sam-
heldni og gott viðmót manna i milli
nú á dögum. Þessar eirðarlausu,
uppivöðslusömu stiilkur eru eitt
dæmið um, hvernig þetta er i raun-
inni. „Kannski fer hún bráðum,“
sagði hún kuldalega. Það glamraði
í prjónunum. Hún byrjaði á nýrri
umferð.
Suzy teiknaði þrihyrning á rúð-
una. — Þetta er táknrænt, liugsáði
luin. Það er alltaf sama, gamla sag-
an. Kvæntur maður og ung stúlka
elska hvort annað. Iíona hans þjá-
ist af ólæknandi sjúkdómi. Þau hafa
slitið samvistir fyrir nokkrum ár-
um. Þau eiga fimrn ára gamlan son,
lítinn, alvörugefinn dreng, sem hún
])orir ekki einu sinni að rétta hönd-
ina. „Við vildum ekki láta hann
verða fyrir neinni truflun,“ hafði
Paul sagt, „svo að við létum hann
fara til ömmu sinnar.“ Amman hafði
horft forvitnislega út um dyrnar til
að sjá þessa tælidrós frá New York,
sem Paul eyddi tímanum með, með-
an aumingja konan hans lá veik á
heilsuhæli ...
Iivernig hafði þetta gctað hent
hana, Suzy Templeton? Hún, sem
hafði alltaf verið svo sómakær?
Elskaði hann hana i raun og veru,
þessi maður, sem hafði kvatt hana
á flugvellinum? „Þú veizt það,
Suzy, að ég hef engu lofað þér. Ef
])ú treystir mér ekki til aC útkljá
þetta mál þannig, að við ge-tum litið
björtum augum til framtiðarinnar,
skaltu gleyma þessu öllu saman.“
— Augu hennar fylltust tárum ang-
urs og reiði. Þegar hún hafði ákveð-
Framhald á bls. 28.
15