Vikan - 30.06.1960, Page 17
Nærfatamappa
Nú er fólk i óða önn að láta
niður í ferðatöskurnar og fara í
sumarleyfi, og þá kemur sér vel að
eiga svona nærfatamöppu. Plast-
posarnir hafa komið í góðar þarfir
undir alls konar fatnað, en það er
ólíkt skemmtilegra að hafa möppu
fyrir öll nærfötin, þar sem hver
hlutur er á sínum stað. Auk þess er ■
sjálfsagt að hafa í henni slæður, '
vasaklúta og fleira smádót. Við gef- f
um ekki upp neina sérstaka stærð,
það er hezt, að liver hafi hana eftir
sínum smekk og þörfum. Eins og
sést á myndinni, eru tvö bönd
þversum yfir botninn á möpp- ]
unni, og eru þau ætluð til þess að
halda undirkjólnum. Böndin eru bú-
in þannig til, að breið teygjubönd
eru yfirdekkt. Hliðarvængirnir, sem
hrotnir eru yfir, eru hvor um sig
aðeins stærri en helmingurinn af
botninum. Hægri vængurinn hefur
einn stóran vasa, sem skipt er í
þrennt. Þar er tilvalið að geyma
buxur, hrjóstahaldara, slæður o. fl.
Vinstri vængurinn hefur aftur á
móti sex litla vasa fyrir sokka, belti
$umarrí«kan
Það er ýmislegt nýtt uppi á ten-
ingnum í tízkunni, en samt engar
stórbyltingar. Hér fer á eftir hið
helzta hjá meisturunum í París.
Fyrst er að athuga, hvað Dior hef-
ur að segja. Það er alltaf dálítill
þytur í kringum „litla“ Dior eða
Saint-Laurent, eins og hann heitir
réttu nafni, og inodelin hans yfir-
leitt mjög umdeild. Að vísu er hann
nokkuð djarfur á stundum, en lítið
lield ég, að okkur fyndist af reglu-
legum spariflíkum, ef hann hætti að
skapa. í vor er hann allur á bog-
linum. Kápurnar eru kringlóttar
eins og kúlur, dragtirnar eru með
stuttum jökkum, og pilsin eru með
sérkennilegri, mjúkri vidd. Þessar
dragtir minna á trapizu-línuna 1958.
Handvegir eru víðir, hálsmálin eru
„rúnnuð“ og alveg kragalaus. Sem
sagt: tízkan virðist öll miða að því
að klæða konur sem eiga erfingja
von, og allir vita, hverri er um að
kenna. Það er hin fagra keisarafrú
i Persiu, Farah Diba, sem hefur haft
þessi áhrif á tízkukónginn.
Pierre Balmain. Línurnar hjá hon-
um eru mjög einfaldar. Frakkarnir
eru stórköflóttir, alltaf hnepptir og
með afar stórum niðurbrotnum
krögum. Dragtarjakkarnir eru miðl-
ungssíðir og pilsin níðþröng. Kjól-
arnir hjá Balmain eru yfirleitt
beinir eins og strompar, án belta
og með hina nýju, víðu handvegi.
Nina Ricci er með ósköpin öll af
fellingum og rykkingum, bæði á
kjólum og pilsum. Kjólarnir eru
gjarna bæði erma- og kragalausir.
Jacques Heim er með kjóla, sem
með sínum þröngu pilsum og viðu
blússum minna mest á indversk hof.
Manguin er undir japönskum á-
hrifum, — bognar baklinur, jap-
anskar líningar í hálsinn, beinir
jakkar með kímonó-ermum og bein
pils. Kjólarnir eru ýmist með fell-
ingapilsum eða prinsessusniði.
Jacques Griffe fylgir nýju regl-
unni með feiknavíða handvegi og
fyrirferðarmikil fellingapils.
Jean Patou lyftir brjóstalinunni
með breiðum beltum, sem ná frá
mitti og upp undir brjóst.
■ i ni
Cardin hefur jakkana siða og hik-
ar ekki við að hafa belti á mjöðm-
unum i staðinn fyrir í mittið eins og
flestir hinna.
i ; j I i
Carven kallar sina sumarlinu
„lótus“, sem þýðir, að fötin eiga að
vera þröng og fylgja alveg línum
líkamans.
Jan Desses er með dömuleg-
ustu fötin, mjúkar linur og fal-
legar litasamsetningar.
Chanel. Coco gamla Chanel
veit, hvað hún syngur, þótt göm-
ul sé. Henni hefur vist aldrei
tekizt eins vel upp og nú, og það
er búið að kopíera fötin hennar
um allan heim. Hún er höfundur
hinna sígildu, beinu, kragalausu
jakka með bryddingum. Nú eru
dragtapilsin hennar þröng, en
Framhald á bls. 34.
og vasaklúta. Botn og vængir möppunnar eru
klipptir út í einu lagi. Vasar og bönd eru fest
á innra byrðið, áður en saumað er saman. Þegar
vasarnir eru sniðnir, eiga þeir að vera aðeins
stærri en undirlagið, og teygja er dregin í þá
að ofan. En hún má ekki strekkjast. Siðan er
sniðinn pappi og fliselín í sömu stærð og botn-
inn i möppunni og sett inn á milli taulaganna.
Lítil bönd eru fest á vængina til að lialda möpp-
unni saman. — Góða ferð. -fc
Falleg sumarföt á ungu stúlkurnar. Einlitt
pils, alfóðrað. Vasarnir eru feiknastórir og lang-
ar klaufir framan til i hliðunum. Strengurinn
er mjög breiður, og utan um hann er band með
slaufu. Svo er um þessar tvær blússur að velja.
Blússa 1 er aðeins flegin, einhneppt og ineð
ermar, sem enda i hinum vinsælu púffum.
Blússa 2 er úr röndóttu efni, skreytt með pifu
í hálsinn og framan í ermunum.
Grísk hárgreiðsla
Þessi fallega hárgreiðsla er kölluð grísk, —
sennilega er fyrirmyndin sótt í gyðjumyndir forn-
aldar. Hvaðan sem hún nú er tekin, þá er hún
afar sérkennileg og eftir myndinni að dæma ekki
-erfið viðureignar. Einnig má greiða margar hár-
síddir með þessu móti. Rétt klipping er aðalat-
riðið. Hárið virðist jafnsitt allt i kring, en styttist
í vöngunum. Greiðslan er eftir ítalskan hár-
greiðslumeistara.
17
VIKAN