Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 18
VIKAN VIKAN
Leit, sem aldrei
þrítur
Ferró hefux talað — og talaO eftirminnilega.
Flestum hefuir fundizt einhver óhugnaOur í mynd-
um hans, og þaO leynir sér ekki, aö honum er mik-
iö niOri fyrir. Ilann vil prédika og segja mann-
fólkinu til syndanna. Til þess notar hann hin geysi-
stóru léreft, yg má segja, aö hver þumlungur sé
gernýttur. Hágfrœöingur talaöi einu sinni í út-
varpiO, hvernig hægt vceri aO „auka gernýting-
una“. ÞaO er vafamál, aö Ferró gœti þaö, svo
langt er 'hann kominn í dýrkun smáatriOanna.
Hann sker sig frá öörum nútímamálurum hér,
sem hafa leitazt viö aö birta áhorfandanum fegurö
einfaldleikans. Þeir hafa þótzt vera aö hreinsa
til og fundizt sér veröa mikiö ágengt, en svo kem-
ur þessi ungi maöur og brýtúr niöur þaö, sem
hinir hafa byggt upp.
Þaö er sagf, aö ákveöin stefna kalli fram and-
stæöu sína. Hin stífa geómetríska flatarlist hefur
kallaö fram andstæöu sína í annarri gerólíkri
abstrakt-liststefnu, sem hefur veriö kennd viö
tatchisma. Ef til vill er útfærsla Ferrós grein af
þeim meiö, nema hvaö hann málar oftast alger-
lega fígúratívt. Stundum eru þó hinar dularfullu
skepnur hans, sem hann hleöur upp 'heila mynd-
fleti meö, svo stílfœröar, aö þær eru allt aö því
nó vera abstrakt. En snilli hans í litameöferö
leynir sér hvergi, og teikningin er unnin af mik-
illi fimi. Flestir tcunna betur viö Ferró í mósaík-
inni, þar sem hann lœtur álla prédikun lönd og
leiö, en gefur listsköpun sinni lausan tauminn i
fatlegum litum og frjálslegum formum. Þaö er
augljóst, aö Ferró leitar, og á meöan sú leit er
þreytt, er hann á mótunar- og breytingaskeiöi.
Góöur listamaöur lifir i sífelldri leit. Hann hefur
ekki fyrr fundiö þaö, sem hann liélt sjálfa full-
komnunina, aö hann er farinn aö efast og leitin
er hafin aö nýju. -á
Ljósió mælt og vegið
Þá finnst okkur timi til kominji aö birta mynd »í
Þorvaldi Ágústssyni, þeim sn.ialla fótógraf, Bem hefur
tekið allar forsíðumyndirnar af blessuðum dömunum,
sem keppa um titilinn: Sumarstúlka Vikunnar 1960.
Það er mikið vandaverk að taka litmyndir, svo að
vel fari, og ekki siður að framkalla, en bað gerir
Þorvaldur allt saman sjálfur. Ilér er hann niður
sokkinn við að mæla ljósið, sem endurkastast af and-
liti Sigrúnar Kristjánsdóttur. Hún var á forsiðu síð-
asta tölublaðs Vikunnar. Til hliðar hefur Þorvaldur
hvítt spjald til þess að endurkasta birtu á þá hlið
andlitsins, sem snýr undan birtunni. Það mýkir
skuggana, sem stundum vilja verða fullharðir, ef
sólskin er og bjartviðri. — Þorvaldur er annars aug-
lýsingastjóri hjá Sambandi isl. samvinnufélaga og
annast allar myndatökur í sambandi við það starf.
Allar ljósmyndir inni í blaðinu hafa hins vegar biaða-
menn Vikunnar tekið.
Listin er líka í
Kópavogi
Við höfum fyrstu verðlaun ferð til
Parísar, og önnur verðlaun höfum
við ferð til Parísar með konuna.
Ég berst á fáki... | Hún breppti Brando
Slíkt og þvílíkt sést ekki oft á götum Reykja-
víkur, en kemur þó fyrir á hátíðisdögum og
vekur hrifningu. Þarna er Sigurður Ólafsson,
söngvari og hestamaður, en hina þekkjum við
því miður ekki. Sennilega eru þeir á vegum
Hestamannafélagsins Fáks og hafa orðið sér
úti um skikkjur að fornum sið. Þeir hafa gull-
hlað um enni, en alvæpnið vantar og kannski
gert með vilja til þess að sýna friðsamlegan
tilgang fararinnar.
Laugarásbíó hefur að undanförnu sýnt kvikmyndina South
Pacific. Þar koma fram ýmsir ágætir leikarar af margvislegu
þjóðerni. Meðal þeirra er France Nuyen, sem leikur hina undur-
fögru pólínesisku stúlku, sem heillar hermanninn. France
Nuyen er af austurlenzkum uppruna, eins og útlitið bendir til,
og hún hefur fengið skjótan frama í horg kvikmyndanna,
Hollywood. Henni varð ekki lieldur skotaskuld úr því að krækja
sér í eiginmann þar vestra, og það var livorki meira né minna
en sjálfur Marlon Brando, sem varð fyrir valinu.
Skammir eru
gagnslitlar
— Heldurðu, að þú fáir skoðun á hann,
þennan?
— Ég veit það ekki. Það fékkst skoðun á
hann í l'yrra. Hann er ekki hótinu verri núna.
— Var hann ekki bremsulaus um daginn?
— Jú, en ég held ég sé búinn að græja það.
Maður verður að koma druslunni út á eftir. Ég
hef von um einn austur á Hellu.
— Ég er hræddur um, að Gestur geri sig
ekki ánægðan með tíkina, — þú verður áreiðan-
lega að blæða stórfé í viðgerðir.
— Er þessi gaji að sunnan? — Hann ku vera
fjandanum strangari.
— Hann iætur ekki kjafta sig til, — það hef
ég sjálfur reynt.
Þeir stóðu og horfðu á gamlan Crysler fyrir
framan Selfossbió, tveir ungir menn þar úr
plássinu, og voru í vafa um, að hann fengi
skoðunarvottorð. „Þeir líta ekki við öðru en
Crysler á Selfossi,“ sagði bilasali i Reykjavík.
Annars virðast Selfyssingar leggja á það sér-
staka áherzlu að kaupa gamla og útslitna bila
úr Reykjavík og „gera þá upp“, eins og það
er kallað. Þeir vinna margir á verkstæðum og
hafa aðstöðu til þess. Hjá þeim flestum eru
bílar eina áhugamálið og inntak lifsins, — eink-
um og sér í lagi gamlir bíiar, — gamlir Crysler-
ar. Svo er slegið í eina og farið á ball á Hellu
eða Cunnarshólma, og menn eru kóngar i riki
sínu, meðan Cryslerinn snýst.
--0—
Við gengum jjangað, sem Gestur var að skoða.
Hann er raunar Reykvíkingur með aðalaðsetur
í Bifreiðaeftirlitinu við Borgartún, en vigstöðv-
ar hans eru mestmegnis á Selfossi, f Rangár-
vallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu þann tima,
sein árleg skoðun bifreiða fer fram i sýslunum.
Gestur var að tjakka upp mjólkurbíl, — ekki
Gestur
vissum við, til hvers. Jú, til að athuga stýris-
húnað, sagði hann og bað okkur að fara inn i
bílinn, þegar við vildum fá að tala við hann
nokkur orð. Síðan settist hann undir stýri og
ók einn rúnt að reyna bifreiðina í akstri.
— Hemlarnir taka ekki jafnt í.
— Ég veit það, sagði bílstjórinn, — en Grím-
ur sagði mér að fara með hann i skoðun svona.
— Stefnuljósin í lagi?
— Ekki veit ég annað.
Svo var mjólkurbíllinn afgreiddur, nema hvað
hann fékk ekki skoðunarvottorð fyrr en heml-
arnir tækju jafnt í báðum megin og skýr hemla-
för sæjust á götunni, eftir að hemlarnir væru
revndir.
— Ert þú ekkí með allra óvinsælustu mönn-
um, Gestur? spurðum við hann, þegar hann var
húinn að afgreiða mjólkurbilinn.
— Það rná búast við því, að mörgum sé ekki
vel við mig. Annars gengur mér prýðilega að
komast af við menn.
— Er yfirleitt mikið athugavert við bílana?
— Oftast nær allt of mikið.
— Skammarðu menn þá — eða hvað?
— Ónei, ég leiðbeini fremur en skammast.
Skammir eru tilgangslausar. Maður verður að
vera brosandi og léttlyndur. Stundum kemur
maður þeim til að brosa iíka, — eins og ykkur
núna. Já, það gefst alltaf betur en skammir.
— Er ekki Bifreiðaeftirlitið í nánum tengsl-
um við iögregluna?
— Jú, samstarf við hana er gott.
— Hvernig er það nú, ef þú sérð ölvaðan
mann undir stýri hér úti um sveitir, — hvað
gerir þú þá?
— Ég bið manninn að fara strax undan stýr-
inu og tek hann og fer með hann til læknis til
blóðrannsóknar og gef siðan skýrslu til lög-
reglustjóra.
— En ef maðurinn neitar?
— Það hefur nú aldrei komið fyrir.
— Það gæti komið fyrir. Hefur þú þá hand-
járn?
— Nei, engin handjárn.
— En hefurðu þessa blöðru, sem þeir eru
látnir blása í, ef það er vafi, hvort menn séu
fundir áhrifum?
— Nei. Starf bifreiðaeftirlitsmanna er nú
/einkum í sambandi við bílana sjálfa og öryggis-
útbúnað þeirra og svo að umferðarlögin séu ekki
brotin.
— Þú prófar menn í bilakstri?
— Ekki eins og áður var, síðan fastur bíla-
eftirlitsmaður var skipaður hér á Selfossi og
Rangárvallasýslu, þá gerir hann það. En það
er margt annað, sem þarf að gera, skipta um
númer við sölu, skrá ný farartæki og leiðbeina
mönnum á ýmsan hátt.
— Finnst ykkur nægilegt að skoða einu sinni
á ári?
— Við skoðum sérleyfisbíla tvisvar og
stundum þrisvar á ári. Þeir eru mjög skilnings-
góðir hérna hjá kaupfélögunum og láta gera
við atlt, sem við sjáum, að ekki er í lagi. — Og
nú er að afgreiða þessa ungu menn með
Cryslerinn ... g.
Það mætti halda, að hér væru stóðeig-
endur norðan úr Skagafirði með mynd af
hrossaeign sinni, — sem sumir segja að
gangi sjálfala, en lilýtur að vera eintóm
lygi. Þó er það svo, að þessi hjón eiga elcki
einn einasta liest, hvað þá stóð, en frúin
er þeim mun duglegri að gera myndir af
hestum. — Þá er kominn tími til að segja
ykkur, að hér eru þau sæmdarlijón
Barbara og Magnús Á. Árnason, listmál-
arar með meira. Þau eru fjölhæf í listinni:
Barbara „applíkerar“ veggteppi, málar
myndir, skreytir bækur og vinnur mynd-
ir á harðvið, sem er nýjung. Magnús fæst
bæði við höggmyndasmíði og málaralist,
en þar að auki skrifar hann bækur og
semur lög. Það má nærri geta, að það hlýt-
ur að vera nóg að gera á heimilinu því,
þegar um svo margt er að hugsa. Þau hjón
hafa keypt sér einbýlisliús við Kársnes-
braut í Kópavogi og byggt við það vinnu-
stofu, og þau eru einmitt i vinnustofunni
á myndinni hér.
Barbara er, sem kunnugt er, ensk, en
örlögin höguðu því svo, að leiðir hennar
lágu lil íslands og það til langframa. Hún
vann fyrir bókaútgefanda i London og
Barbara og Magnús Á. Árnason.
fékk það verkefni til meðferðar að mynd-
skreyta endursagnir úr íslendinga sögum..
Síðan tók hún sér ferð á liendur til Is-
lands að ráði móðurbróður síns, sem hafði
komið hingað. Hún fór að sjálfsögðu aust-
ur á Þingvelli og hitti þar ungan, íslenzk-
an listmálara, sem bjó þar í tjaldi. — Og
þá var ekki að sökum að spyrja. ★