Vikan


Vikan - 30.06.1960, Side 22

Vikan - 30.06.1960, Side 22
Fyrir hverju er draumurinn? Draumspakur maður ræður drauma fyrir lesendur Viknnnar Ef yður dreymir þá drauma, að yður leiki forvitni á um þýðingu þeirra, þá skrifið Vikunni, pósthólf 149 og bréfinu verður komið til draumráðningamannsins. Ráðning á draum kostar 20 krónur, nema menn vilji fá skriflegt svar beint frá draumráðingarmanninum þá kostar ráðn- ingin 50 krónur. Kæra Vika. Ég sendi draumráðningamanninum draum. Hann var þannig að mig dreymdi Jesúm Krist á föstudaginn langa, er ég var í Vestmannaey.j- um í vetur. Virðingarfyllst. Magnús Kristjánsson. Svar til Magnúsar Kristjánssonar: Draumurinn merkir rólegt andlegt líf og friðsamt hjá þér. Það er að segja, þú þarft ekki að kvíða áhyggjum á næstunni. Til draumráðanda. Mig dreymdi nýlega að ég svaf í litlu herbergi með vinkohu minni. Okkur hafði vantað svo klukku í herbergið, en vorum nú húnar að fá þrjú úr lítil og ein stóra vekjaraklukku, ljós- græna. Hanna. Svar til Hönnu: Einhver hefur nánar gætur á þér þessa dag- ana. Athugaðu því vel gang þinn, þá er þér viss velgengni í framtíðinni. Hve glöggur ertu? Það á að taka í mesta lagi 5 mínútur að finna þær breytingar, sem gerðar hafa verið á neðri myndinni, en þær eru sjö. Ráðning á bls. 33. Svar til Brunirót: Mér finnst draumurinn vera of viðkvæmur til þess að birta hann, en ráðningin er sú að þú eigir í vændum góðar stundir og að ástardraumar þínir munu brátt rætast. Kæri draumráðandi. Mig hefur dreymt sama drauminn þrisvar i röð, og hann hefur verið næstum því eins í öll skiptin. Mig dreymdi, að ég væri i rauðri peysu og sæti uppi á háum stcini. Svo fannst mér, að strákurinn, sem ég er hrifinn af, kæmi þarna að, spilandi á saxófón, og væri alltaf að glápa upp í himininn. Þá fannst mér, að ég væri komin inn í bíl, sem hróðir minn átti einu sinni, en er nú ónýtur (eða svo að segja ónýtur), og ég væri að aka honuin. Loks fannst mér ég vera komin eitlhvað til útlanda og væri þar að synda í sundlaug, og við það vaknaði ég. Hvað merkir þessi draumur? Ófeig. Svar til Ófeigar. Þú munt draga að þér allmikla athygli að- dáanda þíns, en hætt er við, að hann sé þér 3 Þessi skreyting mun vera í ráðhúsi ein- hvers bæjar i Noregi, en ekki vitum við gerla, því miður. Hins vegar finnst okkur skreytingin vera svo afburðavel heppnuð, að ástæða sé að gefa henni gaum. Þetta er tré, — að visu nokkuð stílfært, en það gerir myndina aðeins áhrifameiri. Það teygir sprota sína allt til skýja eða hvað það nú kann að vera. Það skiptir ekki máli, hitt er aðalatriðið, að myndin hefur magnaða spennu og fer einstaklega vel á þessum vegg. Þótt ótrúlegt megi virðast, er þetta allt skorið út í tré, en það er líka nokkuð, sem þeir hafa nóg af í Noregi. Kannski er þetta einmitt sýmból, sem táknar þá bless- un, sem skógurinn hefur verið Norðmönn- um. Það verður líklega jafnsnemma, sem ráðhúsið í Reykjavík kemst upp og Skóg- ræktin er búin að koma upp nytjaskógi hér á landi, svo að þá er athugandi fyrir hana að huga að svona mynd. Bara að „nytja- skógarnir" verði nú tilkomumeiri en skóg- urinn við Rauðavatn, því að annars er vafa- mál að ráðhúsið vilji nokkuð nytja viðinn. ekki einlægur. Yarastu aiS leggja út í tvísýnu í fjármálunum fyrst um sinn. Hætt er þér við smáveikindum á næstunni. Svar til Stúlkunnar við fjörðinn. Ráðningin á draumi þínum birtist í þætt- inum fyrir skömmu. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi, að ég liti út um glugga hjá kunn- ingjafólki mínu. Sá ég þá lítinn fugl flögra um í grjóti neðan við húsið, og var hann ákaflega fallegur á litinn. Hann var fagurblár, en dökk- ur á bakinu, með hvitt, langt nef, sem snarbeygði fremst. Mér fannst ég mega til með að ná hon- um, af því að mér var ætlað að eiga hann. Hljóp ég þvi út og ruddi fólki frá, sem ætlaði að taka hann. Ég náði honum og for með hann inn. Var liann ómeiddur og svo lítill og mjúkur viðkomu. Kunningjafólk mitt fór að tína til alls konar fuglamyndir til þess að sjá, hvaða tegund þetta væri, og þá vaknaði ég. Ólöf. Framhald á bls. 34. — Hugsaðu þér tíeta, nú er ég trúlofuð í fjórða sinn. — Og ég í fimmta, — finnst þér þetta ekki orðið hversdagslegt? 22 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.