Vikan - 30.06.1960, Side 25
bæran hægrihandarleik. ÞaS er einhver innileiki
í píanóleik Bengt Hallbergs, sem reyndar naut
sín ekki sem skyldi á stað eins og Metropol. En
hinn þétti múr aðdáenda, er umkringdi Bengt og
norsku hljóðfæraleikarana, er aðstoðuðu hann
þarna, virtist komast í rétt samband við það, sem
var að fara fram, þó að mörg smáatriði hafi farið
fyrir ofan garð og neðan. Og það ætlaði allt um
koll að keyra af fagnaðarlátum.
Þegar kemur nýr píanóleikari fram á sjónar-
sviðið, skoða gagnrýnendur og aðrir áhugamenn
það sem skyldu sina að „sálgreina" hann og reyna
að finna skyldleika við einhvern áður þekktan
pianóleikara. Og Bengt Hallberg var skipað i
flokk með Teddy Wilson, Art Tatum og Oscar
Peterson — og er þar ekki leiðum að líkjast.
Það er til ógrynni af hljómplötum með Bengt
Hallberg á markaði á Norðurlöndum, auðvitað
langflestar með jazzlögum, en þó hefur Hallberg
einnig leikið inn á margar plötur með danshljóm-
sveitum, m. a. með hinni þekktu sænsku hljóm-
sveit Harry Arnolds, en þar útsetti Bengt einnig
alla músíkina.
NÝTTÁ MARKAÐNUM
/lveg tilvalið í útileguna i sumarfriinu! Prímus
cg pottur i litlum plastpoka, mjög einfalt. og gott
að eiga við Tvö laus höld fylgja pottinum, hitt
fyrir lokið á honum, sem einnig má þá nota fyrir
pönnu. Plastpokinn er vatnsheldur, svo nota má
hann til að sækja vatnið i. Þessi hentugu matar-
gerðaráhöld eru úr léttum málmi, taka mjög lítið
rúm í bakpokanum og kosta aðeins kr. 265.00.
KVIKMYNDIR
Það er búizt við að núna
í ár munu koma um 20.000
stúlkur til Hollywood, allar
með þá von, að þær verði
„uppgötvaðar"! Ca. 200 af
þeim munu komast í kvik-
myndir eða sjónvarp, en af-
gangurinn fær að kenna á
vonbrigðunum. Þessi áætlun
er gerð af Verzlunarráðinu
í Hollywood, eina verzlun-
arráðinu í heiminum, sem
fær nær eingöngu bréf frá fólki, mönnum, kon-
um og börnum, sem vilja komast í kvikmyndir.
— Það er sorglegt að hugsa til allra þessara
stúlkna, sem leggja leið sina til Hollywood, segir
hinn gamalreyndi blaðafulltrúi í Hollywood, Jim
Byron, — þvi fæstar hafa meiri möguleika til þess
að komast áfram en snjókorn i helviti. Af þessum
20 þúsund stúlkum, sem reiknað er með að munu
storma hingað til kvikmyndaborgarinnar á þessu
ári, íá kannski nokkur hundruð tækifæri til að
reyna sig sem sýningarstúlkur eða statistar, en
mikill meirihluti verður að halda heimleiðis aft-
ur, án þess að hafa svo mikið sem stigið fæti
sínum inn fyrir hlið kvikmyndaversins.
Al Corfino, sem hefur með leikararáðningar að
gera fyrir MGM-kvikmyndafélagið, segir: —• Nú
er sá tími liðinn, ,sem við leitum að nýjum stjörn-
um á sjoppum eða veitingahúsum. 1 dag er þess
krafizt, aö umsækjandi hafi komið opinberlega
fram á þekktum skemmtistöðum, •— Broadway
eða í útvarpi. Kvikmynda-,,bransinn“ verður harð-
ari með hverju árinu sem líður, það eru miklar
íjárupphæðir i veði — og þess vegna kaupum
við nú aðeins hæfileikafólK, ekki bara „kroppa".
Zsa Zsa Gabor hefur nú skrifaG ævisögu sína
og selt hana amerísku tímariti fyrir „aðeins“
100.000 dali. Gabor liefur lengi verið ein umtal-
aðasta konan í kvikmyndaheirninúm, og mið-
punkturinn í flestum „liasa“fregnum þar vestra.
SKAK
Á taflborðinu eru 64 fer-
hyrningsreitir og annar
hver reitur er hvitur en
hinn er svartur. Þeim hefur
öllum verið gefið nafn og
eru þeir nefndir með bók-
stófum og tölustöfum. Nauð-
synlegt er fyrir hvern þann,
sem ætlar sér að læra skák,
að vera vel leikinn í reita-
nöfnunum, helzt svo, að
hann geti ráðið 2—3 leikja
taflþrautir án þess að nota taflborð eða menn.
Væri ekki til dæmis gaman að geta teflt blind-
skák við vin sinn, ef ekkert skákborð væri við
he.U.nar i'ms ..íerki og tákn eru notuð, þegar
sk.,i; er rituö niður. T. d.: K merkir kóngur, D
merkir drottning o. s. frv. E'xtt strik, — þýðir
færður til, 0- 0 inerkir stutt hrókfæring, 0—-0—0
. j. .ar löng hrókfæring. Ef settur er kross, f þá
þjð.r það skák og ei s'ettir eru tveir krossar, ff,
þá þýðir það tvískák. Upphrópunarmerki táknar
góðan leik, ! og tvö upplirópunarmerki, !! er sér-
lega góður leikur. Spurningarmerki, ? er slæmur
lexixur eða vafasamur og tvó spurningarmerki, ??
tákna mjóg slæmur leikur. X merkir svo að maður
eða peð sé drepið.
Hér kemur svo stutt skák til að glíma við, það
er snjöll drottningarfórn hjá hvítum sem gerir
út ur.i skáltina. 1. e'2~ e!t e7—eS 2. Rgl—f3 Rb8—c6
3. d‘2 dli d7—d6 !,■ Bfl—cl, h7—h6 ? 5. Rbl—cS
Bc8—gJ, 6. d!,xeS Rc6xe5 ? (Betra var 6. —
d6xe5) 7. R.f3xRe5 !! Bg/,xDdl 8. Bc/,xf7 t Ke8—e7
9. Rc3—d5 mát.
TEXTINN
Hér kemur einn splunkunýr texti, sem Öðinn
Vaidemarsson syngur á nýrri hljómplötu, sem
lie.iiur á markaðinn eftir nokkrar vikur. íslenzkir
tónar gefa plötuna út, undirleik annast KK-
sextettinn, en textann gerði Jón Sigurðsson.
ÉG KEM HEIM.
(The world laughs on).
Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund,
kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit
sem blasir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig,
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.
ÓSKAMYNDIN
ÓÐINN YALDEM ARSSON
Fyrsta óskamyndin er af Öðni Valdemarssyni,
sem hefur starfað sem dægurlagasöngvari með
KK-sextettinum i tæp tvö ár. Óðinn hóf söngferil
sinn í Barnakór Akureyrar, þá 10 ára gamall, og
gat sér þar það helzt til frægðar að vera eini
strúkurinn, sem söng efstu röddina. S’ðan þá hef-
ur Óðinn sungið með fjöldamörgum hljómsveitum
norðanlands, veilö við prentnám i Prentsmiðju
Cdds Björnssonar á Akureyri —• beztu og full-
komnustu prentsmiðju landsins, segir hann sjálf-
ur -— og sungið inn á margar hljómplötur, bæði
með Atlantic-kvartettinum og KK-sextettinum.
Margar þeirra hafa orðið feiknavinsælar, svo sem
eins og lögin: Einsi káldi úr Eyjunum, Magga, Út-
laginn, í kjallaranum og mörg fleiri. Óðinn segir
að sér finnist menningin standa á hærra stigi
á Akureyri heldur en sunnanlands (hann er Akur-
eyringur!), segist aldrei hafa farið í mútur og
þykja mjög gaman af því að veiða silung.
VI K A N
25