Vikan


Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 28

Vikan - 30.06.1960, Qupperneq 28
I*r|air vernr Framhald af bls. 15. ið aö fara þessa „viðskiptaferð" til Florída, ímyndaði hún sér þá i raun og veru, að hann ... ímyndaði sér hvað? Að þessi kona hans, sem herini hafði aldrei fundizt raunveru- leg, væri nú úr'sögunni, — skilnað- urinn um garð genginn og þetta ynd- islega barn beinlínis heimtaði að fá hana fy.rir stjúpmóður, — Paul til- heyrði henni einni, eins og hana hafði dreymt um frá byrjun. I>að var ekki nema ár, síðan þeir atburðir höfðu gerzt, sem gerbreyttu lífi Suzy Templeton. Paul var mála- færslumaður og flutti almennar, lögfræðilegar ráðleggingar í sjón- varpsútsendingu, sem bar nafnið: Hvert er vandamál yðar? — Hún.sá öðru liverju um auglýsingar fyrir- tækjanna, sem borguðu útsending- una. Seinna höfðu þau gengið sér til skemmtunar í aðalgarði borgar- innar, hlegið og gert að gamni sínu. Hann hafði kvatt hana með kossi. Þau horfðust í augu, undrandi og vandræðalég. „Halló,“ sagði hann. „Það litur út fyrir, að nú sé annað vandamál í aðsigi.“ Á næsta stefnu- móti sagði hann henni frá hjóna- bandi sínu. Hann hafði kvænzt fallegri, viðkvæmri, en léttúðugri stúlku, sem hafði verið horirim ótrú, og að lokum hafði hún lent á heilsu- hælí. Eftir að þau hittust í þriðja sinn, hafði Suzy hætt að umgangast sína gömlu vini og talið sér trú um, að hið óhamingjusama hjónaband Pauls væri nokkurs konar prófsteinn á ást hennar. Og nú var þetta á allra vitorði. En samt fannst henni ... „Vöruð þér i Washington?“ Suzy sneri sér að frú Lewis. „Já,“ sagði frú Lewis, „ég sótti fund líknar- stofnana. „Það er mjög athyglisvert, eruð þér félagi?“ Reyndar iðraðist Suzy þess að hafa varpað fram þess- ari spurningu. Það var nefnilega eins konar „fátækrafulltrúi", sem hafði ráðlagt Paul, að með tilliti til kon- unnar og barnsins yrði hann að biða að minnsla kosti í sex mánuði með að hefja skilnaöinn. Sex dimmir mánuðir. Gat Paul alls ekki skilið, hversu þungt henni féll að vera send burt til að bíða úrslitanna? •— „Eiginlega ekki,“ svaraði frú Lewis. „Ég starfa i nokkrum pefndum. Maðurinn minn var félagi. Hann hafði umsjón með nokkrum æsku- lýðsfélögum. Hann var ...“ Hún sá, að Suzy var annars hugar, og bætti við: „Ég fór til Washington til að taka á móti lieiðursmerki, sem hann átti.“ — Heiðrirsmerki, hugs- aði Ellinor Lewis. Það var ekki merkilegt, aðeins lítill málmpening- ur sem laun fyrir fjörutíu ára starf. En það hefði glatt Harald. Honum hefði fundizt það fallegt. Hann hefði lika verið ánægður með þennan fund. Hann hefði skilið öll þessi fræðiorð mannúðarmálunum við- komandi og hagnýtt sér þýðingu þeirra við dagleg störf. Þessi kaf- aldsbylur hefði meira að segja hvatt hann til framkvæmda. Hann hefði til dæmis reynt að komast að því, hvers vegna unga stúlkan var svona örvilnuS. En Harald var horfinn. í hundraðasta sinn á einni viku bölv- aði hún dauðanum og öfundaði Har- ald jafnframt af því, að hann hafði dáið á undan ... Hér um bil á þessari sömu stundu þrammaði Tyman ríkisráðherra yfir snævi þakinn brautarpallinn. Harry þrætti við vagnvörðinn. „Þér ætlið þó ekki að segja mér, að öll sæti séu setin. Þetta er Tyman rikisráð- herra, Bruce Tyman. Þér kannizt við hann. Hann verður að komast til New York.“ — Vagnvörðurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hann liafði gataö farmiða fyrir flesta frægustu stjórnmálamenn Washingtonborgar. „Hið bezta, sem ég get boðið yður, er sæti í ganginum hjá tveimur konum.“ Þá voru komnir þrír farþegar í ganginn með þröngu leðjurbekkjun- um tveimur. Suzy leit spyrjandi i kringum sig og staflaði farangrin- um nær sér. Henni flaug i hug: Hver ætli þetta sé? En svo fór hún aftur að hugsa um vandamál sin. Frú Lewis stóð upp, tók saman prjónadótið og settist við hliðina á Suzy. Með fjarrænu, vingjarnlegu brosi bauð hún hinum nýkomna að setjast á hinn bekkinn. Prjónarnir glömruðu i sifellu. „Mér þykir fyrir þvi að gera ykk- ur svona mikið ónæði, frúr mínar,“ sagði Tyman. „Það gerir ekkert til,“ sagði Suzy æst. „Við megum víst þakka fyrir, að vagnvörðurinn kom ekki með sex manns til viðbótar." Frú Lewis svipaðist um og sá pakka, sem hún átti, standa út und- an bekknum. Hún tók hann til sín og sagði: „Nú getið þér rétt úr fót- unum.“ „Gerið yður ekkert ómak min vegna, það fer vel um mig.“ — Allt í einu hreyfðist vagninn. Lestin var að leggja af stað, hægfara að visu, og eftir um það bil tvo kílómetra festist hún í snjóskafli. Vonbrigðaóp og andvörp kváðu við úr öllum áttum. Með þolinmæði reyndi vagnvörðurinn að útskýra, að lestin hefði orðið að fara af brautarstöðinni, svo aö hinar lest- irnar kæmnst aö. Nei, vélin hafði ekki stöðvazt, en hann hafði ekki hugmynd um, hve löng biðin yrði. „Ég hugsa, að við sitjum föst,“ sagði frú Lewis og leit út um glugg- ann. — Það var farið að skyggja úti í hinni hvítu auðn. Inni fyrir var eins og birtan frá rafljósinu gerði sitt til að auka vonleysið og kjark- leysið, sem fyllti hug farþeganna þriggja í þessum eyðilega klefa. Þrjár lifandi verur, svo nálægt hver annarri, en þó svo gersamlega ein- angraðar og framandi. Án nokkurs fyrirvara fór Suzy allt í einu að snökta hástöfum. Frú Lewis leit óttaslegin á Tyman. Suzy stóð upp og ætlaði að hlaupa fram. Tyman rét.ti fram handlegginn, svo að hún komst ekki út. „Setjizt þér niður,“ sagði hann. „Ef þér farið fram á ganginn, troðið þér á fólk- inu.“ Suzy hélt áfram að snökta. Frú Lewis gat ekki þolaö þetta lengur. Hún tók utan um Suzy. „Ég veit, að þessi bið er hræðileg, en verið þér alveg róleg, við komumst áréið- anlega heim.“ Suzy leit reiðilega í kringum sig. Allir höguðu sér eins og þeir væru verndarar hennar. „Hvað vitið þið eiginlega um þetta?“ sagði hún æst. „Mín vegna getum við setið hér til eilífðar. Mér væri alveg sama, þótt það yrði sprenging. Ég veit ekki, hvers vegna ég ætti að hafa löngun til að lifa.“ „En, góða mín,“ sagði frú Lewis, „þetta er ósæmilegt tal.“ „Þér megið ekki tala svona,“ sant- sinnti Tyman. Nei, sagði Suzy við sjálfa sig. Hvernig gat þessi gamla kona gert sér í hugarlund, hve dá- samlegt lifið gat verið? Og hvernig gat þessi stóri, sterki maður vitað, hvernig það var að missa fótfestuna í lífinu? „Nei,“ sagði frú Lewis ákveðin, „hvaða raunir, sem þér hafið ratað í, eru þær áreiðanlega ekki eins miklar og yður finnst i augnablik- inu.“ „Mér dettur dálítið í hug,“ sagði Tyman. „Þér hefðuð gott af að fá yður smávegis hressingu . ..“ Hann opnaði töskuna, tók upp flöskuna, tappatogarann og nokkur plastglös. Frú Lewis leit þakklætisaugum á Tyman, um leið og hún tók við glasinu. Undanfarin þrjú ár hafði hún heimsótt marga sjúklinga í sjúkrahúsinu og kynnzt margs kon- ar sjúkdómum. „Fyrir hverju eigum við að skála?“ spurði Tyman. „Maðurinn minn sagði alltaf: Fyr- ir góðri heilsu,“ sagði frú Lewis, en um leið sá hún eftir að liafa sagt þetta. Hún brosti dálítið vandræða- lega. „Skál fyrir yðar góðu heilsu, náð- uga frú,“ sagði Tyman eilítið hæðn- islega. Suzy brosti leyndardómsfull á svip. „Skál fyrir gömlu hundasleð- unum,“ kallaði hún og lyfti glasinu. „Þetta likar mér vel,“ sagði Tyman. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði Suzy, „en lífið hefir veitzt mér dá- lítið erfitt undanfarið." „Ég held við höfum öll einhverj- ar áhyggjur, — veðrið og annað,“ sagði frú Lewis. „Um háveturinn getur maður stundum ekki gert sér í hugarlund, hvernig vorið er.“ — Stúlkan hafði grátið að ástæðu- lausu. En hvað var heimurinn án Haralds? Bara, að hún hefði kjark og áhuga til að halda starfi hans áfram. En það hafði hún ekki. Hann, sem allar hugsanir hennar höfðu snúizt um, hafði kennt henni óeigingirni, sem hún mundi ekki vera fær um að öðlast að nýju. „Það er satt,“ samsinnti Tyman. „Maður fær oft innilokunartilfinn- ingu á veturna.“ Hann hafði svo mikið að gera. Fyrst og fremst var .að kosningabaráttan, — en honum hafði alltaf þótt hún skemmtileg. En svo var það þessi nýja nefnd og það, sem henni fylgdi, hinar æðisgengnu flokkadeilur, þetta stjórnmálatafl, tilfinningin að þurfa alltaf að vera á verði. Þá var það einnig búgarður- inn, andaveiðarnar og margt annað, svo að hann var alltaf önnum kaf- inn. Svo var Margaret. Blaðamað- urinn, sem hafði spurt um ástæðuna fyrir hegðun hans, mundi aldrei fá rétta svarið. Aðeins sá, sem hafði notið yndisþokka hennar og ástriðu- hita, ástarinnar, sem óx með degi hverjum, gat skilið, hversu mikils virði þessi kona var honum. Allt í einu gerði hann sér ljóst, að siðan hann veiktist, hafði ekkert valdið honum jafnmiklum áhyggjum og hugsunin um Margaret. Hann teygði sig eftir flöskunni til að fá sér edtt glas í viðbót, en nú fór illa fyrir honum. Þegar hann gerði tilraun til að halda barmafullu glasinu, missti hann stjórn á hægri hand- leggnum, og innihald flöskunnar skvettist í keltu frú Lewis og yfir prjónadótið. „Afsakið,“ stundi Tyman. — „Þetta gerir ekke/f til,“ sagði kon- an. „Þetta er bara gamalt sjal, sem ég ætla ekki að gera neitt sérstakt við.“ „Ég er dálítið taugaóstyrkur þessa dagana,“ stamaði Tyman. „Þetta eru líka erfiðir tímar fyrir mig.“ „Þetta kemur fyrir okkur öll,“ sagði frú Lewis. Hún var ekki al- veg viss, en hana grunaði, hvað gengi að manninum. Bara, að hún heföi nú hæfileika Haralds til að tala við fólk. „Ég skal segja yður nokkuð,“ sagði Ellinor eins og af tilviljun. „Stundum er eins og allt misheppnist, sem, maður telcur sér fyrir hendur. En maðurinn minn var á annarri skoðun. Hann vitnaði alltaf í skáldið Emerson, að erfið- leikarnir væru aðeins til að sigrast á þeim. Maðurinn minn var þannig skapi farinn, að hann lét aldrei bug- ast, og i þeim félögum, sem hann starfaði i, tók liann alltaf að sér að leysa erfiðustu vandamálin. Harald hafði hvorki misst trúna á guð né menn og var reiðubúinn að þjóna báðum.“ „E ... er hann ...“ stamaði Suzy. Hvernig hafði henni getað fundizt þessi kona vera hvassyrt? „Hann dó í haust,“ sagði frú Lewis. Tyman virti fyrir sér konuna, sem sat gegnt honum. Auðvitað var ekki hægt að bera þær sainan. Margaret var há og glæsileg með hunangsgult hár. Þessi kona var litil og gráhærð. Samt var eitthvað líkt með þeim á jjessari stundu. En jæssi kona hafði átt eiginmann, mann, sem var full- kominn til hinztu stundar. „Harald var mjög veikur síðustu mánuðina, sem hann lifði,“ hélt frú Lewis áfram, en það kom ekki í veg fyrir, að hann sækti fundi og ráð- stefnur né bæri umhyggju fyrir hin- um hrösulu unglingum. Mánuði áður en hann dó stofnaði hann hæli fyrir æskufólk á villigötum í versta hverfi New York-borgar ...“ „Hann hlýtur að hafa verið frá- bær maður,“ sagði Tyman. Og hann liugsáði: Samvizkusamur þjónn hins opinbera, óbrotið, lítt áberandi og ekki mjög arðbært ævistarf, — ó- eigingjarn maður, sem hafði aldrei Má Pétur koma með inn og heyra hvað pabbi segir. 28 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.