Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 3
látura. Við lokuðum að okkur, en samt sera
áður var síi'ellt verið að berja á hurðina og
kalla til okkar, og var orðalagið ekki sem
hœverskast. Við kærðum þetta fyrir liúsráð-
anda um morguninn, en hann vildi ekki gera
neitt úr neinu; sagði að það væri ekki nokkur
leið að banna fólki að skemmta sér. En er
þetta skemmtun, og ber fólki ekki að taka
eitthvert tillit til annara, þó að það sé að
skemmta sér?
Þrjár starfssystur.
Jú, vitanleqa ber fólki að taka tillit tit
annara þer/ar svona stendur á, og vitan-
lega ber húsráðendum á slíkum gististöð-
um að hulda uppi aga og reglu. En bæði er
það, að við þolum yfirleitt illa aga og
reglu og það virðist gömul og rótgróin
venja hjá okkur að hafa vín um hönd og
láta gamminn geysa á ferðalögum; sleppa
fram af okkur beizlinu um leið og við tök-
um okkur stundarhvíld frá daglegu striti.
Þetta er þó engin afsökun á því að láta
ekki aðra i friði og virðu ekki almennar
kurteisisreglur, en þar sannast oft hið forn-
kveðna, að „öl er innri maður“.
HVAÐ VELDUR ÞESSU MEÐ KNATT-
SPYRNUMENNINA OKKAR ?
Kæri póstur.
Fyri rnokkrum árum var þvi alltaf um kennt,
þegar knattspyrnumenn okkar biðu ósigur fyr-
ir erlendum knattspyrnuliðum, að við liefðum
ekki grasvelli. íslenzk knattspyrna gæti aldrei
orðið neitt, ncma knattspyrnumennirnir fengju
grasvelli til að æfa sig á. Nú eru grasvellirnir
komnir, en islenzkir knattspyrnumenn hafa
sennilega, svona yfirleitt, sjaldan verið lélegri.
Sumir vilja bera i bætiflákann ineð þvi að
kenna fólksfæðinni um, en hvernig stendur
þá á því, að fámennt lcauptún hefur að und-
anförnu liaft á að skipa knattspyrnuliði, sem
reynst hefur knatlspyrnumönnum höfuðstaðar-
ins erfitt viðureignar, að ekki sé meira sagt?
Flest reykvisku knattspyrnufélögin hafa eign-
ast sín félagsheimili og sína æfingavelli; starf-
semi þeirra hefur verið styrkt beint og óbeint
með stórum fjárfúlgum, þeir liafa farið hverja
keppnisferðina af annari til útlanda og erlend
lið kornið hingað til keppni, og samt er öllu
frekar um allt annað en framför hjá þeim að
ræða. Hvað veldur þessu eiginlega?
Virðingarfyllst.
Gamall pallagestur.
Þvi getum við ekki svarað. Það er líka
torvelt að bera saman knattspyrnu frá ári
til árs. Fram hjá hinu verður ekki gengið,
að Akranesingar hafa algerlega afsannað
höfðatölukenninguna frœgu, sem okkur hef-
ur verið svo tamt að gripa til, þegar ctf-
saka þurfti ósigrana. En það virðist vera
rétt hjá pallagesti, að þarna sé eitthvað
öðruvisi en það ætti að vera, hvað sem það
svo er.
HOLLYWOOD — OG ASNARNIR
A ÍSLANDI.
Kæri póstur.
Að undanförnu hafa bæði erlend og innlend
blöð flutt ýmiskonar fréttir af kvikmynd, sem
kvað hafa verið tekin í Hollywood og eiga að
gerast á íslandi að einhverju leyti. En í þess-
um fréttum og frásögnum hefur verið gefið i
okyn, 08 kvikmynd þessi mundi varla aýning-
arhtef á íilaaai, TéKBO þ'é'ss h'ri allt sé ttílkhÍJ
BERGEN-DIESEL
8 (Tl.
BERGEN-DIESEL
BERGBN-DIESBL,
liin fullkomaa fiski-
bátavél með nýjustu
endurbótum á sviii
véltækninnar. Stmrð-
ir 250 til 660 HK. —
Skrúfuútbúnaður hin
víðkuaaa Liaaea gerS.
MARHA-DIESH
Ljósavélasamstæður, dælur, loftþjöppur eg
til hverskonar rafmagnsnotkunar. Ennfremur
smábátavélar í stærðum frá 8 hestöflum til
48 liestafla.
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f.
Skulatúni 6. — Sími 1575S,
vitlaust í henni og óraunhæft — meðal ann-
ars séu íslendingar iátnir ríða þar á ösnum
og annað eftir því. Þó er ekki beinlinis sagt
að þar sé farið lila með þjóðina. Nú er mér
spurn — á ekki að sýna þessa mynd hér-
lendis af þessum sökum? Er það rétt, að við
fáum ekki sjálfir að sjá livernig okkur sé
lýst? Þætti það þá lika heppilegast, ef farið
væri niðrandi orðum um okkur í erlendum
blöðum, að þýða þau ummæli elcki á islenzku,
svo almenningur fengi að kynnast þeim? Mér
finst að við eigum heimtingu á að sjá mynd-
ina — hvað finnst þér?
Með fyrirfram þökk fyrir svarið.
Kvikmyndahúsagestur.
Sammála — við eigum heimtingu á að
kvikmyndahúsin hérna reyni að fá mynd
þessa til sýningar. Ef mark er takandi á um-
mælum, geri ég ráð fyrir að mynd þessi
sé kjánaleg, hvað lýsingu á íslandi snertir
fretnur en að þar sé um nokkra illgirni eða
niðrun að ræða. Ég fœ til dæmis ekki skilið
það sem niðrandi fyrir þjóðina, þótt ferfætt-
ir „íslenzkir“ asnar sjáist i kvikmyndinni
ef þeir tvífœttu koma þar hvergi fram.
Askorun um sýningu myndarinnar hér, er
hér með komið á framfæri við rétta hlutað-
eigendur i von um að þeir bregðist vel við,
og áreiðanlega er þeim óþarft að kviða þvi
að ekki verði aðsókn aö þessari kvikmynd.
En um leið vil ég enn taka fram, að mér
finnst okkur óþarft að vera hörundssárir
urn of, þótt þar gæti nokkurs misskilnings
i Qkkar garð svo framarlega sem okkur er
éÉSft mifth áð Ktírttán.
Ilver verður
Sumarstúlka Vikuxinar
1960
Hér hafið þið atkvæðaseðilinn. Þið greið-
ið aðeins einni atkvæði og klippið seðilinn
síðan út úr blaðinu. Að öðrum kosti verða
atkvæðaseðlarnir ekki teknir til greina.
Talning atkvæða fer fram eftir þrjár vik-
ur — 28. júlí — og þá verðið þið að hafa
skilað atkvæði ykkar..
Krossið við þá stúlku, sem þið greiðið
atkvæði:
Hólmfríður Egilsdóttir............□
Sigrún Ragnars ...................□
Sigrún Kristjánsdóttir ...........□
Ágúsla Guðmundsdótlir ............□
Sigrún Gissurardóttir..............□
VIKAN
I