Vikan


Vikan - 07.07.1960, Page 6

Vikan - 07.07.1960, Page 6
Smásaga eftir Loft Guðmundsson i. —•' Farðu með höndina, maður ... — Ilvert? — Farðu með lúkuna. Vertu ekki að þessu andskotans káfi. —- Þykist þú nú vera frelsuð — eða hvað? — Ég vil bara ekki neitt káf ... Biddu, þangað til þú kemur til þeirra úti ... Þær sætta sig við káfið ... ef þeim er borgað vel fyrir. — Og maður getur nú ekki hrist mikið úr klaufunum með kerlinguna i eftirdragi, skilurðu. En þær eru góð- ar i Hamborg. Þær kunna ... Hvað gengur að þér, Gúllí? ... — Að mér ... ekki neitt ... Ég vil bara ekki neitt káf . . . Annaðhvort eru menn karlmenn eða ég . .. Farðu að syngja, maður ... syngja með gest- unum þínum ... Mikið lifandi skelf- ingar ... ósköp ... er gáman ... Syngdu, maður .. . — Gúllí ... svona, hertu þig upp ... —- Af hverju hætta allir að syngja? ... Setti ég alla út af laginu ... eða hvað? ... — Gúllí ... Þú ert að deyja, mann- eskja ... — Mikið lifandi ... skelfingar ósköp er gott ... að deyja, maður ... — Gúllí . . . partíið er rétt að byrja. Við erum sama og ekkert farin að drekka, og þú ... svona nú ... stattu á fætur ... -— Farðu með bölvaða ... lúkuna ... Ekkert káf .. . ertu ekki karl- maður . .. eða hvað ... II. — Þú kemur seint, Einar Grímur. — Já. — Og komstu bara akandi heim á ófreskjunni? Ég þóttist heyra í henni skarkalann og skruðningana. — Já. — Ég hélt fiskinum heitum, — ef fisk skyldi kalla. Það var einhver munurinn á ýsunni, sem hann faðir þinn dró upp úr þaranum úti i firði. Það var bragð að henni, — dísæt og rauð á roðið. — Ég ætlaði aldrei að koma henni upp að fyrir bílum. — Nú fara þeir að veiða hrognkels- in heima. Og þó veit ég varla, ég fylgist ekki með dagatalinu hérna, svei mér þá. Varla að maður sjái mun sumars og vetrar út um þessa kjall- araglugga. Hann Helgi minn sál- ugi ... — Það er víst fullt af gestum uppi í kvöld. Þau ætla til útlanda í fyrra- málið. — Og hvaða erindi áttu svo sem með hana heim, jarðýtuskrattann? Varla færi neinn að hlaupast á brott með hana í buxnavasanum, þótt þú hefðir af henni augun yfir bláhelg- ina. — Ég lofaði honum að lagfæra lóð- ina. Bezt að taka helgina í það, fyrst þau verða ekki heima. — Ef þú ættir nú svona íína og fallega konu, Einar Grímur. — Ég hefði víst mikið við hana að gora. — VQ ort þó réttskapaður, hélt ég. — Byrjarðu enn. — Þú þarft ekki heldur að hugsa, að nokkur kvenmaður líti við þér, meðan þú ert að skrönglast á þessum jarðýtuskratta. Þetta er eins og flögðin í gamla daga, özlar jörðina upp að hnjám. Ekki lít ég út fyrir hússins dyr á morgun, ef hún verður að djöflast hérna, það segi ég satt. E'rtu að fara eitthvað? — Nei, ég verð hérna fyrir utan. Nokkrar rær, sem ég þarf að lierða á ... og smyrja ... not af. En það er pakk upp til hópa eins fyrir það og gott, að það skuli allt vera farið. — Allt? — Ég reikna ekki með líkinu, sem þar að auki er af hálfgerðum heima- gangi. Hún hlýtur að hafa verið full, þegar hún kom. Ég var að rabba við hana og vissi ekki fyrr til en hún hafði lognazt út af. — Voru það þá kannski lífgunartil- raunir . .. — Að þú skulir aldrei geta lagt af þennan bölvaðan tepruskap. Það mætti halda, að allt þitt taugakerfi væri frá því einhvern tíma fyrir alda- mót, hvort sem þú ert undir sæng eða ekki. En hún Gúllí, kerlingin, ... það er allt í lagi með hana. Hún hefði áreiðanlega verið til í að af- greiða okkur alla, ef þið hefðuð ekki verið viðstaddar, — þakkað fyrir .. . — Þér líka? — Ilvað áttu við? — Ilvort þú mundir líka hafa unn- ið til þakklætis ... — Já. ekki spyr ég svo að því. Þarna heyrirðu, Helgi minn. Þarna heyrirðu. Hann er ekki að hafa fyrir því, hann Einsi okkar, að raka sig og bregða sér út á betri fötunum, þó það sé laugardagskvöld, — ekki aldeilis, — dedúar við flagðið fram á nótt. Þú haíðir þó mannrænu í þér við kvenfólk, Helgi minn. Hann gat ekki sótt það til þín, þótt hann hafi kraftana þína ... já, og þegjanda- skapinn. Svei mér, ef Það er eðlilegt að hafa ekki hug til kvenmanns, fíl- hraustur maðurinn og kominn að fertugu. Nei, jarðýtan og ekkert nema jarðýtan, fjandans ferlikið það. Ég er anzi hrædd um, að þér hefði þótt það þunnur þrettándi, Helgi minn, og heldur lítill af henni ylurinn, . . . en kannski líka, að hún sjóði ofan í hann og sjái um sokkaplöggin hans, þegar mín nýtur ekki lengur við .. . Jæja, svona rennur nú heita vatnið úr veggjunum hérna, Helgi minn, — beint út úr veggnum, — já, ég held nú það. Heita vatnið, Helgi minn ... Helgi minn . .. Helgi minn ... III. — Jæja, loksins er þá helvítis pakkið farið. — Hver bauð því? — Breytir það nokkru? Þetta er fólk. sem ég þarf því miður að hafa — Þú þarft ekki heldur að hugsa að nokkur kvennmaður líti við þér á meðan þú ert að skrönglast á þessum jarðýtu- skratta. Þetta er eins og flögðin í gamla daga, özlar jörðina upp að hnjám, — Ég skil ... gamla sagan, ■ skellir skuldinni á mig. Þú ættir ein- hvern tíma að sjá mig h.iá beim i Hamborg. — Það er ekki mikill vandi að vera þeim karlmaður, þær kunna að vekja mann. Og ég þori að hengja mig upp á, að hún Gúllí ... Jæja. ertu viss um, að okkur sé ekkert að van- búnaði í fyrramálið? — Okkur? Ég fer ekki ... — Hvað ertu að segja? — Að ég fari ekki. — Og hvers vegna ekkl, ef ég má spyrja? — Ég veit það ekki, ... satt bezt að segja. — Jæja, þá er ekki von, að ég viti það. Og mér stendur líka svo ná- kvæmlega á sama. Þar m*ð er ég íarínn að sofa. Ég ætla mér ekki að Verða af flugvélinni í fyrramálið. Biðurðu að heilsa þeim i Hamborg? — Já, ég bið að heilsa þeina í Ham- borg .., IV. — Fallega lætur í flagðimu núna, hvað heyrist þér, Ilelgi mim? Svei mér, ef það bara nötrar ekki allt og skelfur undan henni, ófreskjunni. Og hvar hef ég forlagt saxið. Ekki sker ég það líklega með borðhnífsbredd- unni, beinfrosið ketið. Svona er ég nú orðin, Helgi minn, týni öllum sköp- uðum hlutum. Svona er það að vera komin hátt á sjötugsaldurinn. Nei, ég er ekki að kvarta, Helgi minn. *— Æ, þarna liggur þá saxarskrattinn, beint fyrir framan nefbroddinn á mér, og steinþegir. — Nei, ætli ég megi ekki þakka fyrir að halda öllum sönsum svona nokkurn veginn óskertum að mínnsta kosti. Hvað ætli yrði úr mér, ef ég yrði að rorra ein heima á rúm- stokknum allan daginn, þótt ég svo gæti kannski haldið á prjónunum mínum. Nei, ég er ekki að kvarta, Helgi minn, enda sæti það ekki á mér, eins Og hann Einsi okkar hugsar vel um mig á allan hátt. Og ætli ég hafi verið farin að Venjast þegjandanum og þumbaraskapnum. — Æ, ég segi nú bara sísvona, Helgi minn .., Jæja. þá sýður vatnið í pottinum . .. Jú, víst sýður það, Helgi minn, þótt enginn sé eldurinn. Það er ekki von, að þú áttir þig á því, en svona er það allt hérna, skrítið og ankanna- legt. Nei, ég er ekki að kvarta, og senn kemur hann Einsi litli í matinn. Hann Einar okkar, Helgi minn ... Einar Grímur Helgason . . . Helgason ... Helgason ... Einar Grímur Helga- son ... V. — Hvert þó i heitasta. Stendurðu ekki þarna á náttkjólnum út við gluggann. —- Jæja ... Þú ert vöknuð til lífs- ins aftur. — Hvar er Jón? — I flugvélinni, gerl ég ráð fyrir, — á leið til Hamborgar ... — Ætlaðir þú ekki með honum? — Hefði það verið kurteisi að hlaupast. á brott írá gestum sínum ... til útlanda? — Blessuð góða, reyndu ekki að telja mér trú um, að það hafi verið af einhverri hæversku við mig. Ætli það hafi ekki einhver fjándinn hlaup- ið í ykkur í nótt ... Því segi ég þfið, Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.