Vikan - 07.07.1960, Síða 8
CSUÐLACGUIt BOI8INKRAWZ
3
I.
Það er sérkennilegt fyrir Guðlaug Rósinkranz þjóðleikhússtjóra, -—
þó að hann sé ákaflega umdeildur maður i emhætti sínu, — að hann
á í raun og veru engan óvin, og jafnvel þeir, sem reyna að gera
Htið úr hæfileikum hans sem hæstráðanda í „musteri íslenzkrar
tungu“ og „háborg íslenzkrar leikmenningar", hafa margt gott um
hann að segja og viðurkenna margvíslega hæfileika hans.
En þetta er yfirleitt ekki sérstakt fyrir Guðlaug Rósinkranz, þegar
svipazt er um meðal leikhússtjóra á Norðurlöndum og þó að viðar
væri leitað.
Þeir, sem hafa fylgzt með leiklistarmálum i ýmsum löndum og
lesið endurminningar þekktra leikhússmanna og leikara, til dæmis
hinar ágætu endurminningar Pauls Reumerts: Masker og mennesker,
— þekkja þá staðreynd, að venjulega kraumar í pottinum í leikhúss-
Hfi. Kunnugt er, að listamenn eru ákaflega erfiðir í umgengni, og
taka þó leikarar þeim öllum fram i því efni. Baráttan meðal þeirra
um sviðsljósið og þá fyrst og fremst um leikstjórnarstöður og hlut-
verk — og þar af leiðandi um lófa-músik salarins, hylli áhorfenda,
er ákaflega hörð. Þess vegna sýður stöðugt á öfundinni og afbrýð-
inni hjá þeim. Þetta veldur stundum hinum mestu árekstrum og erfið-
leikum í leikhúsunum og verður jafnvel til þess, að næstum ókleift
er að setja ákveðin leikverk á svið og skipa 1 hlutverkin, þvi að
það kemur fyrir, ef leikara mislíkar, hvar honum er skipuð staða
í leiksýningu, að hann neitar að leika það hlutverk, sem honum
hefur varið falið. Þetta hefur komið fyrir hér, þar sem leiklistar
FYRSTI MUSTERISR
sagan er ekki löng. — Menn hafa kannski tekið eftir þvi, að Þorsteinn
O. Stephensen, einn mesti og fágaðasti karakterleikari, sem við eig-
um, hefur ekki sezt á leiksviði i tvö ár. Er á þetta bent hér sem
dæmi, en ekki til þess að kasta neinum skugga á þennan frábæra
leikara og mann, því að þeim, er þetta ritar, er alls ekki kunnugt
um, hvað veldur.
Allt þetta varðar mjög starf þjóðleikhússtjóra eða yfirleitt alla þá,
sem eiga að stjórna leikhúsum, reka þau á sem beztan hátt fjárhags-
lega og vera sáttasemjari og stjórnandi meðal starfsfólksins.
Þá ber og þess að gæta, að það er ekki ófyrirsynju, þó að þeir,
sem mestu ráða um val leikrita, söngleika og annað það, sem fer
fram á sviðinu, sæti gagnrýni. Enginn getur gert svo vel, að öllum
Hki, — og ekki guð i himnaríki. Hvernig verður þá ætlazt til þess,
að Guðlaugi Rósinkranzsyni frá Tröð i Önundarfirði takist það?
Þetta ætti að nægja til þess að sýna, að gagnrýni, sem stundum
dynur a þessum okkar fyrsta musterisriddara, er ekki undarlegt fyrir-
brigði, að hun er alls ekki neitt einsdæmi, að hún er i raun og veru
eðlileg og óhjákvæmileg. En um leið og það er viðurkennt, þá er
fráleitt að telja, að öll gagnrýni, sem hann verður fyrir í starfi sínu,
sé á rökum reist.
n.
Guðlaugur Rósinkranz er, eins og áður segir, bóndasonur frá Tröð
i Önundarfirði. Foreldrar hans voru Rósinkranz Rósinkranzson og
Guðrún Guðmundsdóttir. Guðlaugur tók sér sjálfur ættarnafnið Rósin-
kranz, en hann er ekki einn af Rósinkrönzunum. Guðlaugur var
8
snemma myndarpiltur, dugmikill, námfús, kunni að kóma fram áf
kurteisi, spurull, jafnvel úr hófi fram, eins og oft gerist uiri vel gefna
krakka, og bókaormur. Foreldrar hans vildu þvi gjarna setja hariri
til mehnta, en efnin voru af skornum skammti og erfitt fyrir fátækaii
bónda að eyða tniklu fé í skólagöngu fyrir soninn. Drengurinn stund-
aðí öll venjuieg sveítaStörfj þegar hann fékk aldur, og leitaði að
heiman til tekna svo fljótt sem auðíð vai'ð, Þannig og með aðstoð
foreldra sinna tókst honum að komast að vestan og setjast í Kennara-
skólann, en þaðan lauk liann góðu prófi árið 1925, tuttugu og tveggja
ára gamall. En Guðlaug fýsti ekki að gerast kennari nema sem allra
stytztan tíma. Hann brauzt i því að komast til Svíþjóðar í skóla og
dvaldist þar að kalla óslitið til ársins 1928. Hann las við Socialpoli-
tíska Institutet i Stokkhólmi og lauk ágætisprófi þaðan það ár. —
Samnemendur hans i Kennaraskólanum segja þá sögu um Guðlaug,
að hann hafi verið ágætur nemandi, iðinn og duglegur og frábær fé-
lagi, sem alltaf var boðinn og búinn til þess að taka þátt i félags-
störfum, þegar á þurfti að halda. Ilann var frábærlega duglegur í
öllum útvegunuip, 08 fannst þeim, að óhætt væri að íela honum
einum störf, sem venjulega þurfti lieila nefnd til að leysa af hendi.
Brást það aldrei, að Guðlaugur skilaði starfinu með mestu prýði á
tilskildum tima. Það fundu nemendurnir, að skólabróðirinn átti metn-
að i ríkum mæli, og oft varð hann allt. að þvi harnalegur i ákafa
sinum, en þá sögu iná likast lil segja um flesta.
Frá árunum, sem Guðlaugur stundaði mám i Svíþjóð, liggur þroska-
og starfsbraut hans óslitin. Hann fékk ol'urást á Svíum, sem aldrei
hefur fölnað. Sú ást leiddi hann til nqrr ænnar samvinnu, enda var
VIKAN