Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 11
L - '
Hver verður
„ÆTLA EKKI AÐ VERÐA STÆRRI“
segir Sigrún Gissurardóttir,
sú fimmta í röðinni af þeim stúlkum, sem keppa um ofangreindan titil.
Hér hafið þið viðtal við Sigrúnu.
Keppninni er þ*r me8 lokiS. — Á bl«. 3 finnið þiS atkv»Öa«eSilinnt
Við sáum hana fyrst í ÞjóÖleik-
húsinu — ekki á sviðinu, heldur
frammi í sælgætissölunni, þar sem
hún afgreiddi í hléinu. Svo höfðum
við samband við hana eftir króka-
leiðum og árangurinn varð sá, að hér
er hún komin — bæði á forsíðu og
á þessari síðu. Hún er sú fimmta —
og síðasta í röðinni af þeim fimm
stúlkum, sem keppa um það að verða
sumarstúlka Vikunnar 1960. Siðan
þessi keppni byrjaði, hefur ein af
keppendunum, Sigrún Ragnars, for-
framast upp i það að verða fegurð-
ardrottning Islands, en nú er eftir
að vita, hvort hinar verða henni ekki
skeinuhættar. Satt að segja, íinnst
Framhald á bls. 22.
Þarna fengum við hana í netið —
eða öllu heldur bak við netið. Hún
var að lagfæra blómin, sem hengd
voru upp á þennan frumlega hátt.
— Ég er yfirleitt alltal’ að vinna,
segir Sigrún. Þegar tómstund gefst,
er gaman að grípa í bast eða tágar.
— Æ, þetta hár, það vill aldrei vera
eins og það á að vera. En hvað ua* £>
það, þið verðið að taká mýndirnar
fyrir því.
— Hún er eiginlega fósturdóttir
míni sagði konan í húsinu, þar sem
Sigrún býr. Hérna er Sigrún að
hjálpa til við heimilisstörfin.
— Fiðlukonsert tneð Heifetz, nei,
tetli það sé ekki skemmtilegra að
spila eitthvað annað.