Vikan


Vikan - 07.07.1960, Síða 15

Vikan - 07.07.1960, Síða 15
\ „hvort þér gengur betur en mér að reisa horgeml- ing eða standa upp í Tyrkjabandi." Það vildi Sig- fús ekki gera. Lét Jón hann loks binda hendur á sér fyrir aftan bakið og fætur saman og reyndi svo. Siðan bað hann Sigfús að iofa sér nú að binda hann. Þess var lengi eng;rln kostiTr, en það varð þó. Batt nú Jón hann m<'ð sokkaböndum, þvengjum og fle;ri spottum og greip svo sveðju, er hann hafði innan klæða T’°ear hinn sá hað, tók hann afar hart viðbrngð. TCvað Jón það hafa gefið sér líf, að böndin biluðu ekki. Hinn kvað nú rætast grun sinn og lofaði nð hætta við Stein- unni, ef hann leysti sig. En Jón neitaði því. Heyrð- ist honum þá kallað í loftinu í bjóðandi róm: „Jón, Jón!“ Hann kvaðst eigi hafa sinnt þvi, held- ur hafa stungið Sigfús eina stunguna eftir aðra, unz hann hefði komið á hann þeirri stungu, sem hefði riðið honum að fullu, en þeir hefðu eigi fundið. Þá kvaðst hann hafa ætlað að draga hann í Eiðavatnið, en sér hefði þá heyrzt hóað nærri, og þvi hefði hann hulið likið í kjarrinu. Jón játaði það hér með, að hönd sín hefði skamma stund orðið högginu fegin, þvi Steinunn hefði aldrei viljað líta við sér. •Tens Wíum hafði Jón með ginningum með sér suður á hing 1729. Þá sét.u har dóma Niels Kier og Benudikt Þorsteinsson. Er Jón síðasti maður, sem hefir verið hálshöggvinn á Alþingi Islendinga. Kerling ein sá þar höfuð hans á stöng og kvað míkinn skaða að svo álitsmiklum manni. Steinunn lifði lengi eftir þetta og þótti heldur lausmál og eigi bera lengi harm. Svndi hún í elli ýmsa muni, er hún kvað þnnnan eðn 'únn hafa gefið sér. ,,Og þetta gaf nú Jón minn Tngimundarson mér," er baft eftir henni. Tók hún það eigi nærri sér. hvað af henni hlauzt. Af henni er bó komið merkilegt fólk í Héraði. Jens Wium hafði sagt um Þorgerði systur hennar, að hún væri sú fríðasta stúlka, er hann hafði séð. (Saga þessi hefir bezt haldizt við í minni af- komenda Brynjúlfs lærða. Hún leikur á mörgum tungum. T5g hefi haft það, er einn greindi öðrum framar).“ Þessu næst skulum v;ð lita á sögu úr safni Magnúsar Bjarnasonar frá Hnappavöllum: „MANNVALTÐ HANN .TÓN TNGTMTTNDARSON. Á dön-um séra IngimTindar á Eiðum var hjá hon- um vinnukona, Steinunn Sturiudóttir, sem var bæði lauslát og óskammfeilin. Hana vildu eiga tveir menn. Vigfús, .mikið vænn maður. og Jón nokkur. mesta illmenni, og lét hún jafnliklega við báða. Jón var vinnumaður á Eiðum, en Vigfús á næsta bæ Báðir skenktu heru'. sinn í hvoru lagi, og þótti Jóni þungt undir að búa og vildi ráða Vigfús af dögum, en sitja einn að stúikunni. Bar svo til um haustið, að heir fóru báðir i fjárgöngu í heimalandið. Hafði .Tón með sér þriggja pela flösku fulla af brennivini. Fundust þeir nú. Vigfús og Jón, og var hann nú vel vina- legur og bauð Vigfúsi að smakka á flöskunni, og þáði hann það. Lézt svo Jón drekka með honum, en drakk ekkert, svo Vigfús drakk allt úr flösk- unni, en var hreint fastandi. Réðist þá Jón á Vigfús. som var dauðadrukk- inn. En ekki hafði Jón í ful;u tré að ráðast fyrr á hann, því Vigfús var karlinenni, sterkur vel, en .Tón litilmenni. Lauk svo með þeim, að Jón drap Vigfús, og voru þeir nú nærstaddir silunga- vatni frá Eiðum. Þá setti Jón rúmsnöru um fætur Vigfúsi og vildi draga hann í vatnið og binda grjót við hann og sökkva honum siðan. En allt í einu heyrði hann t.vo smalamenn hóa mjög nálægt sér, varð hræddur og hljóp til bæjar og tók mat sinn, er hann át.t.i, og var þá blóðugur hnífur hans. Menn spurðu hann, hvað til kæmi, en hann sagð- ist hafa markað lamb í skóginum. Prestskonan sagði: „Það væri betur svo væri, Jón minn, en illilega lízt mér á þig.“ Nú komu þessir fyrrnefndu smalamenn og fundu Vigfús dauðan með kappmellaðn ólina um fætur honum, særðan þréttán stórsárum. Bárust nú bönd að Jóni, og var hann tekinn til fanga og kúgaður og pyndaður, svo að hann meðgekk, að hann hefði ekki fyrri við Vigfús ráðið en hann var búinn að stinga hann þrcttán stingi sökum karlmennsku hans. Svo var .Tón dæmdur til dauða. Prestur viidi telja um fyrir Jóni, svo hann iðraðist, en hann var alltaf harður og hreykinn og um- ventist aldrei fyrr en þeir hengdu hann upp. Mælti hann síðast orða fyrir munni sér: „Hvernig sem holdið fer, hér þegar lifið þver.“ Og dó hann síðan. Enginn gat annað séð en Stein- Framh. á bls. 16 hvern, sem ef til vill gæti gert við þetta, en svo finnst sá maður ekki og vandræðin aukast ... Ein fyrirferðarlítil bók, sem kemur út um þess- ar mundir, hefur stórminnkað möguleika fyrir vandræðum og töfum af þessu tagi og raunar gefur hún ferðaiangnum upplýsingar um alla hugs- anlega aðila, sem gott gæti verið fyrir hann að vita um, hvað sem fyrir kemur. Og meir en það: Hún gefur unplýsingar um staði, vegalengdir og flest, það sem einn ferðamann kynni af forvitni sinni að langa til að vita um. Við höfum frétt, að Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar SÍS hafi átt hugmynd- ina að bókinni, en hann hefur með höndum yfir- stjórn sumarhótelsins að Bifröst og er þess vegna ferðamálum kunnugur. Nú höfum við hitt að máli ritstjóra bókarinnar, örlyg Hálfdánarson, fræðslu- fulltrúa, sem haft hefur veg og vanda af því að safna saman hinum geysi umfangsmikla fróðleik, sem þar er saraan kominn. — Það er merkilegt, að þetta skyldi ekki hafa verið gert fyrr. Hefur bókin verið lengi á döfinni hjá ykkur? — Það er stutt siðan ákveðið var að gefa hana út. Hinsvegar hafa forstöðumenn Bifrastar lengi haft hug á því. — Hefur þá bókin eitthvert sérstakt gildi fyrir Bifröst? — Ekki annað en það, að Bifröst, gefur bókina út og þetta er liður í ferðabjónustu hótelsins. — Það er ef til vill miðað við, að hún komi út á hverju ári. — Ef þetta blessast og fólk kann að meta bók- ína. þá verður reynt að láta hana koma út árlega. Hér er um að ræða bók, sem er nauðsynleg fyrir alla sem ferðast um landið. — Hvaða aðferðir hefur þú haft til þess að afla allra þessara upplýsinga? — Með persónulegu sambandi við forustumenn í kaupstöðum og kauptúnum. Þar naut ég góðs af fyrri ferðum mínum um landið sem fræðslu- fulltrúi og finn það nú, hversu slík bók sem þessi, hefði.gert mér þær ferðir auðveldari. -— Verður bókin ekki nokkuð dýr? — Það verður reynt að hafa hana ódýra — hér er miklu fremur um þjónustustarf að ræða en þénustu. —- Viltu telja upp efni bókarinnar í stórum dráttum. — Bókin befur að geyma fjölmargar gagnlegar upplýsingar fyrir ferðafólk, t. d. ferðaskrifstofur, ferðafélög, flugfélög, skipaíélög og sérleyfishafa ásamt sumaráætlunum þessara aðila. Þá er skrá yfir öll gisti- og veitingahús, sæluhús, byggðasöfn, sundstaði, leiguflugvélar, hestaútlán, auk skrár yfir öll kauptún og kaupstaði. —- Hvaða þýðingu hefur sú skrá? ■—■ Hún er mjög þýðingarmikil. Þar eru upp- lýsingar um yfirvöld viðkomandi staða, lækna, lyfjaverzlanir, sundstaði, snyrtistofur, gisti- og veitingahús, kvikmyndahús og sýningartima þeirra, fatahreinsanir, sérleyfisstöðvar, skipaafgreiðslur, afgreiðslur flugvélanna, bankaútibú, söfn, lysti- garða, bifreiðaverkstæði og þá um leið er þess getið, hvort þau bæti, hlaði rafgeyma og smyrji bifreiðir. — Það var engin smáræðis upptalning. Þið haf- ið vonandi ekki gleymt vegalengdatöflum? — Við fengum hjá Vegamálast jóra nýtt íslands- kort; yfir vegakerfið ásamt öllum benzínafgreiðslu- stöðvum. Þetta kort sýnir allar vegalengdir á mjög nákvæman hátt. — Þið hafið þá miðað eingöngu við ferðalög um byggðir landsins. -— Nei, siður en svo — Sigurjón Rist vatna- mælingamaður, hefur ritað i bókina um bifreiða- slóðir á miðhálendinu og þ.ví fylgir mjög nákvæm- ur uppdráttur með fullkomnum skýringum á hverri leið. Framhald á bls. 16. Örlygur Háljdánarson, ritstjóri Feröahand,- bókarinnar. Nú fer í hönd tími ferðalaga og sumarleyfa. Þeir, sem þess eiga kost, bregða undir sig betri fætinum og bruna út á landsbyggðina í góðum eða lélegum farartækjum. Þeir sem ráða yfir hin- um lakari farkostum ferðast oft. meira af kappi en forsjá og það getur komið fyrir að farartækið fái skyndilega hjartaslag og ölcumaðurinn sé ekki alltof vel að sér um hina innri leyndardóma vélar- innar. Hvað gerir hann þá? Jú, liklega bankar hann uppá lijá einhverjum ágætum borgara í einhverju ágætu plássi og sá vísar honum á ein- H V AR H V AR H V AR og bókin, sem gefur þér svar VIK AN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.