Vikan


Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 17

Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 17
Lækniriiin æegir Hentug föt eru mikilsverð fyrir barnshafandi konur......... Stundum verður læknirinn að vera Þúsund þjala smiður. Þess vegna ætla ég nú að taka að mér hlutverk tízkusérfræðings. Allar barnshafandi konur langar til þess að vera eins glæsilega og smekklega klædd- ar og unnt er. Væntanleg móðir notar aðallega kjóla með tölu- verðri vídd eða pils og blússur, sem hægt er að vikka. Föt með færanlegum hnöpp- um eru sérlega vinsæl, því að mjög auðvelt er að flytja hnappana til og víkka með því fötin. Það er vitanlega undir smekk og útliti konunnar sjálfrar komið, hvernig fötin líta út, sem hún velur sér. En um grundvallaratriði I gerð fatanna gæti læknirinn gefið góð ráö. LÍFSTYKKI FYRIR YANFÆRAR KONUR. Það er mjög mikilsvert fyrir barnshafandi konur að nota sérstök lifstykki. Það er ágætt, að þau hafi hæfilega teina, til þess að góður stuðningur sé að þeim og að þau missi ekki lag- ið. Sama er að segja um brjóstahaldara. Hvort sem þér eruð vanar að nota lífstykki eða ekki, er líklegt, að það verði bráð- nauðsynlegt um seinni hluta meðgöngutímans. Ef að þér not- ið yfirleitt lífstykki, má sjálf- sagt nota það sama fyrri hlut- ann. Vöntun á lífstykki, sem veit- ir stuðning, getur hæglega vald- ið óþægindum. E’f þér finnið fyrir slikum óþægindum, skul- uð þér tala við lækni sem fyrst. Hann mun geta sagt yður, hvernig lífstykkis þér þarfnizt, til þess að fá heppilegan stuðn- ing. Ég vil vara ófriskar konur eindregið við háhæluðum skóm. Þær verða að vera stöðugar á fótum, en gangi þær á háhæl- uðum skóm, er meiri hætta á, að þær misstigi sig. Einnig verður að hafa í huga að hafa skóna nógu stóra og lipra. Það er mjög algengt, að fætur bólgni eitthvað um seinni I hluta meðgöngutímans, þó að heilsan sé að öðru leyti í góðu ! lagi. i Þó að hægt sé að nota táskó stund og stund inni við, er ekki rétt að ganga mikið á slíkum skóm eða í skóm, sem hælkapp- inn hefur gengizt niður á, því að það er mikil áreynsla fyrir ökla og rist. Notið ekki sokkabönd úr teygju utan um fótinn. Varizt allt, sem hindrar eðlilega blóð- rás, nema það sé nauðsynlegt vegna stuðnings við líkamann. Framhald á bls. 35. Ekkert nýtt undir sólinni Þeir, sem skapa tízkuna, lifa í endalausri leit að einhverju nýju og frumlegu og gengur þó erfiðlega a'ð leysa það verkefni. Sannleik- urinn er sá, að i fatnaði er búið að prófa flest hugsanleg snið utan hreinar öfgar, enda er það helzt á sviði öfganna, sem þeir leita fyrir sér í París. Nýjungar eru annars helzt fólgnar i áður óþekktum efnum, og þau geta að sjálfsögðu lengi komið fram. Hérna eru sundföt — af léttara tagi — og óvanaleg fyrir þær sakir, að efnið er skinn, — já, samansaum- aðir skinnrenningar. Það er vafalaust gert til þess að vekja athygli, og stúlkan, sem liggur á dýfingabrettinu, er ekki heldur af lakara taginu. Þeir, sem sköpuðu þessi sundföt, hafa kannski haldið, að þarna væri frumleg hug- mynd, en þá hefur þeim yfirsézt um það smáatriði, að sennilega hefur mannkynið geng- ið lengur i fötum úr skinni einu saman en nokkru öðru efni. Nei, það er víst ekkert nýtt undir sólinni. Þær verða að kunna sig Úti meðal stórþjóðanna er það talsvert stór liópur fólks, sem gegnir diplómatiskum störf- um, og þau eru ekki sizt fólgin í því að halda samkvæmi fyrir broddborgara. Þetta fólk er yfirleitt vel menntað og ákaflega „fint“. Um- fangsmikil skoðanakönnun i Danmörku leiddi i ljós, að ambassadorar eru finustu menn þjóð- félagsins, — forsætisráðherrann var i öðru sæti. Má nærri geta, að sendiráðsfólk verður að vera mjög vel að sér um alla háttvisi og framkomu, og klæðnaðurinn verður að vera eftir því. Hér eru saman komnar dætur nokk- urra ambassadora i Madrid. Dælurnar gegna mikilvægu hlutverki í sambandi við partýin, ekki sizt þegar þær eru nú svona fallegar sem sumar eru í þessum hópi. Þá kunna þær að hafa stórpólitíska þýðingu. Hér hjá okkur eru hinar erlendu sendisveitir fámennari en hjá stórþjóðunum, og það er eðlilegt. Lika má gera ráð fyrir því, að sendiherrar og ambassador- ar þyki tæplega eins miklir virðingarmenn hér eins og erlendis, þvi að við erum tæplega komnir inn í „sýstemið“ og raunar nýgengin úr frumstæðu samfélagi bænda og sjómanna yfir i nútima-þjóðskipulag.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.