Vikan


Vikan - 07.07.1960, Síða 18

Vikan - 07.07.1960, Síða 18
Hafsteinn. — Og hvað prentið þið nú helzt hérna? — Stærsti viðskiptavinurinn er Kaupfélag Árnesinga, einnig höfum við prentað mikið fyrir kaupfélögin á Hellu og Hvolsvelli, og svo er það SuÖurland, sem kemur út hálfsmán- aðarlega. Auk þess vinnum við ara- grúa af öðrum smærri verkefnum fyr- ir hina og þessa. Við komupa við í Prentsmiðju Suðurlands, er við skruppum austur að Selfossi um daginn, og erum að ræða við framkvæmdastjórann, Haf- stein Pétursson. — Ert þú héðan frá Selfossi, Hafsteinn? — Nei, ég fluttist hingað fyrir nokkrum árum, er ég og annar prent- ari úr Reykjavík settum þessa prent- smiðju á stofn. En svo slitum við fé- lagsskapnum, ■ og seldi hann þá sinn hlut tveimur fagmönnum héðan úr bænum. Rákum við svo fyrirtækið þrir saman, þar til núna fyrir skömmu, að það var gert að hluta- félagi, þar sem hinir hluthafarnir eru nokkrir stáerstu viðskiptavinirnir, m. a. Kaupfélag;Árnesinga. - Og þetti gengur vel hjá ykkur? — ,Tá, alveg ljómandi. Við festum fyrir nokkru kaup á nýrri rússneskri setningarvél, ! sem virðist ætla að reynast prýðilega. Annars er véla- kosturinn enn af skornum skammti, enda húsnæðið ekki of stórt, og við verðum stundum að vinna mikla aukavinnu til þess að geta skilað verk- efnunum á tilsettum tíma. — Ert þú setjari? - Nei, ég er pressumaður, en ann- ars vinn ég hérna nú orðið ekki nema í ígripum. Það fer svo mikill tími i alls konar snúninga og útréttingar i sambandi við þetta allt saman. — Þú ert kannski að byggja yfir sjálfan þig? — Nei. ekki er ég nú byrjaður á Því. En ég hef haft augastað á lóðinni nérna hinum megin \'ið götuna og hef góðar vonir um að geta krækt í hana. — Þú getur þá kannski stjórnað fyrirtækinu út um eldhússgluggann heima hjá þér í framtiðinni ? — Ætli maður leggi ekki heldur rör yfir götuna og gefi i gegnum það „ordrur“ eins og Bör Börs.son! * — Þessar skröksögur um drauga- gang hér í húsinu — þær «ru tém vitleysa get ég sagt ykkur. r/7 — Ég keypti hann til þess að ná- grannarnir séu ekki að stelast í laugina, þegar ég er fjarverandi. Rakari og tónlistarmaður á Selfossi Hann heitir Ásgeir Sigurðsson og hefur það að aðalstarfi að raka og klippa Selfyssinga. Annars er Ásgeir Reykvíkingur og lærði rakaraiðn i hefuðstaðnuin, jafnhliða því sem hann fékkst við að leika dansmúsik fyrir samkomuhúsgesti, er halla tók degi. Ásgeir var ungur, er hann fékk áhuga á tónlist og fiktaði við ýmis hljóð- færi, unz hann sneri sér eingöngu að klaríneltinu. Han nam klarinett- leik hjá Kristjáni Kristjánssyni og Vilhjálmi Guðjónssyni í þrjá vetur í rónlistarskólanum i Reykavik og lék jafnframt i ýmsum danshljómsveit- um liér i hæ og nágrenni. Ásgeir sagði samt ekki skilið við iðnina, sem hann hafði lært, — eins og oft vill nú koma fyrir þá, sem út i músik-„brans- ann“ fara, — heldur iét hann iðn sína ávallt sitja í fyrirrúmi og héll áfram að setja svip sinn á höfuð samborgaraMia. En svo kom að þvi, að hann vildi verða sjálfs sín herra — eins og svo margir aðrir — og valdi þann kost- inn að yfirgefa höfuðborgina. Tók hann saman föggur sinar, keypti sér stól og skæri og hélt „í Austurveg“ ásamt fjölskyldu sinni. Staðnæmdist hann á Selfossi, settist þar að og hefur siðan rekið rakarastofu á Tryggvágötu 5. Nýja rakarastofan varð strax eftirsótt, og eignaðist Ás- geir þegar fjöldann allan af föstum „kúnnum“, enda vandvirkur og snjall í sinni grein. Og bráðlega fékk Ásgeir leiða á þvi að leika á klarínett fyrir sjálf- an sig og ákvað að reyna að láta Arnesinga njóta góðs af músíkþekk- ingu sinni. Frétti hann af nokkrum strákum, sem áttu blásturshljóðfæri og gátu eitthvað spilað, og fékk hann Ein af fyrstu æfingunum hjá hiðrasveitinni .. þetta er D, fyrsti og þriðji takki ...“ <1 <3 Hérna er Lúðrasveit Sel- foss að undir- búa leik sinn í Tryggvagarði á þjóðhátíðar- daginn 1958. Ásgeir. þá þá hugmynd að stofna lúðrasveit. Safnaði hann saman þessum blásurum, sem hann vissi þegar uin, og Iét þau boð úl ganga, að tekið væri opnum örmum öllum þeim, sem gætu komizt yfir nothæf hljóð- færi og hefðu áhuga á að vera með í fyrirtækinu. Og brátt fóru að tínast að strákar, sem höfðu útvegað sér „horn“ og óskuðu eftir sæti í hinni nýstofnuðu lúðra- sveit. Voru þeir allir boðnir og velkomn- ir, þótt spilageta sumra væri ekki á marga fiska. En íir þvi var fljótlega bætt. Ásgeir setti á stofn tónlistarskóla i smækkaðri inynd og kenndi þessum áhugasömu piltum að lesa nótur og blása í trompeta, klarin- ett, básúnur og önnur hljóðfæri, sem ómissandi þykja í hverri lúðrasveit. Og vegna óþrjótandi áhuga og þolinmæði allra aðila fór kennslan von bráðar að bera árangur, og heillegur svipur komst á Iúðra- sveitina. Æfingar voru tvisvar i viku, og segja kunnugir, að undravert hafi verið, hvað menn, sem áttu heima i nærsveitun- um, lögðu á sig til þess að geta sótt hverja æfingu. Og þeir komn, hvernig sem viðraði og hvernig sem á stóð. Og það var einmitt þessi ódrepandi áhugi og dugnaður ásamt þolinmæði og ljúfmennsku stjórnandans, sem skapaði lúðrasveitina og hefur eín- kennt hana síðan. Nú nýtur I.úðrasveit Sel- foss stykja frá ríki og hreppi og hefur fengið viðurkenningar úr öllum áttum fyrir ágætan leik. Og nú á sl. vetri voru keypt ný hljóðfæri handa hverjum þátttakanda lúðrasveitarinnar, og er |iað ekki lítið átak af ekki eldri hljómsveit. Auk þessarar einstiiku framtakssemi vegna lúðrasveitarinnar er Asgeir einn af fjórum kennurum við Tónlistarskóla Árnes- sýshi, sem er á Selfossi. Kennir hann þar klarínett- og saxófónleik. Loks hefur Ásgeir leikið i hinni vinsælu hljómsveit Óskars Guðmundssonar, sem oft liefur skemmt á dansstöðunum umhverfis Selfoss um helgar undanfarin ár. Upphaflega átti Jietta að vera viðtal, en þar sem Ásgeir er ekki ræðinn á hluti, sem telja má hon- um til hróss, tókum við þann kost- inn að kynna þennan duglega rak- ara og tónlistarmann á Sellossi á liennan liátt. Augnablik Jú, auðvitað, þetta er Elín Arnolds- dóttir. Það hafið þið auðvitað séð, um leið og þið lituð á myndina. Jafnvel þótt hún hylji 25% af andlitinu með dökkum sólgleraugum eins og Greta Garbo, — þá þekkið þið hana, alveg eins og Greta Garbo þekkist, jafnvel þótt hún taki ofan sólgleraugun, — sem hún gerir þó mjög sjaldan. Við hittum Elínu á Tryggvagötunni á Selfossi. Hún var að fara niður á símstöð, þar sem hún vinnur daginn út og inn og segir „augnablik" með þessum sérstöku áherzlum og rnálblæ, sem aðeins þrautþjálfaðar landssíma- stúlkur ná eftir margra ára starf. En Elín hefur sennilega náð þessu fyrr, af því að hún er leikkona og ein aðal- stjarnan í Leikfélagi Selfoss. En sem sagt, við hittum Elinu á einum af Þessum þurrviðrisdögum, þegar norðanþræsingurinn feykir sandinum af Austurveginum framan í alla Selfyssinga. Við sögðum „augnablik" og reyndum að ná þessum sérstaka lífsleiða raunatón með von- leysislegu andvarpi á eftir, en það tókst ekki betur en svo, að leikkonan Elín Arnoldsdóttir brosti sínu aumk- unarverðasta brosi. — Og þá varð myndin til. Stund milli stríða Það eru aðeins fá ár, síðan hann var nemandi í Laugarvatnsskóla og vakti at- hygli fyrir óvenjulegar námsgáfur. Síðar kynnti hann sér tungutak erlendra þjóða og var að því búnu ráðinn til þess að kenna tungumál í þeim sama skóla, sem hann hafði lært. Hann heitir Teitur Benediktsson, Rangæingur að ætt og uppruna, nánar tiltekið frá Nefsholti i Holtum. Við hitt- um hann að máli i Menntaskólanum á Laugarvatni. Hann stóð annars í því að prófa, en nú var smávegis hlé, og hann kveikti sér í pípu og lét fara vel um sig í ibúðinni í kjallara Menntaskólans. Fyrir framan gluggann var rauðleitt moldar- flag, þar sem gamla Laugarvatnsbænum hafði nú endanlega verið jafnað út og örfá reynitré stóðu nú ein eftir eins og raunaleg endurminning. Lengra að líta sá allt til Heklu og jöklanna, og við horfðum austur þangað, hvernig regn- skúrirnar liðu yfir landið á miðjum sauð- burði og mér datt I hug, hversu þessi náttúra væri fjarlæg latínunni og stærð- fræðinni, sem ræður ríkjum innan þess- ara veggja. Nú var loksins lifnað í pípunni. Maður vogar sér aldrei að ávarpa pípureykinga- mann, fyrr en hann hefur pálmann í höndunum gagnvart pípunni. Það er aldrei að vita, hvort hefur betur, og ein stutt og meinleysisleg athugasemd gæti hæglega valdið þvi, að pipan gengi með sigur af hólmi. En sem sagt, — þaö snarkaði I pfpunni, og Teitur lét sig falla aftur á bak I stólnum, og það slaknaði á öllum andlitsdráttum eftir sigurinn. — Þú ert gáfulegur með pipu, Teitur, — vogaði ég mér að segja. — Jæja. Það er voðalegt orð þetta „jæja“. Mað- ur veit aldrei, hvað tll bragðs á að taka eftir svoleiðis orð. Það hefur svo loðna merkingu. Það getur alltaf verið, að Það sé verið að gera grln að manni með þessu orði. Mér datt I hug að komast frá þessu með plpuna og gáfurnar, þvi að það var vísast, að Teitur gerði grín að manni, án þess að maður hefði hug- mynd um, og kannski vissi hann ekki einu sinni af því sjálfur. En undirvit- undin tæki eftir því, og svo dreymdi mann það einhverja nóttina að þetta hefði raunverulega verið grín. Mér kom til hugar önnur leiö, af því að Teitur hefur verið að undirvisa ungdóminn: — Er þetta unga fólk, sem þú ert að kenna, alveg eins hugsandi og við vorum fyrir tiu árum eða meira? — Nei, það er dálítið öðruvísi. Það kann meira til vissra hluta, vlldi ég segja. — Hvað kann það, sem við kunnum ekki á þéss reki? — Ég get ekki sagt Það, vegna þeee að ég kann það ekki sjálfur. — Er það þroskaðra? — Að minnsta kosti líkamlega. — Hefur það áhuga á náminu? Náttverður á Flúðum ÞaO er taliO, aO fullorOinn maöur þurfi urn 3—1^000 hitaein- ingar á dag til aö fá nægilega næringu. En manni veitir sann- arlega ekki af 5000 einingum eftir langa og stranga ferO upp í 8i>git, ekki sízt þegar farkosturinn er ekki upp á þaö bezta. Og hvaö er þá betra en nýmjólk og nokkrar vel tilreiddar brauösneiöar ? Myndin er tekin arnstur á FlúÖum, og er Baldur Hóhngeirsson leikari aö seöja sárasta hunqriö, áöur en hann klæöist náttfötum og býst gervi Cleves Nortons í léikritinu Ástir i sóttkví, sem sýna átti þarna um kvöldiö. — Ég fas mér alltaf mjólk og brauö, áöur en ég fer i háttinn, segir Báldur. — Þaö er nefnilega þannig, aö ég þarf ekki aö klœöa mig áöur en ég fer inn á sviöiö, heldur hátta! Teitur — Það færist meira og meira I vöxt, að menn lesi það, sem þeir hafa áhuga á, en vanræki hitt. Sumir eru búnir að ákveða, hvað þeir ætla að gera að menntaskólanáminu loknu, og þeir miða lesturinn við það. — Mér finnst Það líka alveg rétt. — Kerfið hefur vankanta. og nemendurnir sjá þa# sjálfir. — Finnst þér persönulegur kunningsskapur vi8 nemendur óæskilegur? — Ekki endilega. Það er það að vísu í unglinga- skólunum, en þar er svo mikill þroskamunur á nem- anda og kennara, að tæplega getur orðið um persónu- legan kunningsskap að ræða. í menntaskóla finnst mér, að persónulegur kunningsskapur geti ekki skað- að. Við höfum jafnvel skálað við nemendur á dimmision. — Þá ætti líka að vera hættulítið að skála, þegar mannskapurinn er nð fara. Þú mundir ekki gera þa# að öðrum kosti. -— Nei, ég hugsa ekki. — E?r mikið um vandræðabörn hérna, sem komið er burt úr sollinum? — Ég hef ekki orðið var við það. í menntaskól- anum er mjög gott fólk, og Það er óþekkt íyrirbrigði, að vandræði sé að halda uppi aga. — Það er öðruvísi í héraðsskólanum — eða hvað? — Það er alltaf erfiðara að eiga við unglinga á því reki. Sérstaklega er 14—15 ára aldurinn erfiður og sér í lagi vegna þess, að áhugann vantar. Krakkar í barnaskóla hafa áhuga, og hann kemur aftur seinn*, en þetta ákveðna timabil er mjög erfitt. Ég kvaddi Teit við gamla skólann, og þar beið hans hópur, sem hann átti að prófa í framburði á •inhverju máli. Eftir nokkur ár mundi ef til vill einhver úr þessum hópi vera orðinn kennari á Laug- arvatni og finnast ungdómurinn hugsa öðruvísi en hann gerði á þeim tíma, er Teitur frá Nefsholti var að troða latínunni inn úr svellþykkri höfuðskelinni á bólugröfnu gelgjuskeiðsfólki á þvi herrans ári 1960. ff*. — Þér verðið að afsaka — það var ekki nema eitt í þetta akipti. 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.