Vikan


Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 20

Vikan - 07.07.1960, Qupperneq 20
fíii ú dty{a FRAMHALDSSAGA SÖGULOK Norrœnir menn hafa gert strandhögg á lrlandi og numiö ungmeyna Kormlööu Kjartansdóttur á brott meö sér. Unnusti hennar veröur frávita af harmi og hyggst leita einveru í hinu óbyggöa landi, fslandi. vaxið og búsældarlegt og fiskur í hverri á. Nú er Fjallaklaustur að láta smíða haffært skip, sem flytja skal einsetumenn til landsins á næsta vori. Hvað segir þú um að slást í förina og reyna að sættast við guð þinn í einverunni? En það verður þú að gera þér ljóst, að litlar líkur eru til þess að þú sjáir E'yjuna grænu aftur í þessu lífi ef þú ferð þessa för. Kórmákur Gilsson kyssti hönd ábótans og mælti: —- Hollráður hefur þú jafnan reynzt mér, faðir, og mun ég hlíða ráðum þínum. Sjái ég ekki ætt- jörð mína aftur, þá verði guðs vilji. Hér er hvort sem er ekkert sem bindur mig. Skömmu síðar fluttist Kórmákur til Fjallaklaust- urs og hóf undirbúning Thúlefararinnar ásamt nokkrum öðrum bræðrum. Einn sumardag, tæpum níu hundruð vetrum eftir burð Drottins vors, lagði lítill knörr frá landi úr vík einni á norðurströnd Evjunnar grænu og var förinni heitið til Thúle. óbyggða landsins á heimsenda í norðvestri, þar sem skip- verjar ætluðu að dveljast í ævilangri útlegð, einir með guði sínum. Þeir höfðu meðferðis öll nauð- synlegustu verkfæri og matvæli t.il nokkurra vikna. Einnig tóku beir með sér nokkrar kindur og geitur því að m.iólkurlausir vildu þeir ógjarnan vera. Vopn höfðu þeir engin, nema viðaraxir og hnífa, enda landið óhvggt og skipverjar allir frá- bitnir vígaferlum. Áður en þeir gengu til skips meðtóku þeir aliir blessun ábó+ans á Fjallaklaustr- inu, sem afhenti þeim að lokum nokkrar helgar bækur, sem þeir áttu að hafa til andlegrar upp- byggingar, sem lestur kunnu. Ennfremur fluttu þeir með sér nokkur nývígð krossmerki og bjöllur. Var fjöldi manns samankominn í vikinni til þess að óska farmönnunum fararheilla. Kórmákur Gilsson var einn skipverja. Hann hafði skellt skollaeyrum við fortölum foreldra og annarra ættingja, sem álitu Thúleförina ganga sjálfsmorði næst. Hann fór til þess að reyna að gleyma mynd nakinnar unnustu sinnar i báti vík- inganna, sem stóð honum í sífellu fyrir hugskots- sjónum, og unni honum einskis friðar. Svipað var ástatt með flesta skipsfélaga hans. Þeir áttu um sárt að binda og vildu flýja frá öllu, sem hafði valdið þeim vonbrigðum og sorgum. Knörrinn sigldi til hafs í góðu leiði. Eyjan græna hvarf brátt sjónum skipverja, sem flestir voru alóvanir sjómennsku. Skipstjórnarmaður hafði þó verið í förum og tveir eða þrír aðrir. Veðrið var ágætt, glaðasólskin og dálítiil sunn- anandvari. Hinni óvönu skipshöfn tókst að hag- ræða seglum eins og þörí krafði, enda þótt sumir væru sjósjúkir þegar frá því er knörrinn dró upp legufæri. Góða veðrið hélzt fyrst þrjá dagana og sigldi knörrinn þá fram hjá byggðum eyjum i austurátt. Kvað skipstjóri eyjar þessar nefnast Færeyjar og vera byggðar norrænum mönnum. Á fjórða degi tók að þyngja sjó og voru þá fáir rólfærir af áhöfn Heilags Patreks, en svo hét knörrinn. Kórmákur Gislason var einn hinna fáu, sem ekki kenndu siósót.tar og stóð hann því dag og nótt við hlið skinstjórnarmanns og ók seglum eftir vindi. Voru þeir béðir úrvinda af þrevtu og svefnleysi að kvöldi hins fjórða dags. Brast nú á ofsarok og hraktist knörrinn að mestu stiórnlaus undan sjó og vindi. Ágjöfin var svo mikil. að farmennirnir, sem flestir voru mátt- vana af sjósótt, höfðu hvergi nærri undan að ausa. Skipstjórnarmaður stóð við stýrisrána og reyndi að verja skipið álögum, en það reyndist erfitt. Kórmákur stóð í austursrúminu miðskipa upp undir hendur í sjó og rétti austurstrogin upp, en við borðstokkinn tóku tveir á móti og höfðu varla undan, því að Kórmákur gekk berserksgang. Stóð hann einn í austursrúminu alia nóttina, en þeir sem á móti tóku skintu á hálfrar stundar fresti. Morguninn eftir lægði veðrið nokkuð og höfðu skipverjar meðbyr þann dag allan og næstu nótt. Næsta morgun sáu þeir hvlla undir fjöll fyrir stafni, en það vakti furðu þeirra, hve hvit fjöllin voru. Hin lágu írsku fjöll voru ætíð græn upp á tinda og kæmi það fyrir að snjór settist í þau að vetrarlagi, var hann jafnan horfinn eftir fá- eina daga. Undir kvöld var Heilagur Patrekur kominn upp undir land, en ströndin virtist sendin og allsstaðar var haugabrim að sið. Hvergi var vogur né vík, þar sem unnt væri að leggja heilum knerri í höfn. Skipstjórnarmaður ákvað að sigla vestur með landinu, í leit að lendingarstað Sumarnóttin var björt, eins og Beda prestur hafði sagt í iandlýs- ingu sinni. Sjófuglar hnöppuðust um knörrinn og hafið í kring um þá var fuilt af hvölum. Væri rennt færi, bitu fiskarnir jafnskjótt á. Um miðnætti tók Heilagur Patrekur niðri á blindskeri. Varð fljótt ljóst, að þetta var á há- flæði og höfðu skipverjar þungar áhyggjur af Því að skipið ylti út af skerinu og hvolfdi á fjörunni. Skipstjórnarmaður sagði, að menn yrðu að freista þess, að ná til iands á sundi, ef skipið liðaðist sundur, eða hvolfdi. Flestir skipverja voru syndir, en hinir skyldu þegar í stað setja á flot kænu litla, tveggja manna far, sem var um borð. Það kom í ljós, að sex voru ósyndir. Tróðust þeir allir í bátinn og var hann þá bæði drekkhlaðinn og óstöðugur. Kom í ljós, að enginn þeirra kunni áralagið. Reyndu þeir samt að damla af stað í áttina til lands, en brátt reið dálítil alda undir bátinn og hvolfdi honum. Komust tveir á kjöl og tveim var bjargað úr sjónum, en tveir drukkn- uðu. Það fór brátt svo sem skipsverjar höfðu óttazt. Litlu eftir óttu, rann knörrinn út af sker- inu og hvolfdi Skipverjar höfðu bundið við sig ýmsa anuðsynlega smálhuti. þrátt fyrir aðvar- anir Kórmáks og skipstjórnarmanns. Kórmákur batt aðeins klæði sín á bak sér og hníf einn mikinn. Stungu allir skipverjar sér útbyrðis, er knerrinum hvolfdi. Kórmákur synti rösklega í átt til lands. Hann var selsyndur, en töluverð alda var og lengra til lands, en virzt hafði af skipsfjöl. Loks var hann kominn að brimgarðinum, sem ekki var árenni- legur, en hér varð að skeika að sköpuðu. Hann sogaði loft niður í lungun og stakk sér í brimið. Aldan bar hann með feiknahraða upp í stórgrýtta fjöruna og skellti honum ómjúklega niður, en áður en honum tókst að fóta sig þreif útsogið hann og kafffærði hann svo rösklega, að hann saup hvað eftir annað gúlsopa af sjó. Er næsta alda slengdi honum upp i fjöruna tókst honum að ná taki á stórgrýtishnullungi, og ríghélt sér á meðan aldan féll út. Síðan brölti hann upp úr fjörunni og fleygði sér niður á dálitla grastó uppi á bakkanum. Kórmákur Gilsson lá og mókti fram undir há- degi. Hann var lerkaður eftir sundið og sem lurkum laminn eftir fjörugrjótið. Loks reis hann á fætur og breidtji klæði sín til Þerris, en fór svo að svipast um í fjörunni eftir félögum sínum, lif- andi, eða dauðum. En þar var ekkert að sjá. Hann sá nú, að hann var staddur á breiðri sand- strönd, en lengra upp til landsins gat að líta viði vaxnar hæðir og enn lengra blá fjöll, með hvítum hettum. Engin merki sá hann mannabyggðar, enda höfðu fróðir menn heima á Eyjunni grænu talið að þar byggju engir, nema kannski fáeinir ein- setumenn. En nú var Kórmák farið að svengja óþægilega. En hann sá ekkert ætilegt uppi á bakkanum. Hann ráfaði aftur niður í fjöruna. Og nú tók hann eftir gnægðum matar. 1 flæðarmálinu voru hrannir af kræklingi. Hann snæddi nægju sína af þessari lostætu fæðu. Ennfremur var þarna gnægð sölva, en þau hafði hann borðað allt frá barnæsku. Hann mundi ekki þurfa að kviða matarskorti, meðan hann héldi sig við ströndina. Ekki varð Kórmákur var við neina af félögum sínum og dró af Þvi þá ályktun, að þeir hefðu allir farizt. Um kvöldið hlóð hann sér dálítið byrgi úr fjöruhnullungum og risti torf uppi á bakkanum með hníf sínum og breiddi yfir. Þótt þetta væri ekki vistlegur bústaður þá er það lélegur skúti, sem ekki er betri en úti. Daginn eftir fór að reka brak úr Heilögum Patreki og biargaði Kórmákur því iafnóðum und- an sió. Nokkur lík rak einnig og höfðu skipverjar flestir bundið við sig ýmis áhöld og verkfæri. en ekki gætt þess að Þetta þynedi þá allt of mikið á sundinu. Líkin voru lemstruð eftir volkið í brim- garðinum. Ekki hafði Kórmákur reku og gat þvf ekki jarðsett líkin. Tók hann það ráð, að rista torf og breiða yfir þau til varnar gegn refum og rán- fuelum. Næstu daga hafði skipsbrotsmaðurinn bækistöð á strandstaðnum til þess að biarga Því sem biarg- að yrði. Mjög litið rak af verkfærum og áhöldum úr málmi og Þótti honum það slæmt. Nokkra geitar- og kindafskrokka rak og fló hann þá þegar i stað til þess að nota skinnin sér til skjóls. Ekki hafði hann nokkur tök á að kveikja eld, og þótti honum það slæmt. Eftir tíu daga dvöl á strandstaðnum, var Kórmákur orðinn úrkula vonar um að fleira verð- mætt ræki og hélt þá af stað vestur með strönd- inni og selflutti allt sitt hafurtask með sér. Breiðir sandar voru upp frá ströndinni, sem fvrr er sagt, en viðivaxnar hæðir upp til landsins. Var eyktar- ganga frá ströndinni upp í skóglendið, og fór hann þangað nokkrar könnunarferðir og leizt mjög búsældarlega á landið. Gnægð var þar af eggjum bæði mófugla og anda, og hafði hann meðferðis af þeim það, sem hann gat flutt með sér. Annars nærðist hann á kræklingi, en af honum var ógrynni í fjörunni. Þannig hélt hann áfram dag eftir dag, vestur með ströndinni: Loks kom þar, að sandarnir fóru að mjókka. Skógarkjarrið náði nú næstum í sió fram. Þarna lét Kórmákur Gilsson staðar numið í bili. I fögrum skógarhvammi hjá lítilli lind tók hann til við kofagerð úr torfi og grjóti. Verst þótti honum, að hafa ekki reku, torfristan gekk seint með hnífnum. Hann þurrkaði skinnin og elti þau síðan með lýsi, en leirbrúsa með því í hafði rekið og hafði lýsið verið ætlað til Ijósmetis. Þræddi hann skinnin saman með beinnál og skinnþvengjum og gerði sér stakk mikinn og einnig gerði hann sér skó úr sauðskinni. Matföng sótti hann mest í fjörurnar. Helzta dægrastytt- ing hans var að skera út Maríumyndir og helgra manna í birkilurka, eða rála um nágrennið. Hvergi varð hann var við neinar mannaferðir og þótt hann saknaði félaga sinna, er farizt höfðu með heilögum Patreki, undi hann þó einverunni sæmilega. Tíu árum eftir að framanskráðir atburðir gerð- ust, sigldi velbúinn knörr með gínandi trjónu upp að Islandsströndum. I stafni stóð norræni höld- urinn Fróði Haraldsson, sem hafði orðið að hrökklast burtu frá heimalandi sínu, vegna of- rikis konungs. Á undanförnum sumrum hafði hann legið í vesturvíking og jafnan verið fengsæll. 20 | VIK A N

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.