Vikan - 07.07.1960, Page 24
NÝTTÁ MARKAÐNUM
HLJÓMPLÖTUR Á MARKAÐNUM
*
Hérna
er nokkuð
fyrir
ykkur,
strákar:
ómissandi
áhöld í
útileguna —
öxi og
hnífur
í fallegu
leðurhylki.
Verð 235,00 k'r.
Framabraut Marilynar Monroe er eins og sam-
fellt ævintýr. Hún fæddist 10. júní 1926 í Los
Angeles og hét upphaflega Norma Jean Baker, —
var „uppgötvuð" stuttu eftir stríðslok, er ljós-
myndarar komu í heimsókn í flugvélaverksmiðj-
una, þar sem hún vann. Hún starfaði lengi sem
ljósmyndafyrirsæta fyrri bandarísk vikublöð, lék
i einni reynslumynd fyrir Fox-kvikmyndafélagið
og var síðan kynnt heiminum sem „stjarna" eftir
langa og mikla auglýsingaherferð. En þrátt fyrir
þetta alit var aðeins litið á Marilyn sem dægur-
flugu. Menn brostu í kampinn, þegar talað var
um, að hún gæti leikið gamanhlutverk, — Marilyn
Monroe var bara til þess að sýna sig á tjaldinu,
sögðu þeir. En Marilyn sneri á þá. Meðan hinar
„kynbomburnar" féilu í gleymsku hver af annarri,
lék hún í hverri myndinni á fætur annarri — og
sífellt með betri og betri árangri. Lengst náði hún
í myndinni Prinsinn og kórstúlkan, en þar lék hún
á móti hinum þekkta enska leikara, Laurence
Oliver. Nýjast myndin með Marilyn er hin óvið-
jafnanlega bandaríska gamanmynd Some like it
'hot, þar sem Marilyn leikur jafnframt sönghlut-
verk, — kemur fram sem söngkona með hljóm-
sveitum. Mikið hefur verið deilt um sönghæfileika
þessarar þokkadísar, — sumir tala um hást og
eggjandi hvisl, sem ekkert eigi skylt við söng, —-
en nú getum við sjálf dæmt um þetta, — nú er hér
á markaðnum hljómplata með lögunum úr Some
like it hot og auðvitað mörg þeirra sungin af
Marilyn. Aðalhlutverkin i myndinni leika auk
Marilynar Tony Curtis og Jack Lemmon, en hljóm-
sveitunum, sem leika á plötunni, stjórna þeir
Adolyh Deutsch og Matty Malneck.
SKAK
Þegar tveir menn sitja að
tafli, þá er það ljótur ósiður og
beinlínis brot á skákreglum,
þegar annar aðili tekur upp
leik. Ef annar leikandinn snert-
ir einhvern af mönnunum sin-
um, verður hann að færa hann,
en ef hann snertir einhvern af
mönnum andstæðingsins, verð-
ur hann að drepa hann. Reglan
er sem sé þessi: Hreyfður mað-
ur færður, nema því aðeins að
hann hafi áður eða um leið
sagt: Ég laga. Einnig ef um
greinilegt óviljaverk er að
1 ræða. Ef hmn hreyfði maður
verður hvorki færður né drep-
inn, þá getur andstæðingurinn krafizt þess, að
kónginum sé leikið, en þó ekki hrókfært. Ef ekki
er hægt að leika kónginum, þá sleppur hann við
re^singu. En hegningar verður mótleikandi að hafa
krai'izt, áöur en hann hefur hreyft nokkurn mann
til rnótleiks. Nauðsynlegt er fyrir byrjendur að
fylgja þessari reglu, því að án hennar verður
skákin kák eitt. Og ef menn byrja einu sinni á
þessu, getur verið erfitt að brjóta vanann á bak
aftur.
—O—
E'ftiríarandi skák var nýlega tefld í Rússlandi,
og sá, sem stýrir hvítu mönnunum, var þá aðeins
5 — fimm — ára gamall.
Hvitt: Ernst Kim. Svart: Suworow. 1. e2—e4
e7—e6. 2. Rbl--c3 d7—d5. 3. Rgl—f3 Bf8~b4. 4.
e4xd5 Bb4xc3 5. d2xc3 e6xd5. 6. Bfl—e2 Rg8—f6.
7. 0—0 Dd8—e7. (Betra var 7. — 0—0.) 8. Hfl—el
Bc8—e6. 9. Bcl—g5 Rb8—d7. 10. Ddl—d4 b7—b6
11. Rf3—e5 c7—c5. 12. Dd4—a4 0—0. 13. Re5xd7
Be6xd7 ? (Betra var 13. — De7xd7.) 14. Bg5xf6 !
g7xf6. 15. Be2—b5 !! De7—d6. (Ef 15. — Bd7xBb5,
þá 16. Da4—g4 f Kg8—h8. 17. HelxDe7.) 16.
Bb5xd7 Gefið. Hvítur hefur unnið mann á snjall-
an hátt. Geri aðrir 5 ára drengir betur!
Móníka spjallar viö Nat „King“ Cole.
Fyrir um hálfu ári vakti hin þekkta jazz-söng-
kona frá Svíþjóð, Monica Zetterlund mikla hrifn-
ingu, er hún kom fram á skemmtistöðum i Eng-
landi. Nú er hún stödd í Bandaríkjunum, og þar
vekur hún ekki minni athygli. Píanóleikarinn
heimsfrægi, George Shearing, sagði nýlega um
Móníku: — Hún er bezta söngkona, sem ég hef
heyrt lengi. Móníka hefur komið fram í sjónvarps-
þætti Steve Allens þar vestra og gert samning við
hljómplötufyrirtækið Hannover Records um að
gera eina „longplaying“-hljómplötu. Næstkomandi
sumar verður Móníka á söngferðalagi um Svíþjóð
með tríói Jack Norén til aðstoðar.
KVIKMYNDIR
Kópavogsbíó sýnir:
Þetta er áhrifamikil norsk kvikmynd, samin
eftir sögu Lillian Sonnings, Rósir til Móníku. Með
aðalhlutverkin fara Urda Arneberg, Inger Marie
Andersen, Fridtjof Mjöen, Henki Kolstad og Pál
Bucher Skjönberg. Leikstjóri er Bjarne Andersen.
Cecilía Wenner kemur í íbúðina, sem hún hefur
valið handa sér og tilvonahdi eiginmanni sínum,
Finn Ek .... Þar hittir hún fyrir unga konu,
Móníku Friis, sem segir, að ekkert geti orðið af
brúðkaupinu, Finn sé ástfanginn af sér og þau
eigi von á barni .... Allir framtíðardraumar
Ceciliu verða að engu .... Vonsvikin og niður-
brotin fer hún að heiman og ræður sig við lítið
sjúkrahús norður á Finnmörk .... Árin líða, og
Cecilía, sem virðist vera búin að ná sér eftir áfall-
ið, heldur aftur heimleiðis .. .. Á leiðinni kynnist
hún Dreyer ritstjóra .... Hann verður hrifinn
af henni, en hún á erfitt með að gleyma ....
Finn og Móníka eru gift, en sambúðin er vægast
sagt mjög slæm .... Finn fer að heiman til að
vinna að doktorsritgerð sinni um hið bráðdrepandi
örvaeitur, eurare .... en á meðan skemmtir
Móníka sér konunglega, vefur karlmönnunum um
fingur sér og daðrar við þá hvern af öðrum ....
Wenner yfirlæknir heldur veizlu til að fagna
heimkomu Cecilíu .... Mónika gerir sig heima-
komna í veizlunni og neytir allra bragða til að
láta ljós sitt skína, en setja Ceciliu í skuggann
.... Dreyer ritstjóri biður Cecilíu, en hún hafnar
honum .... Hún talar við Finn, og hann segir
24
VIKAN