Vikan - 07.07.1960, Síða 25
henni frá öllum lygavef Móniku og öllu hennar
framferði .... Ást Cecilíu til Finns vaknar að
nýju, og hann lofar henni, að allt skuli nú breyt-
ast til betri vegar....Hann fer til Móníku og
heimtar skilnað, en hún gerir aðeins gys að hon-
um....... Sama kvöldið finnst Móníka látin )
rúmi sínu .... Við athugun kemur í ljós, að dán-
arorsökin er rósaþyrnir, sem smurður hefur verið
með curare .... Grunur fellur á marga, en allar
líkur benda til, að Finn sé hinn seki, og er hann
handtekinn ....
DÆGURLOG
Hinn þekkti dægur-
lagasöngvari, Haukur
Morthens, hefur ný-
lega sungið inn á
nokkrar nýjar plötur
með hljómsveit Jörn
Graueng&rds. Upptak-
an var gerð í Kaup-
mannahöfn, en Þang-
að fór Haukur 23.
apríl sl. Við hittum
Hauk að máli fyrir
nokkrum vikum, þá
nýkominn að utan, og
báðum hann að segja
okkur eitthvað um
þessar nýju hljóm-
plötur. Hvaða lög voru
þetta Haukur?
■—■ Ég söng inn á þrjár tveggja laga 45-snún-
inga plötur. Fjögur laganna eru ætluð fyrir mark-
að hérna heima, og lögin á þeim heita: Gústi í
Hruna, Sildarstúlkan, bæði gömul revíulög, —
Með blik í augum eftir Oliver Guðmundsson og
Fyrir átta árum eftir Einar Markan við hið þekkta
ljóð Tómasar Guðmundssonar. Þessi lög eru
öll gamalkunn, en eru færð í „nútíma“-búning.
Þriðja platan er hins vegar ætluð fyrir erlendan
markað og lögin sungin á ensku. Annað heitir
Black angel, fallegt, en lítt þekkt lag, en hitt er
Simbi sjómaður, sem með enska textanum nefn-
ist Lonesome sailor boy.
Þess má geta hér, að lagið Simbi sjómaður, sem
reyndar er eftir Hauk sjálfan, á ekki eingöngu
vinsældum að fagna hér heima, — heldur líka á
meginlandinu, þar sem lagið er nú á hljómplötu-
markaðnum, m. a. sungið á þýzku af Otto
Brandenburg.
— Dvaldist þú eingöngu í Kaupmannahöfn?
—■ Nei, Þar var ég 20 daga, en kom einnig til
Oslóar og svo við í Englandi. Alls var ég fimm
vikur í ferðinni.
— Dansa unglingar mikið rokk í Danmörku?
— Nei, það þekkist varla, — a. m. k. ekki eins
og rokkið var. Auðvitað gætir áhrifanna enn þá
i dægurlagamúsík margra þjóða, t. d. í mörgum
ítölskum lögum er nokkurs konar rokk-„beat“. En
mér virtist unglingar dansa mikið eftir New
Orleans-jazz eða „dixieland". Og í Danmörku og
raunar víða í Evrópu virðast hljómsveitirnar lítið
eltast við að leika topplögin í Bandaríkjunum,
en hugsa fyrst og fremst um sín eigin lög og
evrópsk lög almennt, — alveg öfugt við þær ís-
lenzku.
— Söngst þú á einhverjum skemmtistað úti?
— Ég söng með hljómsveit Jörn Grauengárds
á Skandia þrjú kvöld. Það var anzi gaman, hljóm-
sveitin mjög góð og viðtökurnar ágætar.
— Hver voru nú vinsælustu lögin úti, þegar
þú varst þar?
— I Osló voru það Voi voi og Karl Johan, lög
scm Nora Brockstedt söng inn á plötur ekki alls
fyrir löngu, en í Kaupmannahöfn Mustafa,
skemmtilegt lag í arabískum stíl, og bandarískt
dægurlag, sem sungið er hér í Reykjavík undir
nafninu Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig, en
það vinsælasta var ítalska lagið, sem i—■ ,
hlaut fyrstu verðiaun í San Remo- f ~g~1
dægurlagakeppninni í ár, Romantica: I '
Tu sei ro -
— Jœja, svo aö þú varöst fyrir bíl. Þú cetlar þó
ekki aö segja mér, aö þaö taki meira en tvo
klukkutima að alca yfir þig!
BRÉF
Kjære Vikan.
Jeg er en norsk pike som gjerne vil han en
pennevenninne á skrive med. Desverre skriver jeg
bare norsk, men jeg háper at det kan ordnes
likevell.
Jeg er födt 23. febr. 1944, og er da nettopp fylt
16 ár. Mine interesser er film, musikk og ellers
alt som er göy.
Hjertlig hilsen
Frk. Ann Mari Bertelsen,
Schweigárdsvei 27, Bergen, Norge.
Vikan, Reykjavík.
Mér var tjáð í íslenzka sendiráðinu í London,
að þið munduð geta útvegað mér pennavin á Is-
landi, á mínum aldri (12 ára). Áhugaefni mín eru
m. a. íþróttir og frímerkjasöfnun.
Með íyrir fram þökk.
D. J. Sperlinger,
101, Syon Park Gardens,
.Osterley, Isleworth, Middlesex,
E'ngland.
Elsa Jónsdóttir, Ytra-Hólmi, Innri-Akranes-
hreppi, við stúlkur og pilta 14—16 ára. Anton
Guðjón Ottesen, sama stað, við stúlkur 15—17 ára.
Sigrún Stefánsdóttir, Gránufélagsgötu 11, Akur-
eyri, við pilta og stúlkur 12—14 ára.
Haukur Morthens ásamt Jörn Grauengárd.
BRÉFAVIÐSKIPTI
ÞÓRÓLFUR BECK
er einn af efnilegustu liðsmönnum, sem íslenzk
knattspyrna hefur átt. Hann hefur nú leikið i ís-
lenzka landsliðinu um eins árs skeið, og þótt hann
sér þar yngstur að árum, hefur hann lengi þótt
einn sterkasti hlekkurinn í liðinu. Þórólfur er
KR-ingur og er að nema prentverk í Víkings-
prenti, en einmitt þar hafa starfað margir góðir
knattspyrnumenn.
TEXTINN
Ellý Vilhjálms
syngur þennan
texta á nýrri
hljómplötu, sem
er að koma á
markaðinn.
Lagið er ítalskt,
en Pálmar Óla-
son gerði ís-
lenzka textann.
— KK-sextett-
inn annast
undirleikinn.
Islenzkir tónar
gefa piötuna út.
V IÐ HAFIÐ.
(II mare).
Til þín, til þín, til þín . . .
Fað.n sinn breiðir hvít ströndin mót sænum,
sólin hverfur við sjóndeildarhring.
Rödd þín berst til min hingað með blænum,
bor hann til þín það ljóð, er ég syng.
Til þín, til þín, til þín ...
Við hafið
er sem hugur minn þig fái
enn þá einu sinni að sjá,
áfram hvíslar blærinn.
Koss þú sendir mér —
koss ég sendi þér,
kveðju flytur særinn.
Til þín, til þín, til þín . . .
Er kemur þú heim, kofa við byggjum,
kvöldin göngum á forna slóð.
Við svarblátt hafið í lautu við liggjum,
látum blæinn upp rifja okkar Ijóð.
V I It A N
Til þín, til þín, til þín ...
25