Vikan


Vikan - 07.07.1960, Síða 28

Vikan - 07.07.1960, Síða 28
Þn verðnr að deyfa Framhald af hls. 21. sem hann var borinn og barnfæddur. Ambáttin hrópaði upp yfir sig og sló saman lófunum i undr- un. „Og ég er úr næsta þorpi.“ Hún nefndi nafnið. Kórmákur Gíslason riðaði við og kom lengi vel ekki upp neinu orði. Gat það verið — —------- þessi kerling. — Loks hvíslaði hann nafninu, sem hann hafði oftast haft í huga í einverunni, jafnvel oftar en nafn himnaföðursins og heilags Patreks. — „Kormlöð — Komlöð “ — Ambáttin horfði á hann furðu lostin: — Hver ert bú?“ — Einsetumaðurinn hné niður i lyngið og grét. Hann kom ekki upp neinu orði. Ambáttin stóð um stund yfir honum og vissi ekki hvað gera skyldi. Svo beygði hún sig niður og strauk tárvotann vanga hans hlýlega og endurtók spurninguna: — Hver ert Þú? — Hann grét enn um stund Svo stundi hann enn einu sinni upp nafni hennar. — Kormlöð, þekkirðu mig ekki Kormlöð? — Ég er Kórmákur. — Hún kipptist við og horfði á hann vantrúuð. — „Þú — Kórmákur. — Þú — Kórmákur. Getur það verið?“ — Hún virti hann lengi fyrir sér. Loks sagði hún: — „Jú það er rétt. Þú ert Kórmákur. Heilögum Patreki sé lof og dýrð. Hún kraup niður hjá æskuvini sinum og strauk úfinn hárlubba hans ,,Ert þú búinn að vera lengi á þessu óbyggða landi?“ Kórmákur settist nú upp og þurrkaði af sér tárin. — Tíu vetur hef ég búið hér einn. Fór hingað til þess að gleyma. Gat Þó engu gleymt. Kormlöð æsku minnar stóð mér sífellt fyrir hug- skotssjónum. Svo þegar við hittumst ætlum við ekki að þekkja hvort amiað. — Kormlöð brosti: — Við höfum bæði látið á sjá, kæri vinur. Það hafa margir dropar runnið til sjávar siðan Fróði Haraldsson hreif mig brott af strönd eyjunnar grænu. — — Fróði Haraldsson. Kórmákur átti erfitt með að bera þetta erlenda nafn fram. — Eru rákirnar á baki þínu af hans völdum? — — Nei, Kórmákur. Að minnsta kosti aðeins að litlu leyti. Þóra húsfreyja hefur valdið þeim flest- um. Hún getur ekki fyrirgerfið mér að Fróði bóndi hefur lagt mig i sæng með sér. — Sársaukadrættir fóru um andlit Kórmáks. — Lagt þig i sæng með sér. Hefur þú þá verið frylla víkingsins? — — Já, Kórmákur. Eg gat ekki komizt hjá því. Eg streittist við i lengstu lög. Hann hefur getið með mér tvö börn, dreng og stúlku, sem eru tólf og þrettán vetra. — Fróði fól andlitið í höndum sér. — Getið börn. Börn með þessum óþokka. — — Hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Marg- ir bændur eru þrælum sínum miklu liarðari hús- bændur. Við fáum nóg að borða og hann ber okkur sjáldan. — — Korlöð, hví segir þú þetta. Hefur þú gleymt deginum, er hann rændi og brenndi litla þorpið heima og flutti Þig nakta á skipsfjöl fyrir augunum á unnusta þínum? — — Nei, Kórmákur. ég hef engu gleymt. En trú- arbrögð víkinganna telja þeim heimilt að ræna og brenna byggðir kristinna manna. Og Fróði er faðir barnanna minna. — — Kormlöð, Kormlöð, flýðu með mér, langt í burtu á annað landshorn þar sem enginn býr og við skulum vera saman tvö ein, þar til dauðinn aðskilur okkur. Við skulum fara strax. — — Nei, Krómákur. Eg get ekki yfirgerfið börn- in. mín. Fróði mundi líka veita okkur eftirför og ráð okkur bana. — — Fróði ræður engum bana framar. Þú getur komið þess vegna. ■— — Það var sem Kormlöð stirðnaði upp. Að lokum fékk hún sagt: — Hefurðu vegið hann. — — Já, Kormlöð. Þessi varð honum að bana. Hann dró hnífinn úr slíðrum og lagði í grasið við hlið sér. Kormlöð var orðin náför. Hún stundi þungan. — Þú vóst hann, Kormákur — Þú vóst han. — Kórmákur svaraði: Eg strengdi þess heit þegar sá heiðni hundur hreif Þig á brott með sér. að ef ég efngi einhverntíma færi á honum, skyldi hann þurfa að kemba kærurnar. I dag fékk ég það færi. — — En, Kórmákur, þú ert kristinn. Þú veizt að hefndin er guðs. — — Eg gat ekki annað, Kormlöð. Guð fyrirgefi mér, en hann varð að deyja. — — Varð að deyja, varð að deyja----Kormlöð endurtók þessi orð upp aftur og aftur — Varð að deyja. Þú, þú, Kórmákur, þú verður að deyja. 28 Hún spratt á fætur og áður en Kórmákur gæti hreyft hönd, eða fót hafði hún þrifið hnífinn og rekið hann á kaf í háls honum. Heitt blóð spýttist yfir hana alla. Það korraði í Kormáki. Hann féll afturábak. Augun leituðu Kormlaðar í máttvana spurn. Kormlöð fleygði sér kveinandi niður við hlið hans: — Hvað hef ég gert? Hvað hef ég gert? — Kórmákur, Kórmákur, geturðu fyrirgefið mér? — En augu hans voru þegar brostin. Kormlöð Kjartansdóttir lagði höfuð æskuvinar síns í kjöltu sér og horfði í brostin augu hans. Hún varð rennvot af blóði, en skeytti því engu. Hún reri fram og aftur og tautaði samhengislaus- ar setningar. Hún reyndi að biðja, en gat það ekki. 1 gegnum tárin sá hún úfið og blóðugt höf- uðið breytast í kjöltu hennar lá ungi fríði piltur- inn. sem stóð eftir á ströndinni heima, þegar Fróði Haraldsson nam hana á brott. Hún laut niður og kyssti blóðugar varirnar. Hún hvislaði nafn hans. en enginn heyrði það. nema vindurinn. Hún sat til kvölds með höfuð líksins i hnjánum. Loks stóð hún á fætur og reikaði af stað. En hún stefndi ekki heim í hvamminn, heldur til strandar. Sál hennar var auð og tóm. Hún gat ekki einu smi beðið til guðs, sem svo oft hafði veitt henni frið. Hún gekk niður i fjöruna og horfði út á sjóinn. Þarna handan við sjóinn var bernskuheim- il;ð hennar, Irland, evjan græna Þarna i iitla þorp- inu á ströndinni beið ungi, glæsti maðurinn henn- ar með útbreiddan faðminn. Hann mundi skilja og fyrirgefa. Kormlöð óð rakleiðis út í brimgarðinn. Þegar hún var komin upp undir hendur fleygði hún sér áfram. Útsogið greip hana þegar og dró hana i kaf. SÖGULOK. .ii:icisaiiai Framhald af bls. 5. og göngum með honum gegnum Damaskus- hliðið, sem er eitt af átta hliðum á hinum volduga múrvegg Sólimans utan um gamla borgarhlutann, — er Jjví líkast sem okkur sé kippt tvær þúsundir ára aftur í tímann. Utan við hið glæsilega, takkaða lilið standa bifreiðar í stórum hópum. í gamla borgár- hlutanum er ógerningur að aka bíl, svo að hér leysast umferðarvandræðin af sjálfu sér. Asn- ar draga kerrur með miklum erfiðismunum eftir þröngum götum, sem eru fullar af and- iitshjúpuðum konum, er bera byrðar sinar á höfðinu. Þarna er alit óhreint og hrörlegt, þröngt og skuggalegt og skítapest í lofti. Þarna er hið austurlenzka með illu og góðu. Húsin báðum megin öngstrætisins styðja hvort ann- að með hálfboga, sem byggður er yfir götuna. Hvernig þessi eldgömlu hús geta verið manna- bústaðir, fæ ég ekki skilið. Hið fyrsta takmark okkar er Via Doiorosa, — Kvalavegur Jesú. Hann byrjar í klaust- urgarði, friðsömum biómareit. Hér var það, sem Jesús stóð frammi fyrir Pontíusi Pila- íusi Var það? Ef til vill . . . enginn veit það með vissu. Hér stóð Antónía, kastalinn, sem var áfastur musterinu. En sumir halda þvi fram, að Jesús liafi verið leiddur fyrir Pilatus í höll Heródesar, og hún er á allt öðrum stað í borginni. Hafi svo verið hlýtur Jesús auðvitað að hafa borið kross sinn til Golgata eftir allt annarri leið en þeirri, sem nú er bent á. Fá Antóníu er mjög skammur gangur til Golgata. Og hér á Via Dolorosa er merkt við sjö staði úr píslarsögunni: Hér hneig Jesús niður undir krossinum, hér létti Símon frá Kýrene honum byrðina og bar krossinn, hér fékk Verónika mynd hans á klæði sitt, hér talaði hann til dætra Jerúsalems: „Jerúsalems-. dætur, grátið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og börnum yðar . . .“ og spáði þannig eyðileggingu borgarinnar. Þessir sögulegu staðir kvalasögunnar eru merktir krossi, myndum og letri á múra, sem reistir eru mörg hundruð árum eftir, að Jesús var krossfestur. Þegar Títus hershöfðingi tók Jerúsalero herskildi óg eýðilagði mustejúð 70 árum e. Kr., var borgin jöfnuð við jörðu, og sigurvinningar, endurbyggingar og uýjar eyði- leggingar fylgdu hver í annarrar kjölfar. Er þó að visu allt of mikið sagt, að ekki standi steinn yfir steini af Jerúsalem eins og hún var á Krists dögum. Og ekki er óhugsandi, að einmitt í múrveggjum meðfram Via Dolo- rosa sé að finna steina frá þeim timá. ÞEGAR DRAUMAR LÍFSINS RÆTAST. Gildvaxinn munkur, sem er í fararbroddi pílagrímahópsins, nemur staðar við liverja minningartöflu og mælir fram skýringar sin- ar með sáluhjálparraust. Það er ekki um bann eins og sagnfræðingana. Hann er ekki í vafa um nokkurn skapaðan hlut. Hér, ein- mitt á þessum bletti, kraup Veróníka við hlið Jesú. Ekkert er eftirskilið ímyndunar- afli hins guðhrædda pílagríms. Og þeim, sem ekki er sjálfur kaþólskur, er vist óhætt að segja, að ímyndunaraflinu er óvenjuþröngur stakkur skorinn hér. Sú hin mikla sambygging, sem ber nafnið Graf- arkirkjan, virðist livorki hafa upphaf né endi. Hér hefur staðið kirkja eða bænhús, síðan fyrsti rómverski keisarinn, sem kristinn var, en það var Konstantinus hinn mikli, kom til Palestínu á fyrsta þriðjungi fjórðu aldar. Með honum var þá móðir hans, Helene hin helga. En kirkja sú, er hér ris nú, var reist á rústum kirkju, sem reist var löngu seinna en kirkja Konstantínusar og brann á átjándu öld. Og hún er síður en svo fögur bygging! í garðinum úir og grúir af munkum og nunnum af öllum hugsanlegum klausturregl- um. Er þetta ruglingsleg sjón að sjá, en mjög fögur á sína vísu. Sólin skín næstum Iiat- rammlega, að segja má, í öllum sínum sumar- hita. Kirkjuklukkur borgarinnar ymja og glymja, andlegrar stéttar menn mæla bænir fyrir munni sér af mikilli guðrækni, og and- lit pílagrimanna Ijóma af eftirvæntingu. . . . En það er enginn suðurlenzkur unaður yfir ])essu litrika leiksviði. Það er eins og alvara stundarinnar liggi i loftinu, og geta má því nærri, að fyrir fjölda þessara pílagríma sé þetta augnablik einmitt uppfyllingin á helgasta draumnum í lifi jjeirra, — draumi, sem þeir hafa eytt óra- tíma, löngu starfi og óhemjufé til að sjá rætast. Er þess að vænta, að i húmi Grafarkirkj- unnar verði þeir fyrir áhrifum, sem upp- fylli vonir þeirra. Fyrir okkur liina er þessi atburður nokkrum efa blandinn, og raun- sær mótmælandi verður alltaf raunsær. Fugl hugarflugsins situr á sinum kvisti og leggur að sér vængi. Með blaktandi kertaljós i liöndum erum við leidd frá kapellum að ölturum, frá öltur- um inn i kóra, sem skreyttir eru helgimynd- um og silfureggjum, Ijósastikum, málverkum og hægindastólum svo dýrlegum, að þeir likj- ast hásætum konunga. Allar kaþólskar trúar- reglur eiga sinn þátt og hlut i Grafarkirkj- unni og hafa skipt lienni á milli sin eftir stærð og veldi . . . að undangengnum skömm- um og svívirðingum. Þarna er efri kirkja og neðri kirkja, aðal- kirkja og hvolfkirkja, og við hringsólum um allt með kerti í lúkunum, dauðhrædd um að hálsbrjóta okkur á tröppum og þrepum. HÉR VAR GRÖF JESÚ. Miðdepill kirkjunnar er mikil, hringmynd- uð grafhvelfing með hvolfþaki, sem fjórar súlur halda uppi. í hvelfingunni miðri er grafarkapellan. Hún er gerð af marmara, en lítur út eins og hugkvæmur snillingur hafi töfra^S hana fram úr ;indælum mprsipan. Eru í lienni mörg útskot og veggkimar, sem skipt er milli trúflokkanna. Hér halda prest- ar vörð um gröfina, að svo miklu leyti sem þeir geta orðið ásáttir um það. Inn i hvelfinguna er gengið um litlar dyr, er liggja til Englakapellunnar, en þaðan liggur lágur gangur og þröngur inn i smáklefa þann, er geymir gröf frelsarans. Við sjáum aðeins marmaralok og aðra hlið likkistunnar, hitl hverfur inn i veggskot. VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.